Lífið

Frank Lampard skýtur á Eið Smára

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eiður er virkilega skemmtilegur á samfélagsmiðlum.
Eiður er virkilega skemmtilegur á samfélagsmiðlum.
Eiður Smári Guðjohnsen birtir skemmtilega mynd á Instagram-reikningi sínum og óskar hann þar fylgjendum sínum gleðilegs nýs árs.

„Eini tími ársins þar sem þetta er leyfilegt,“ segir Eiður með myndinni en á henni er hann að reykja vindil.

Eiður Smári lék lengi með enska knattspyrnuliðinu Chelsea og varð enskur meistari með liðinu. Frank Lampard var liðsfélagi Eiðs hjá Chelsea og skýtur Lampard á Íslendinginn í athugasemd á Instagram.

Þar skrifar hann: „Eini tími ársins...“ og lætur fylgja með tvo mjög hugsandi emoji karla.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×