Gluggaþvottur í Hörpu alls ekki fyrir lofthrædda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2018 21:00 Það er svo sannarlega ekki fyrir lofthrædda að annast gluggaþvott í tónlistarhúsinu Hörpu en byggingin er ekki síður þekkt fyrir sinn föngulega glerhjúp. Hjúpurinn samanstendur af fleiri þúsund rúðum sem þrífa þarf reglulega og er heilmikið verk. Glerhjúpurinn er um 12.000 fermetrar og samanstendur af hvorki meira né minna en 9.300 rúðum. Hann er hannaður af listamanninum Ólafi Elíassyni líkt og þekkt er en það eru verktakar sem annast regluleg þrif hjúpsins. „Þeir eru teknir einu sinni á ári að innan og utan og síðan höfum við farið, reyndar ekki nema einu sinni og þrifið inni í hjúpnum sjálfum. Það mæðir minna á þar,“ segir Sigurbjörn Sævarsson, starfsmaður hjá Sigmönnum ehf., sem annast gluggaþvottinn í Hörpu. Þegar hjúpurinn er þrifinn að innan hífa gluggaþvottamennirnir hvern annan upp í rjáfur Hörpunnar og þaðan síga þeir hægt og rólega niður, hlaðnir búnaði og pússa glerið, rúðu fyrir rúðu. Það getur tekið sinn tíma. Þegar hjúpurinn er þrifinn að utanverðu er yfirleitt notast við körfubíla en vandast svo málið þegar kemur að þeim hluta er snýr til sjávar. „Annað hérna næst bara úr körfubílnum og þá er því bara sinnt þannig. Þannig að við fáum að síga og svo er bara slembilukka hvort við lendum í sjónum eða hittum á bátinn sem bíður okkar,” segir Sigurbjörn. Hann segir ljóst að verkið sé ekki fyrir lofthrædda. „Það er allt í lagi smá lofthræðsla, það heldur manni á tánum að vera öruggur en það má ekki vera neitt meira en það.“ Sigurbjörn segir verkið í senn krefjandi og skemmtilegt. Þegar sólin getur það reynst erfitt við gluggaþvottinn en þá er aðeins eitt til ráða. „Stundum þarf maður að hafa sólgleraugu, þó maður sé inni ef það er of bjart.” Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Það er svo sannarlega ekki fyrir lofthrædda að annast gluggaþvott í tónlistarhúsinu Hörpu en byggingin er ekki síður þekkt fyrir sinn föngulega glerhjúp. Hjúpurinn samanstendur af fleiri þúsund rúðum sem þrífa þarf reglulega og er heilmikið verk. Glerhjúpurinn er um 12.000 fermetrar og samanstendur af hvorki meira né minna en 9.300 rúðum. Hann er hannaður af listamanninum Ólafi Elíassyni líkt og þekkt er en það eru verktakar sem annast regluleg þrif hjúpsins. „Þeir eru teknir einu sinni á ári að innan og utan og síðan höfum við farið, reyndar ekki nema einu sinni og þrifið inni í hjúpnum sjálfum. Það mæðir minna á þar,“ segir Sigurbjörn Sævarsson, starfsmaður hjá Sigmönnum ehf., sem annast gluggaþvottinn í Hörpu. Þegar hjúpurinn er þrifinn að innan hífa gluggaþvottamennirnir hvern annan upp í rjáfur Hörpunnar og þaðan síga þeir hægt og rólega niður, hlaðnir búnaði og pússa glerið, rúðu fyrir rúðu. Það getur tekið sinn tíma. Þegar hjúpurinn er þrifinn að utanverðu er yfirleitt notast við körfubíla en vandast svo málið þegar kemur að þeim hluta er snýr til sjávar. „Annað hérna næst bara úr körfubílnum og þá er því bara sinnt þannig. Þannig að við fáum að síga og svo er bara slembilukka hvort við lendum í sjónum eða hittum á bátinn sem bíður okkar,” segir Sigurbjörn. Hann segir ljóst að verkið sé ekki fyrir lofthrædda. „Það er allt í lagi smá lofthræðsla, það heldur manni á tánum að vera öruggur en það má ekki vera neitt meira en það.“ Sigurbjörn segir verkið í senn krefjandi og skemmtilegt. Þegar sólin getur það reynst erfitt við gluggaþvottinn en þá er aðeins eitt til ráða. „Stundum þarf maður að hafa sólgleraugu, þó maður sé inni ef það er of bjart.”
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira