Jóhann Berg Guðmundsson spilaði allan leikinn þegar Burnley tapaði fyrir Crystal Palace á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag, 1-0.
Bakary Sako skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu eftir sendingu Christian Benteke. Sako átti þó heilmikið verk óunnið þegar hann fékk boltann og skoraði úr þröngu færi.
Palace komst nálægt því að skora öðru sinni snemma í síðari hálfleik en Ben Mee náði að bjarga á marklínu.
Burnley hefur nú tapað tveimur leikjum í röð og spilað sex deildarleiki í röð án þess að vinna. Síðasti sigurleikur liðsins kom gegn Stoke þann 12. desember.
Burnley er í sjöunda sæti ensku deildarinnar með 34 stig en liðið hefur aðeins fengið þrjú af síðustu átján mögulegum.
Crystal Palace, undir stjórn Roy Hodgson, vann hins vegar sinn annan sigur í röð og er í tólfta sæti með 25 stig.
Bið Burnley lengist enn
