Gauti hefur fest tónleikaferðina á filmu og unnið upp úr efninu myndbandsdagbækur sem hafa verið birtar hér á Vísi.
Á þrettánda og síðasta degi tónleikaferðarinnar fór Gauti og fylgdarlið hans á Rif.
Þeir skelltu sér saman á kajak og gekk það ekki betur en svo að Emmsjé Gauti fór á hliðina eftir aðeins nokkrar sekúndur í vatninu. Lokatónleikarnir fóru vel eins og sjá má hér að neðan.
Hér að neðan má sjá nýtt myndband við lagið Eins og ég sem þeir skutu á ferð sinni um landið.