Freydís fyrsta konan í tólf ár sem verður fánaberi Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 14:30 Freydís Halla Einarsdóttir ÍSÍ Freydís Halla Einarsdóttir verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXIII vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018 en þar með verður kona fánaberi Íslands á vetrarólympíuleikunum í fyrsta sinn í tólf ár. Karlmenn hafa borið íslenska fánann inn á síðustu tveimur vetrarólympíuleikum en Freydís Halla fer nú í fótspor Dagnýju Lindu Kristjánsdóttur sem var fánaberi á leikunum í Salt Lake City 2002 og í Torínó 2006. Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson var fánaberi Íslands í Sotsjí 2014 og alpagreinamaðurinn Björgvin Björgvinssonar var fánaberi Íslands á leikunum í Vancouver 2010. Þrjár aðrar konur hafa borið inn íslenska fánann á setningarhátið vetrarólympíuleikanna eða þær Theódóra Matthiesen (1998), Ásta Halldórsdóttir (1992 og 1994) og Nanna Leifsdóttir (1984). Freydís er 23 ára, fædd í Reykjavík þann 3. október 1994 og býr nú í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám við Plymouth State háskólann í New Hampshire. Hún keppir fyrir skíðadeild Ármanns í Reykjavík og fór fyrst á skíði þegar hún var fimm ára gömul. Freydís stóð sig mjög vel á árinu 2017. Hún sigraði eitt mót í stórsvigi í Gore Mountain í Bandaríkjunum. Hún náði sjötta sæti í svigi á móti í Burke Mountain í Bandaríkjunum, en það mót er hluti af Norður-Ameríku bikarnum. Þá varð hún fimmtán sinnum á tímabilinu í topp tíu á alþjóðlegum mótum erlendis og þar af fimm sinnum í einu af efstu þremur sætunum. Einnig endaði hún í ellefta sæti á bandaríska meistaramótinu í svigi sem var mjög sterkt. Hún varð í níunda sæti í undankeppni Heimsmeistaramótsins í St. Moritz í stórsvigi og fylgdi þeim árangri eftir með því að lenda í 47. sæti í aðalkeppninni. Hún varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari, í stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi síðasta ári og var valin skíðakona ársins. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var grátið aðeins“ Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Getur verið erfitt að kveðja: „Það var grátið aðeins“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira
Freydís Halla Einarsdóttir verður fánaberi Íslands á setningarhátíð XXIII vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018 en þar með verður kona fánaberi Íslands á vetrarólympíuleikunum í fyrsta sinn í tólf ár. Karlmenn hafa borið íslenska fánann inn á síðustu tveimur vetrarólympíuleikum en Freydís Halla fer nú í fótspor Dagnýju Lindu Kristjánsdóttur sem var fánaberi á leikunum í Salt Lake City 2002 og í Torínó 2006. Skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson var fánaberi Íslands í Sotsjí 2014 og alpagreinamaðurinn Björgvin Björgvinssonar var fánaberi Íslands á leikunum í Vancouver 2010. Þrjár aðrar konur hafa borið inn íslenska fánann á setningarhátið vetrarólympíuleikanna eða þær Theódóra Matthiesen (1998), Ásta Halldórsdóttir (1992 og 1994) og Nanna Leifsdóttir (1984). Freydís er 23 ára, fædd í Reykjavík þann 3. október 1994 og býr nú í Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám við Plymouth State háskólann í New Hampshire. Hún keppir fyrir skíðadeild Ármanns í Reykjavík og fór fyrst á skíði þegar hún var fimm ára gömul. Freydís stóð sig mjög vel á árinu 2017. Hún sigraði eitt mót í stórsvigi í Gore Mountain í Bandaríkjunum. Hún náði sjötta sæti í svigi á móti í Burke Mountain í Bandaríkjunum, en það mót er hluti af Norður-Ameríku bikarnum. Þá varð hún fimmtán sinnum á tímabilinu í topp tíu á alþjóðlegum mótum erlendis og þar af fimm sinnum í einu af efstu þremur sætunum. Einnig endaði hún í ellefta sæti á bandaríska meistaramótinu í svigi sem var mjög sterkt. Hún varð í níunda sæti í undankeppni Heimsmeistaramótsins í St. Moritz í stórsvigi og fylgdi þeim árangri eftir með því að lenda í 47. sæti í aðalkeppninni. Hún varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari, í stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi síðasta ári og var valin skíðakona ársins.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var grátið aðeins“ Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Getur verið erfitt að kveðja: „Það var grátið aðeins“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira