Strákarnir úr leik í Katar Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. október 2018 16:50 Valgarð á EM í sumar vísir/getty Íslensku karlkeppendurnir hafa lokið keppni á HM í áhaldafimleikum. Valgarð Reinhardsson náði bestum árangri íslensku strákanna. Valgarð komst fyrstur Íslendinga í úrslit á EM í sumar með frábærum árangri í stökki en hann náði ekki að fylgja því eftir í dag. Hann fékk 13,316 í einkunn fyrir stökkin sín sem skilaði honum í 12. sæti eftir fyrri dag undanúrslitanna í karlaflokki. Í fjölþrautinni var hann samtals með 69,198 stig á áhöldunum sex. „Það fór eiginlega bara allt úrskeiðis,“ sagði Valgarð í viðtali við Fimleikasamband Íslands eftir að hann lauk keppni. „Ég réð engan veginn við hitann sem er hérna og var bara ekki alveg tilbúinn fyrir þetta.“ Eyþór Baldursson fékk 66,031 í heildareinkunn. Hans besta áhald var bogahesturinn þar sem hann var í 59. sæti. „Það gekk ekkert almennilega upp. Við erum smá svekktir en svona er þetta sport og maður verður bara að halda áfram,“ sagði Eyþór að keppni lokinni. „Gólfið byrjaði illa hjá mér og síðan vorum við bara ekki að hitta á það sem við vildum hitta á.“ Jón Gunnarsson var að glíma við meiðsli í baki og keppti því aðeins á þremur áhöldum. Hann fékk 9,733 á bogahesti, 11,000 á svifrá og 12,700 á hringjunum sem voru jafnframt hans besta áhald. Þar lenti hann í 39. sæti „Gaman að hafa klárað þetta og engin föll hjá mér í dag. Hnökrar hér og þar en ekkert stórmál,“ sagði Jón. Þar sem Jón keppti ekki á öllum áhöldum telja stig íslensku strákanna ekki í liðakeppninni, þar eru þrjár bestu einkunnir liðsins á hverju áhaldi taldar saman. Kvennalið Íslands hefur leik á laugardag. Fimleikar Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Sjá meira
Íslensku karlkeppendurnir hafa lokið keppni á HM í áhaldafimleikum. Valgarð Reinhardsson náði bestum árangri íslensku strákanna. Valgarð komst fyrstur Íslendinga í úrslit á EM í sumar með frábærum árangri í stökki en hann náði ekki að fylgja því eftir í dag. Hann fékk 13,316 í einkunn fyrir stökkin sín sem skilaði honum í 12. sæti eftir fyrri dag undanúrslitanna í karlaflokki. Í fjölþrautinni var hann samtals með 69,198 stig á áhöldunum sex. „Það fór eiginlega bara allt úrskeiðis,“ sagði Valgarð í viðtali við Fimleikasamband Íslands eftir að hann lauk keppni. „Ég réð engan veginn við hitann sem er hérna og var bara ekki alveg tilbúinn fyrir þetta.“ Eyþór Baldursson fékk 66,031 í heildareinkunn. Hans besta áhald var bogahesturinn þar sem hann var í 59. sæti. „Það gekk ekkert almennilega upp. Við erum smá svekktir en svona er þetta sport og maður verður bara að halda áfram,“ sagði Eyþór að keppni lokinni. „Gólfið byrjaði illa hjá mér og síðan vorum við bara ekki að hitta á það sem við vildum hitta á.“ Jón Gunnarsson var að glíma við meiðsli í baki og keppti því aðeins á þremur áhöldum. Hann fékk 9,733 á bogahesti, 11,000 á svifrá og 12,700 á hringjunum sem voru jafnframt hans besta áhald. Þar lenti hann í 39. sæti „Gaman að hafa klárað þetta og engin föll hjá mér í dag. Hnökrar hér og þar en ekkert stórmál,“ sagði Jón. Þar sem Jón keppti ekki á öllum áhöldum telja stig íslensku strákanna ekki í liðakeppninni, þar eru þrjár bestu einkunnir liðsins á hverju áhaldi taldar saman. Kvennalið Íslands hefur leik á laugardag.
Fimleikar Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Sjá meira