Freyr: Ætlum að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. janúar 2018 15:15 Freyr Alexandersson vísir/ernir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei áður spilað landsleik í janúar, en þegar tækifæri bauðst til þess að spila við sterkt lið Norðmanna og æfa í flottri aðstöðu þeirra á Spáni þá gripu Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og KSÍ gæsina glóðvolga. „Við höfum nýtt janúargluggann síðustu tvö ár til æfinga, og það hefur reynst okkur vel. Núna gafst þetta tækifæri til að fara til La Manga þar sem norska sambandið er með aðsetur yfir vetrartímann og það er frábært tækifæri,“ sagði Freyr eftir blaðamannafund KSÍ þar sem landsliðshópurinn sem fer í þetta verkefni var tilkynntur. „Við verðum þar í fimm daga, æfum vel við topp aðstæður og fáum síðan leik við feikilega sterkt norskt lið.“ Tíu af 23 leikmönnum í hópnum væru gjaldgengar í U23 landslið, væri slíkt við lýði hjá KSÍ. Freyr vill nýta þennan glugga til þess að gefa þeim tækifæri. „Eitt af markmiðunum, bæði núna og þegar við förum til Portúgal [á Algarve mótið] er að ýta við yngri leikmönnum og hjálpa þeim að verða betri eins fljótt og kostur er á.“ „Við fáum ekki mörg tækifæri til þess, þetta er tækifærið. Að einhverju leyti þá horfum við ekki til úrslita í þessum leikjum heldur verðum við að horfa til framtíðar og leyfa þessum leikmönnum að þroskast.“ „Á sama tíma þá verðum við að halda áfram að þroska leikstíl liðsins. Við þurfum að vera undirbúin undir það að missa leikmenn, eins og við lendum í núna [Dagný Brynjarsdóttir mun ekki spila með liðinu að minnsta kosti út sumarið þar sem hún er barnshafandi], svo við horfum á þetta með þessi tvö markmið að leiðarljósi: að halda áfram að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri.“ Þrír nýliðar eru í hópi Freys að þessu sinni, hvað varð til þess að þessi 23 manna hópur var valinn? „Þetta eru þeir leikmenn af þessum ungu sem ég vildi fá að skoða á þessum tímapunkti í bland við okkar sterkustu leikmenn sem eru þarna allir. Svo erum við með reynslumeiri leikmenn fyrir utan hópinn, eins og Hörpu og Hólmfríði, og það er óljóst hvað verður um þeirra feril. Við gefum þeim bara tíma til þess að vinna úr því og ekki tímabært til þess að velja þær í landsliðið á þessum tímapunkti,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari. Fótbolti Tengdar fréttir Þrír nýliðar í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. 4. janúar 2018 13:22 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei áður spilað landsleik í janúar, en þegar tækifæri bauðst til þess að spila við sterkt lið Norðmanna og æfa í flottri aðstöðu þeirra á Spáni þá gripu Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari og KSÍ gæsina glóðvolga. „Við höfum nýtt janúargluggann síðustu tvö ár til æfinga, og það hefur reynst okkur vel. Núna gafst þetta tækifæri til að fara til La Manga þar sem norska sambandið er með aðsetur yfir vetrartímann og það er frábært tækifæri,“ sagði Freyr eftir blaðamannafund KSÍ þar sem landsliðshópurinn sem fer í þetta verkefni var tilkynntur. „Við verðum þar í fimm daga, æfum vel við topp aðstæður og fáum síðan leik við feikilega sterkt norskt lið.“ Tíu af 23 leikmönnum í hópnum væru gjaldgengar í U23 landslið, væri slíkt við lýði hjá KSÍ. Freyr vill nýta þennan glugga til þess að gefa þeim tækifæri. „Eitt af markmiðunum, bæði núna og þegar við förum til Portúgal [á Algarve mótið] er að ýta við yngri leikmönnum og hjálpa þeim að verða betri eins fljótt og kostur er á.“ „Við fáum ekki mörg tækifæri til þess, þetta er tækifærið. Að einhverju leyti þá horfum við ekki til úrslita í þessum leikjum heldur verðum við að horfa til framtíðar og leyfa þessum leikmönnum að þroskast.“ „Á sama tíma þá verðum við að halda áfram að þroska leikstíl liðsins. Við þurfum að vera undirbúin undir það að missa leikmenn, eins og við lendum í núna [Dagný Brynjarsdóttir mun ekki spila með liðinu að minnsta kosti út sumarið þar sem hún er barnshafandi], svo við horfum á þetta með þessi tvö markmið að leiðarljósi: að halda áfram að þroska leikfræðina og gefa ungum leikmönnum tækifæri.“ Þrír nýliðar eru í hópi Freys að þessu sinni, hvað varð til þess að þessi 23 manna hópur var valinn? „Þetta eru þeir leikmenn af þessum ungu sem ég vildi fá að skoða á þessum tímapunkti í bland við okkar sterkustu leikmenn sem eru þarna allir. Svo erum við með reynslumeiri leikmenn fyrir utan hópinn, eins og Hörpu og Hólmfríði, og það er óljóst hvað verður um þeirra feril. Við gefum þeim bara tíma til þess að vinna úr því og ekki tímabært til þess að velja þær í landsliðið á þessum tímapunkti,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari.
Fótbolti Tengdar fréttir Þrír nýliðar í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. 4. janúar 2018 13:22 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Þrír nýliðar í landsliðshópi Freys Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Noregi. 4. janúar 2018 13:22