Bjarni segist ekki missa svefn yfir skoðanakönnunum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2017 16:28 Forsætisráðherra hefur litlar áhyggjur af nýjustu skoðanakönnunum. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist „ekki missa svefn“ yfir nýjustu skoðanakönnunum sem sýna minnkandi stuðning við ríkisstjórnina. Um þrjár kannanir séu gerðar í hverjum mánuði og þær breytist stöðugt. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði á þingi í dag að lægra fylgi skýrist væntanlega af skýrslunum tveimur sem Bjarni lét vinna en gerði ekki opinberar fyrr en að kosningum loknum, en stjórnarandstaðan hefur sakað hann um að hafa leynt þeim til að hafa áhrif á úrslit kosninga. Logi vísaði í skoðanakönnun MMR frá því í gær þar sem ríkisstjórnin mælist með 34,9 prósenta fylgi. „Ef miðað er við könnun MMR frá því í gær hafa stjórnarflokkarnir misst um 30 prósent fylgi og stjórnin nýtur aðeins stuðnings þriðjungs kjósenda 40 dögum eftir að hún tók við. Í síðustu Gallup-könnun er veruleikinn svo enn svartari. Aðeins fjórðungur landsmanna styður ríkisstjórnina, mest tekjuháir karlmenn,“ sagði Logi í óundirbúnum fyrirspurnartíma, áður en hann spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af þessari þróun. Bjarni sagðist litlar áhyggjur hafa, enda séu um þrjár kannanir í mánuði. „Fyrir rétt tæpu ári voru Píratar með 40 prósent, nú er annar flokkur að mælast stærstur í sumum könnunum og enn aðrir flokkar í öðrum. Ég veit ekki hvort það gagnast þjóðfélagsumræðunni mikið að vera að velta fyrir sér skoðanakönnunum,“ sagði Bjarni. „Hæstvirtur þingmaður getur verið alveg rólegur yfir því að ég missi ekki svefn yfir því hvernig skoðanakannanir standa. Annað af þeim fyrirtækjum sem vísað er til mældi fylgi við minn flokk undir 22 prósentum þremur dögum fyrir kosningar en við enduðum í 29 prósent,“ sagði hann einnig. Tengdar fréttir Könnun MMR: Vinstri græn mælast enn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn Fylgi VG mælist 27 prósent líkt og í síðustu könnun. 20. febrúar 2017 13:33 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist „ekki missa svefn“ yfir nýjustu skoðanakönnunum sem sýna minnkandi stuðning við ríkisstjórnina. Um þrjár kannanir séu gerðar í hverjum mánuði og þær breytist stöðugt. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði á þingi í dag að lægra fylgi skýrist væntanlega af skýrslunum tveimur sem Bjarni lét vinna en gerði ekki opinberar fyrr en að kosningum loknum, en stjórnarandstaðan hefur sakað hann um að hafa leynt þeim til að hafa áhrif á úrslit kosninga. Logi vísaði í skoðanakönnun MMR frá því í gær þar sem ríkisstjórnin mælist með 34,9 prósenta fylgi. „Ef miðað er við könnun MMR frá því í gær hafa stjórnarflokkarnir misst um 30 prósent fylgi og stjórnin nýtur aðeins stuðnings þriðjungs kjósenda 40 dögum eftir að hún tók við. Í síðustu Gallup-könnun er veruleikinn svo enn svartari. Aðeins fjórðungur landsmanna styður ríkisstjórnina, mest tekjuháir karlmenn,“ sagði Logi í óundirbúnum fyrirspurnartíma, áður en hann spurði Bjarna hvort hann hefði áhyggjur af þessari þróun. Bjarni sagðist litlar áhyggjur hafa, enda séu um þrjár kannanir í mánuði. „Fyrir rétt tæpu ári voru Píratar með 40 prósent, nú er annar flokkur að mælast stærstur í sumum könnunum og enn aðrir flokkar í öðrum. Ég veit ekki hvort það gagnast þjóðfélagsumræðunni mikið að vera að velta fyrir sér skoðanakönnunum,“ sagði Bjarni. „Hæstvirtur þingmaður getur verið alveg rólegur yfir því að ég missi ekki svefn yfir því hvernig skoðanakannanir standa. Annað af þeim fyrirtækjum sem vísað er til mældi fylgi við minn flokk undir 22 prósentum þremur dögum fyrir kosningar en við enduðum í 29 prósent,“ sagði hann einnig.
Tengdar fréttir Könnun MMR: Vinstri græn mælast enn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn Fylgi VG mælist 27 prósent líkt og í síðustu könnun. 20. febrúar 2017 13:33 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Könnun MMR: Vinstri græn mælast enn stærri en Sjálfstæðisflokkurinn Fylgi VG mælist 27 prósent líkt og í síðustu könnun. 20. febrúar 2017 13:33