Erfðaefni sem fer ekki til barns hefur samt mikil áhrif á örlög þess Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2018 19:00 Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar leiðir í ljós að erfðaefni foreldris sem fer ekki til barns við getnað hefur engur að síður mikil áhrif á örlög þess. Nefna vísindamenn þetta erfðauppeldi. Við getnað hlýtur barn helming erfðaefnis föður og helming erfðaefnis móður. Í rannsókn, sem Íslensk erfðagreining birti í dag í tímaritinu Science, var leitað svara við því hvort erfðabreytingar í þeim helming erfðaefnis foreldranna, sem ekki fer til barns, hafi áhrif á örlög þess. Niðurstaðan er sú að erfðabreytingar foreldra sem ekki skila sér til barns hafa áhrif, ekki síst á menntun barnsins. „Við fundum aðferð til þess að meta og mæla áhrif þess umhverfis sem foreldrarnir eru á örlög barnanna. Það sem við skoðuðum fyrst og fremst var menntun sem börnin fá. Við sýndum fram á að sá hluti erfðamengis foreldra sem fer ekki yfir til barnanna hefur áhrif á hversu mikla menntun börnin fá sem er um það bil 30 prósent af þeim áhrifum sem aftur hinn helmingurinn, sem fer til barnanna, leggur af mörkum,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Í rannsókninni var notað erfðaefni þúsunda Íslendinga sem fæddust milli 1940 og 1983. Börn eru svo háð foreldrum sínum að umhverfi uppvaxtarins hefur mikil áhrif á þau og það mótast einmitt af erfðaefni foreldranna. Vísindamenn nefna þetta erfðauppeldi. „Við fæðumst með ákveðna tilhneigingu, við fæðumst með ákveðna getu en gáfur okkar eru ekki bara afleiðing af erfðum heldur líka því umhverfi sem foreldrarnir veita. Sem þýðir að við erum ekki mótuð heldur erum við mótanleg. Það er gaman að vita til þess að þú getur haft áhrif á alls konar eiginleika barna þinna með því að ala þau upp vel, hlúa vel að þeim og veita þeim það umhverfi sem þau eiga skilið,“ segir Kári. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar leiðir í ljós að erfðaefni foreldris sem fer ekki til barns við getnað hefur engur að síður mikil áhrif á örlög þess. Nefna vísindamenn þetta erfðauppeldi. Við getnað hlýtur barn helming erfðaefnis föður og helming erfðaefnis móður. Í rannsókn, sem Íslensk erfðagreining birti í dag í tímaritinu Science, var leitað svara við því hvort erfðabreytingar í þeim helming erfðaefnis foreldranna, sem ekki fer til barns, hafi áhrif á örlög þess. Niðurstaðan er sú að erfðabreytingar foreldra sem ekki skila sér til barns hafa áhrif, ekki síst á menntun barnsins. „Við fundum aðferð til þess að meta og mæla áhrif þess umhverfis sem foreldrarnir eru á örlög barnanna. Það sem við skoðuðum fyrst og fremst var menntun sem börnin fá. Við sýndum fram á að sá hluti erfðamengis foreldra sem fer ekki yfir til barnanna hefur áhrif á hversu mikla menntun börnin fá sem er um það bil 30 prósent af þeim áhrifum sem aftur hinn helmingurinn, sem fer til barnanna, leggur af mörkum,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Í rannsókninni var notað erfðaefni þúsunda Íslendinga sem fæddust milli 1940 og 1983. Börn eru svo háð foreldrum sínum að umhverfi uppvaxtarins hefur mikil áhrif á þau og það mótast einmitt af erfðaefni foreldranna. Vísindamenn nefna þetta erfðauppeldi. „Við fæðumst með ákveðna tilhneigingu, við fæðumst með ákveðna getu en gáfur okkar eru ekki bara afleiðing af erfðum heldur líka því umhverfi sem foreldrarnir veita. Sem þýðir að við erum ekki mótuð heldur erum við mótanleg. Það er gaman að vita til þess að þú getur haft áhrif á alls konar eiginleika barna þinna með því að ala þau upp vel, hlúa vel að þeim og veita þeim það umhverfi sem þau eiga skilið,“ segir Kári.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hljóp á sig Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira