Eina klappstýran sem klappaði gæti verið í slæmum málum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 12:30 Klappstýrurnar frá Norður-Kóreu. Vísir/Getty Ung kona frá Norður-Kóreu missti einbeitinguna í smástund í stúkunni og sér mikið eftir því í dag enda væntanlega í slæmum málum í heimalandi sínu. Klappstýrusveitin frá Norður-Kóreu vakti talsverða athygli á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Samtaka eru þær og augljóstlega þrautþjálfaðar í því að hvetja sitt íþróttafólk allar sem ein. Þær eiga hinsvegar ekki að klappa fyrir öðrum keppendum frá öðrum löndum. Það varð samt eitt „slys“ og það náðist á myndband. Það sást líka þegar félagar hennar í klappliðinu gefa henni olnbogaskot til að fá hana til að hætta að klappa. Stór hluti umfjöllunnar norður-kóreskrar sjónvarpsstöðvar um keppni dagsins var það ein klappstýran frá Norður-Kóreu hafi klappað á vitlaustum tímapunkti eða þegar bandaríska skautaparið var kynnt til leiks. Myndbandið er hér fyrir neðan. Norður-kóresku klappstýrunni varð á að klappa fyrir bandaríska skautaparinu Alexa Knierim og Chris Knierim en þær voru mættar í höllinna til að styðja við bakið á Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik frá Norður Kóreu. Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik enduðu í 12. sæti eða þremur sætum ofar en bandaríska parið. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sagði frá því að norður-kóresku klappstýrurnar séu vaktaðar af mönnum allan sólarhringinn. Þær fá ekki einu sinni að fara einar á klósettið. Ástæðan er ótti við að þær flúi land.North Korea's cheerleading squad has been out in force at the Winter Olympics pic.twitter.com/ntVoAjPOp6 — The Telegraph (@Telegraph) February 11, 2018 Þær mega heldur ekki tala við hvern sem er og þurfa að fylgja mjög ströngum reglum. Það er nefnilega kkert grín að vera í klappstýrusveitinni frá Norður-Kóreu. New York Times fjallaði líka um klappstýrusveitina og sagði frá reynlu konu af svona sveit. Hún er 35 ára í dag en var í klappstýrusveit sem táningur. Sú segir að þessar stelpur hafi örugglega þurft að æfa í marga mánuði fyrir leikana. „Stelpurnar eru valdar út frá hæð, aldri og útliti en umfram allt þurfa þær að koma frá réttu fjölskyldununm,“ saðgi þessi ónefnda kona við blaðamann New York Times.A fascinating look at the culture behind North Korea's Olympic cheerleaders #letsgetcultured2018 https://t.co/3OEOwijXUi — Mary Montgomery (@ML_Montgomery91) February 21, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Ung kona frá Norður-Kóreu missti einbeitinguna í smástund í stúkunni og sér mikið eftir því í dag enda væntanlega í slæmum málum í heimalandi sínu. Klappstýrusveitin frá Norður-Kóreu vakti talsverða athygli á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Samtaka eru þær og augljóstlega þrautþjálfaðar í því að hvetja sitt íþróttafólk allar sem ein. Þær eiga hinsvegar ekki að klappa fyrir öðrum keppendum frá öðrum löndum. Það varð samt eitt „slys“ og það náðist á myndband. Það sást líka þegar félagar hennar í klappliðinu gefa henni olnbogaskot til að fá hana til að hætta að klappa. Stór hluti umfjöllunnar norður-kóreskrar sjónvarpsstöðvar um keppni dagsins var það ein klappstýran frá Norður-Kóreu hafi klappað á vitlaustum tímapunkti eða þegar bandaríska skautaparið var kynnt til leiks. Myndbandið er hér fyrir neðan. Norður-kóresku klappstýrunni varð á að klappa fyrir bandaríska skautaparinu Alexa Knierim og Chris Knierim en þær voru mættar í höllinna til að styðja við bakið á Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik frá Norður Kóreu. Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik enduðu í 12. sæti eða þremur sætum ofar en bandaríska parið. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sagði frá því að norður-kóresku klappstýrurnar séu vaktaðar af mönnum allan sólarhringinn. Þær fá ekki einu sinni að fara einar á klósettið. Ástæðan er ótti við að þær flúi land.North Korea's cheerleading squad has been out in force at the Winter Olympics pic.twitter.com/ntVoAjPOp6 — The Telegraph (@Telegraph) February 11, 2018 Þær mega heldur ekki tala við hvern sem er og þurfa að fylgja mjög ströngum reglum. Það er nefnilega kkert grín að vera í klappstýrusveitinni frá Norður-Kóreu. New York Times fjallaði líka um klappstýrusveitina og sagði frá reynlu konu af svona sveit. Hún er 35 ára í dag en var í klappstýrusveit sem táningur. Sú segir að þessar stelpur hafi örugglega þurft að æfa í marga mánuði fyrir leikana. „Stelpurnar eru valdar út frá hæð, aldri og útliti en umfram allt þurfa þær að koma frá réttu fjölskyldununm,“ saðgi þessi ónefnda kona við blaðamann New York Times.A fascinating look at the culture behind North Korea's Olympic cheerleaders #letsgetcultured2018 https://t.co/3OEOwijXUi — Mary Montgomery (@ML_Montgomery91) February 21, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira