Gætu sleppt kosningu um úrsögn VR úr ASÍ Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. febrúar 2018 05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Stjórn VR skoðar hvort rétt sé að láta reyna á að félagið gangi úr Alþýðusambandi Íslands án þess að bera það undir félagsmenn VR í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við Fréttablaðið. Hann býst við því að látið yrði reyna á málið fyrir félagsdómi. Ragnar segir að VR sé aðili að ASÍ í gegnum aðild að Landssambandi verslunarmanna. „Það eina sem við þurfum að gera er að segja okkur úr Landssambandinu og þá segjum við okkur sjálfkrafa úr ASÍ. Stjórnin getur ákveðið þá úrsögn.“ Hann segir þó að lög ASÍ geri ráð fyrir að aðildarfélög þurfi að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu til að segja sig úr sambandinu. „Þarna er ágreiningsmál og við erum að hugsa um að láta reyna á það fyrir félagsdómi,“ segir Ragnar. Málið verði skoðað á trúnaðarráðsfundi sem verði líklega í mars eða apríl. Ragnar segir að VR greiði Landssambandi verslunarmanna og ASÍ um 150 milljónir á ári. „Ég sé enga ástæðu til að vera að borga nánast helminginn af rekstrarfé Alþýðusambandsins og halda því uppi þegar mér finnst það vera að vinna á móti hagsmunum launafólks. Þá spyrjum við okkur hvað getum við fengið fyrir þessar 150 milljónir. Getum við ráðið inn auka lögfræðinga og farið í meiri neytendavernd og eflt okkar þjónustu og okkar sjóði?“ Ragnar segir þó þessa leið, að fara með málið fyrir félagsdóm, einungis vera til skoðunar. „Ég er sannfærður um það að ef við förum í atkvæðagreiðslu, þá vinnum við þá atkvæðagreiðslu,“ segir Ragnar. Ef málið færi í allsherjaratkvæðagreiðslu yrði hún haldin á þessu ári. Ítarlegar verður fjallað um málefni verkalýðsfélaganna í helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Stjórn VR skoðar hvort rétt sé að láta reyna á að félagið gangi úr Alþýðusambandi Íslands án þess að bera það undir félagsmenn VR í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við Fréttablaðið. Hann býst við því að látið yrði reyna á málið fyrir félagsdómi. Ragnar segir að VR sé aðili að ASÍ í gegnum aðild að Landssambandi verslunarmanna. „Það eina sem við þurfum að gera er að segja okkur úr Landssambandinu og þá segjum við okkur sjálfkrafa úr ASÍ. Stjórnin getur ákveðið þá úrsögn.“ Hann segir þó að lög ASÍ geri ráð fyrir að aðildarfélög þurfi að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu til að segja sig úr sambandinu. „Þarna er ágreiningsmál og við erum að hugsa um að láta reyna á það fyrir félagsdómi,“ segir Ragnar. Málið verði skoðað á trúnaðarráðsfundi sem verði líklega í mars eða apríl. Ragnar segir að VR greiði Landssambandi verslunarmanna og ASÍ um 150 milljónir á ári. „Ég sé enga ástæðu til að vera að borga nánast helminginn af rekstrarfé Alþýðusambandsins og halda því uppi þegar mér finnst það vera að vinna á móti hagsmunum launafólks. Þá spyrjum við okkur hvað getum við fengið fyrir þessar 150 milljónir. Getum við ráðið inn auka lögfræðinga og farið í meiri neytendavernd og eflt okkar þjónustu og okkar sjóði?“ Ragnar segir þó þessa leið, að fara með málið fyrir félagsdóm, einungis vera til skoðunar. „Ég er sannfærður um það að ef við förum í atkvæðagreiðslu, þá vinnum við þá atkvæðagreiðslu,“ segir Ragnar. Ef málið færi í allsherjaratkvæðagreiðslu yrði hún haldin á þessu ári. Ítarlegar verður fjallað um málefni verkalýðsfélaganna í helgarblaði Fréttablaðsins á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira