Freyr: Ætlum að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. janúar 2018 15:15 Freyr Alexandersson vísir/ernir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei áður spilað landsleik í janúar, en þegar tækifæri bauðst til þess að spila við sterkt lið Norðmanna og æfa í flottri aðstöðu þeirra á Spáni þá gripu Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og KSÍ gæsina glóðvolga. „Við höfum nýtt janúargluggann síðustu tvö ár til æfinga, og það hefur reynst okkur vel. Núna gafst þetta tækifæri til að fara til La Manga þar sem norska sambandið er með aðsetur yfir vetrartímann og það er frábært tækifæri,“ sagði Freyr eftir blaðamannafund KSÍ þar sem landsliðshópurinn sem fer í þetta verkefni var tilkynntur. „Við verðum þar í fimm daga, æfum vel við topp aðstæður og fáum síðan leik við feikilega sterkt norskt lið.“ Tíu af 23 leikmönnum í hópnum væru gjaldgengar í U23 landslið, væri slíkt við lýði hjá KSÍ. Freyr vill nýta þennan glugga til þess að gefa þeim tækifæri. „Eitt af markmiðunum, bæði núna og þegar við förum til Portúgal [á Algarve mótið] er að ýta við yngri leikmönnum og hjálpa þeim að verða betri eins fljótt og kostur er á.“ „Við fáum ekki mörg tækifæri til þess, þetta er tækifærið. Að einhverju leyti þá horfum við ekki til úrslita í þessum leikjum heldur verðum við að horfa til framtíðar og leyfa þessum leikmönnum að þroskast.“ „Á sama tíma þá verðum við að halda áfram að þroska leikstíl liðsins. Við þurfum að vera undirbúin undir það að missa leikmenn, eins og við lendum í núna [Dagný Brynjarsdóttir mun ekki spila með liðinu að minnsta kosti út sumarið þar sem hún er barnshafandi], svo við horfum á þetta með þessi tvö markmið að leiðarljósi: að halda áfram að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri.“ Þrír nýliðar eru í hópi Freys að þessu sinni, hvað varð til þess að þessi 23 manna hópur var valinn? „Þetta eru þeir leikmenn af þessum ungu sem ég vildi fá að skoða á þessum tímapunkti í bland við okkar sterkustu leikmenn sem eru þarna allir. Svo erum við með reynslumeiri leikmenn fyrir utan hópinn, eins og Hörpu og Hólmfríði, og það er óljóst hvað verður um þeirra feril. Við gefum þeim bara tíma til þess að vinna úr því og ekki tímabært til þess að velja þær í landsliðið á þessum tímapunkti,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari. Fótbolti Tengdar fréttir Þrír nýliðar í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. 4. janúar 2018 13:22 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei áður spilað landsleik í janúar, en þegar tækifæri bauðst til þess að spila við sterkt lið Norðmanna og æfa í flottri aðstöðu þeirra á Spáni þá gripu Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og KSÍ gæsina glóðvolga. „Við höfum nýtt janúargluggann síðustu tvö ár til æfinga, og það hefur reynst okkur vel. Núna gafst þetta tækifæri til að fara til La Manga þar sem norska sambandið er með aðsetur yfir vetrartímann og það er frábært tækifæri,“ sagði Freyr eftir blaðamannafund KSÍ þar sem landsliðshópurinn sem fer í þetta verkefni var tilkynntur. „Við verðum þar í fimm daga, æfum vel við topp aðstæður og fáum síðan leik við feikilega sterkt norskt lið.“ Tíu af 23 leikmönnum í hópnum væru gjaldgengar í U23 landslið, væri slíkt við lýði hjá KSÍ. Freyr vill nýta þennan glugga til þess að gefa þeim tækifæri. „Eitt af markmiðunum, bæði núna og þegar við förum til Portúgal [á Algarve mótið] er að ýta við yngri leikmönnum og hjálpa þeim að verða betri eins fljótt og kostur er á.“ „Við fáum ekki mörg tækifæri til þess, þetta er tækifærið. Að einhverju leyti þá horfum við ekki til úrslita í þessum leikjum heldur verðum við að horfa til framtíðar og leyfa þessum leikmönnum að þroskast.“ „Á sama tíma þá verðum við að halda áfram að þroska leikstíl liðsins. Við þurfum að vera undirbúin undir það að missa leikmenn, eins og við lendum í núna [Dagný Brynjarsdóttir mun ekki spila með liðinu að minnsta kosti út sumarið þar sem hún er barnshafandi], svo við horfum á þetta með þessi tvö markmið að leiðarljósi: að halda áfram að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri.“ Þrír nýliðar eru í hópi Freys að þessu sinni, hvað varð til þess að þessi 23 manna hópur var valinn? „Þetta eru þeir leikmenn af þessum ungu sem ég vildi fá að skoða á þessum tímapunkti í bland við okkar sterkustu leikmenn sem eru þarna allir. Svo erum við með reynslumeiri leikmenn fyrir utan hópinn, eins og Hörpu og Hólmfríði, og það er óljóst hvað verður um þeirra feril. Við gefum þeim bara tíma til þess að vinna úr því og ekki tímabært til þess að velja þær í landsliðið á þessum tímapunkti,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari.
Fótbolti Tengdar fréttir Þrír nýliðar í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. 4. janúar 2018 13:22 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Þrír nýliðar í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. 4. janúar 2018 13:22