Loksins hipp og kúl að ganga á skíðum 16. janúar 2018 10:00 Óskari finnst útiveran einn stærsti kosturinn við að ganga á skíðuum. MYND/ANTON BRINK Óskar Jakobsson gengur á skíðum og hleypur maraþon. Hann kennir byrjendum grunnatriði í skíðagöngu og segir íþróttina njóta sífellt meiri vinsælda. Skíðakappinn, maraþonhlauparinn og prentarinn Óskar Jakobsson hefur lagt stund á íþróttir frá unga aldri. Hann fór fyrst á gönguskíði þegar hann var sex ára gamall og eftir það varð ekki aftur snúið. Fyrir rúmum áratug tók Óskar áskorun um að taka þátt í Vasagöngunni í Svíþjóð og hóf að hlaupa langar vegalengdir til að undirbúa sig sem best. Í dag hefur hann tekið þátt í 14 maraþonhlaupum og er hvergi nærri hættur.Skíðaganga reynir á allan líkamann, eykur úthald, þol og styrk. MYND/ANTON BRINKÞótti ekki töff „Ég kynntist skíðagöngu í gegnum æskuvin minn Sigurð Oddsson en faðir hans var mikill skíðagöngumaður. Svo fékk ég góðan þjálfara, Þröst Jóhannesson, og það varð ekki til að draga úr áhuganum. Um sjö ára aldurinn fór ég að keppa og tók þátt í flestum mótum á Ísafirði og auðvitað Andrésar Andar leikunum á Akureyri,“ segir Óskar Jakobsson um tildrög þess að hann batt á sig gönguskíðaskóna en hann er alinn upp í skíðaparadísinni Ísafirði. „Á þessum árum voru flestir á svigskíðum og það þótti ekki töff að vera á gönguskíðum. Undanfarin átta ár eða svo hefur íþróttin sannarlega sótt í sig veðrið þannig að núna, eftir fjörutíu ár, er ég loksins orðinn hipp og kúl,“ segir Óskar hlæjandi.Óskar og Auður taka fagnandi á móti öllum sem vilja læra á gönguskíði. Kennslan fer fram í Bláföllum og þar eru margar afbragðsgönguleiðir.Tilvalið fjölskyldusport Skíðaganga hefur marga góða kosti og er tilvalið fjölskyldusport, að sögn Óskars. „Þetta er holl hreyfing sem reynir alhliða á líkamann, auk þess að auka þol, úthald og styrk. Skíðaganga er miklu skemmtilegri en fólk á von á. Margir halda að þetta sé erfið og leiðinleg íþrótt en komast síðan að því að svo er ekki. Mér finnst útiveran einn stærsti kosturinn og maður fær mikla útrás á skíðunum.“ Óskar stundar íþróttina af miklu kappi þótt hann sé hættur að keppa. Hann stendur fyrir námskeiðum fyrir byrjendur á gönguskíðum í samvinnu við Auði Ebenezersdóttur sem einnig er frá Ísafirði og margfaldur Íslandsmeistari í greininni. „Við tökum fagnandi á móti öllum sem vilja læra á gönguskíði. Kennslan fer fram í Bláföllum og þar eru margar afbragðsgönguleiðir. Í byrjun mars ætlum við að skipta um umhverfi, taka frí frá hversdagsamstrinu og halda til Tékklands þar sem við verðum með vikulangt skíðagöngunámskeið,“ upplýsir Óskar.Óskar fór að stunda langhlaup til að undirbúa sig fyrir Vasagönguna í Svíþjóð. MYND/ANTON BRINKMaraþon í jakkafötum Þrátt fyrir miklar annir gefur Óskar sér líka tíma fyrir langhlaup en hann hefur tekið þátt í 14 maraþonhlaupum víða um heim og þjálfað hlaupahóp Fjölnis. „Í fyrrasumar tók ég þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem var eftirminnilegt. Pétur Ívarsson, verslunarstjóra í Boss og einn hlaupafélaga minn, langaði að hlaupa í þágu góðs málefnis og úr varð að við vorum nokkrir saman í hóp sem hlupum í Boss-jakkafötum og söfnuðum fyrir Einstök börn. Það var gaman að taka þátt og láta um leið gott af sér leiða,“ segir Óskar sem er þegar farinn að undarbúa sig fyrir næsta hlaup. Senda má póst á skidagongunamskeid@gmail.com og fá nánari upplýsingar um skíðanámskeiðið. Einnig má hafa samband í gegnum Facebook: https://www.facebook.com/groups/1000704526658116/ Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
Óskar Jakobsson gengur á skíðum og hleypur maraþon. Hann kennir byrjendum grunnatriði í skíðagöngu og segir íþróttina njóta sífellt meiri vinsælda. Skíðakappinn, maraþonhlauparinn og prentarinn Óskar Jakobsson hefur lagt stund á íþróttir frá unga aldri. Hann fór fyrst á gönguskíði þegar hann var sex ára gamall og eftir það varð ekki aftur snúið. Fyrir rúmum áratug tók Óskar áskorun um að taka þátt í Vasagöngunni í Svíþjóð og hóf að hlaupa langar vegalengdir til að undirbúa sig sem best. Í dag hefur hann tekið þátt í 14 maraþonhlaupum og er hvergi nærri hættur.Skíðaganga reynir á allan líkamann, eykur úthald, þol og styrk. MYND/ANTON BRINKÞótti ekki töff „Ég kynntist skíðagöngu í gegnum æskuvin minn Sigurð Oddsson en faðir hans var mikill skíðagöngumaður. Svo fékk ég góðan þjálfara, Þröst Jóhannesson, og það varð ekki til að draga úr áhuganum. Um sjö ára aldurinn fór ég að keppa og tók þátt í flestum mótum á Ísafirði og auðvitað Andrésar Andar leikunum á Akureyri,“ segir Óskar Jakobsson um tildrög þess að hann batt á sig gönguskíðaskóna en hann er alinn upp í skíðaparadísinni Ísafirði. „Á þessum árum voru flestir á svigskíðum og það þótti ekki töff að vera á gönguskíðum. Undanfarin átta ár eða svo hefur íþróttin sannarlega sótt í sig veðrið þannig að núna, eftir fjörutíu ár, er ég loksins orðinn hipp og kúl,“ segir Óskar hlæjandi.Óskar og Auður taka fagnandi á móti öllum sem vilja læra á gönguskíði. Kennslan fer fram í Bláföllum og þar eru margar afbragðsgönguleiðir.Tilvalið fjölskyldusport Skíðaganga hefur marga góða kosti og er tilvalið fjölskyldusport, að sögn Óskars. „Þetta er holl hreyfing sem reynir alhliða á líkamann, auk þess að auka þol, úthald og styrk. Skíðaganga er miklu skemmtilegri en fólk á von á. Margir halda að þetta sé erfið og leiðinleg íþrótt en komast síðan að því að svo er ekki. Mér finnst útiveran einn stærsti kosturinn og maður fær mikla útrás á skíðunum.“ Óskar stundar íþróttina af miklu kappi þótt hann sé hættur að keppa. Hann stendur fyrir námskeiðum fyrir byrjendur á gönguskíðum í samvinnu við Auði Ebenezersdóttur sem einnig er frá Ísafirði og margfaldur Íslandsmeistari í greininni. „Við tökum fagnandi á móti öllum sem vilja læra á gönguskíði. Kennslan fer fram í Bláföllum og þar eru margar afbragðsgönguleiðir. Í byrjun mars ætlum við að skipta um umhverfi, taka frí frá hversdagsamstrinu og halda til Tékklands þar sem við verðum með vikulangt skíðagöngunámskeið,“ upplýsir Óskar.Óskar fór að stunda langhlaup til að undirbúa sig fyrir Vasagönguna í Svíþjóð. MYND/ANTON BRINKMaraþon í jakkafötum Þrátt fyrir miklar annir gefur Óskar sér líka tíma fyrir langhlaup en hann hefur tekið þátt í 14 maraþonhlaupum víða um heim og þjálfað hlaupahóp Fjölnis. „Í fyrrasumar tók ég þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem var eftirminnilegt. Pétur Ívarsson, verslunarstjóra í Boss og einn hlaupafélaga minn, langaði að hlaupa í þágu góðs málefnis og úr varð að við vorum nokkrir saman í hóp sem hlupum í Boss-jakkafötum og söfnuðum fyrir Einstök börn. Það var gaman að taka þátt og láta um leið gott af sér leiða,“ segir Óskar sem er þegar farinn að undarbúa sig fyrir næsta hlaup. Senda má póst á skidagongunamskeid@gmail.com og fá nánari upplýsingar um skíðanámskeiðið. Einnig má hafa samband í gegnum Facebook: https://www.facebook.com/groups/1000704526658116/
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira