Rannsóknir sýni sama sorgarferli við erfiðan skilnað og dauðsfall Stefán Árni Pálsson skrifar 29. maí 2018 11:15 Kristborg Bóel ræddi við Sindra Sindrason á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristborg Bóel Steindórsdóttir er 42 ára fjögurra barna móðir. Hún er kennari að mennt, þó hún hafi aldrei unnið sem kennari og starfar sem blaðamaður á Reyðarfirði. Kristborg gaf út bókina 261 dagur á dögunum en hún ræddi við Sindra Sindrason í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég flutti með fjölskylduna og skildi. Fór í annað samband og skildi, og út frá því fór ég að skrifa. Það eru kannski tvö og hálft ár síðan,“ segir Kristborg. „Á deginum sem þessi ákvörðun var tekin, að ganga í gegnum sambandslit aftur þá fór ég einnig í fóstureyðingu. Svo þetta var mjög mikið drama. Það hefur verið mín leið í gegnum tíðina að skrifa mig í gegnum hlutina.“ Eftir þrjá til fjóra mánuði sá Kristborg að hún væri með eitthvað meira í höndunum en dagbók. Mögulega bók um skilnað sem hún lét verða að veruleika. Kristborg hefur verið gagnrýnd fyrir ákveðna hluti sem koma fram í bókinni.Kristborg með börnunum.„Ég hef sagt bæði í bókinni og í viðtölum að samfélagið standi með þér þegar þú missir maka en ekki þegar þú skilur. Það er bara svolítið satt. Þegar þú missir maka í gröfina þá stendur samfélagið með þér. Þá fer fram formleg kveðjuathöfn, þú ert með fólkið þitt áfram og þú ert studdur inn í þetta sorgarferli. Þú hefur tengdafjölskylduna áfram, börnin þín hjá þér og situr í óskiptu búi. Ég er bara að tala út frá persónunni sjálfri og ætla ekki að fara út í það hvað það er hræðilegt fyrir börn að missa hitt foreldrið sitt.“ Kristborg segir að það kannist margir við að missa helming vinahópsins þegar skilnaðurinn banki upp á. Kristborg hefur verið gangrýnd fyrir að bera saman skilnað og fráfall maka. „Þetta hefur verið gagnrýnt og ég hef fullan skilning á því. Það er auðvitað ekkert hægt að keppa í sorg. Sorgarferlið er eins mismunandi hjá fólki eins og það er margt. Það liggur íslensk rannsókn að baki hjá henni Guðnýju Hallgrímsdóttur um þetta mál einmitt. Þetta er nákvæmlega sama sorgarferli sem fer í gang við erfiðan skilnað og dauðsfall. Það er ekki ætlun mín að særa neinn með þessari umræðu.“Hér að neðan má sjá viðtali við Kristborgu í heild sinni. Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira
Kristborg Bóel Steindórsdóttir er 42 ára fjögurra barna móðir. Hún er kennari að mennt, þó hún hafi aldrei unnið sem kennari og starfar sem blaðamaður á Reyðarfirði. Kristborg gaf út bókina 261 dagur á dögunum en hún ræddi við Sindra Sindrason í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég flutti með fjölskylduna og skildi. Fór í annað samband og skildi, og út frá því fór ég að skrifa. Það eru kannski tvö og hálft ár síðan,“ segir Kristborg. „Á deginum sem þessi ákvörðun var tekin, að ganga í gegnum sambandslit aftur þá fór ég einnig í fóstureyðingu. Svo þetta var mjög mikið drama. Það hefur verið mín leið í gegnum tíðina að skrifa mig í gegnum hlutina.“ Eftir þrjá til fjóra mánuði sá Kristborg að hún væri með eitthvað meira í höndunum en dagbók. Mögulega bók um skilnað sem hún lét verða að veruleika. Kristborg hefur verið gagnrýnd fyrir ákveðna hluti sem koma fram í bókinni.Kristborg með börnunum.„Ég hef sagt bæði í bókinni og í viðtölum að samfélagið standi með þér þegar þú missir maka en ekki þegar þú skilur. Það er bara svolítið satt. Þegar þú missir maka í gröfina þá stendur samfélagið með þér. Þá fer fram formleg kveðjuathöfn, þú ert með fólkið þitt áfram og þú ert studdur inn í þetta sorgarferli. Þú hefur tengdafjölskylduna áfram, börnin þín hjá þér og situr í óskiptu búi. Ég er bara að tala út frá persónunni sjálfri og ætla ekki að fara út í það hvað það er hræðilegt fyrir börn að missa hitt foreldrið sitt.“ Kristborg segir að það kannist margir við að missa helming vinahópsins þegar skilnaðurinn banki upp á. Kristborg hefur verið gangrýnd fyrir að bera saman skilnað og fráfall maka. „Þetta hefur verið gagnrýnt og ég hef fullan skilning á því. Það er auðvitað ekkert hægt að keppa í sorg. Sorgarferlið er eins mismunandi hjá fólki eins og það er margt. Það liggur íslensk rannsókn að baki hjá henni Guðnýju Hallgrímsdóttur um þetta mál einmitt. Þetta er nákvæmlega sama sorgarferli sem fer í gang við erfiðan skilnað og dauðsfall. Það er ekki ætlun mín að særa neinn með þessari umræðu.“Hér að neðan má sjá viðtali við Kristborgu í heild sinni.
Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Sjá meira