Útflutningur á ufsa dregist saman vegna þess hversu ljót flökin eru Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 18. janúar 2018 21:00 Útflutningur á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Talið er að ástæðuna sé meðal annars að rekja til þess hve ljót flök fisksins eru fyrir eldun. Nemendur við Háskólann í Reykjavík leita nú leiða til að auka vægi ufsans á Bandaríkjamarkaði. Hnakkaþon er verkefni á vegum Háskólans í Reykjavík, en þar keppa lið nemenda í samvinnu við ýmsa aðila úr atvinnulífinu og leysa vandamál er snúa að sölu og markaðssetningu íslenskra sjávarafurða. Í keppninni í ár, sem sett var í dag, ætla nemendur að beina sjónum sínum að ufsa, en um síðustu aldamót seldu Íslendingar hátt í þrjú þúsund tonn af slíkum fisk til Bandaríkjanna. Útflutningurinn hefur hins vegar minnkað stöðugt og árið 2016 var talan nokkuð undir 500 tonnum. Forsvarsmenn verkefnisins segja ástæðuna m.a. mega rekja eins konar ímyndarvanda sem kemur til af útliti fisksins og veldur því að neytendur velja hann síður. „Ufsinn svona roðflettur lítur ekki vel út áður en hann er eldaður. Þá er pínu svona brún slikja á honum, en þegar hann er eldaður verður hann hvítur og fallegur. Þetta er mjög góður matfiskur og stendur öðrum „æðri“ fiskum jafnfætis getum við sagt,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri tengsla hjá HR.Keppendur hafa um þrjá daga til að kynna heildstæða lausn um hvernig selja megi meira af ufsa Vestanhafs, sérstaklega til hótel- og veitingahúsakeðja. Liðin eru skipuð nemendum úr öllum greinum við skólann. „Nemendur læra mjög mikið af því að vinna raunveruleg verkefni með fyrirtækjum úti í atvinnulífinu. Þetta gerir þá að miklu betri starfskröftum þegar þeir koma héðan og út á vinnumarkaðinn.“Þátttakendur koma víða að, en þeirra á meðal er Sergei Nengali Kumakamba skiptinemi frá Kongó. Hann segir að þó sjávarútvegur sé þar lítill af landfræðilegum ástæðum eigi þjóðin gríðarmikil ónýtt tækifæri í fiskveiðum. Hann vonast því til að geta nýtt sér íslenska þekkingu og miðlað í heimalandinu. „Í Kongó eru alls konar auðlindir. Þar eru fjölmörg stöðuvötn og ár og landið liggur að sjó en fiskiðnaðurinn er mjög vanþróaður. Það er leitt til þess að vita að þótt möguleikarnir séu miklir er mest af þeim fiski sem við neytum í Kongó innfluttur.“ Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Útflutningur á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Talið er að ástæðuna sé meðal annars að rekja til þess hve ljót flök fisksins eru fyrir eldun. Nemendur við Háskólann í Reykjavík leita nú leiða til að auka vægi ufsans á Bandaríkjamarkaði. Hnakkaþon er verkefni á vegum Háskólans í Reykjavík, en þar keppa lið nemenda í samvinnu við ýmsa aðila úr atvinnulífinu og leysa vandamál er snúa að sölu og markaðssetningu íslenskra sjávarafurða. Í keppninni í ár, sem sett var í dag, ætla nemendur að beina sjónum sínum að ufsa, en um síðustu aldamót seldu Íslendingar hátt í þrjú þúsund tonn af slíkum fisk til Bandaríkjanna. Útflutningurinn hefur hins vegar minnkað stöðugt og árið 2016 var talan nokkuð undir 500 tonnum. Forsvarsmenn verkefnisins segja ástæðuna m.a. mega rekja eins konar ímyndarvanda sem kemur til af útliti fisksins og veldur því að neytendur velja hann síður. „Ufsinn svona roðflettur lítur ekki vel út áður en hann er eldaður. Þá er pínu svona brún slikja á honum, en þegar hann er eldaður verður hann hvítur og fallegur. Þetta er mjög góður matfiskur og stendur öðrum „æðri“ fiskum jafnfætis getum við sagt,“ segir Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri tengsla hjá HR.Keppendur hafa um þrjá daga til að kynna heildstæða lausn um hvernig selja megi meira af ufsa Vestanhafs, sérstaklega til hótel- og veitingahúsakeðja. Liðin eru skipuð nemendum úr öllum greinum við skólann. „Nemendur læra mjög mikið af því að vinna raunveruleg verkefni með fyrirtækjum úti í atvinnulífinu. Þetta gerir þá að miklu betri starfskröftum þegar þeir koma héðan og út á vinnumarkaðinn.“Þátttakendur koma víða að, en þeirra á meðal er Sergei Nengali Kumakamba skiptinemi frá Kongó. Hann segir að þó sjávarútvegur sé þar lítill af landfræðilegum ástæðum eigi þjóðin gríðarmikil ónýtt tækifæri í fiskveiðum. Hann vonast því til að geta nýtt sér íslenska þekkingu og miðlað í heimalandinu. „Í Kongó eru alls konar auðlindir. Þar eru fjölmörg stöðuvötn og ár og landið liggur að sjó en fiskiðnaðurinn er mjög vanþróaður. Það er leitt til þess að vita að þótt möguleikarnir séu miklir er mest af þeim fiski sem við neytum í Kongó innfluttur.“
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira