160 þúsund króna sekt fyrir að brugga krækiberjavín Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. janúar 2017 07:00 Maðurinn bar því við fyrir dómi að hann hefði ætlað að gera saft úr berjunum. vísir/auðunn Karlmaður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Austurlands fyrir helgi dæmdur til að greiða 160 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa bruggað krækiberjavín. Alls fundust 95 lítrar af heimagerðu víni í íbúð mannsins. Í símaskýrslu sem lögregla tók af hinum sakfella viðurkenndi hann að hafa átt vínið og að hafa bruggað það. Önnur skýrsla var síðar tekin af manninum. Þar kom fram að hann hefði keypt bruggunartækin og leiðbeiningar í víngerðarverslun hér á landi. Ásetningur hans hefði verið að „búa til áfengi eins og allir landsmenn væru að gera“. Þótti honum undarlegt að það væri hægt að„fara út í búð og kaupa allt til víngerðar“ og svo sé „þetta bara allt í einu orðið ólöglegt“. Síðar meir, fyrir dómi, hafði framburður hans breyst. Sagði hann frá því að hann hefði ætlað að safta krækiberin. Hann hafi hins vegar ekki gengið rétt frá þeim og það útskýrði áfengisinnihald þeirra. Í niðurstöðu dómsins kom fram að sannað þætti að maðurinn hefði ætlað sér að brugga vínið. Ekki þótti unnt að telja að misskilnings á réttarreglum hefði gætt enda hefði lengi verið bannað hérlendis að brugga eigið vín. Auk sektarinnar voru tæki til víngerðar gerð upptæk.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja afnema bann við bruggi Hópur þingmanna vill að Íslendingar geti bruggað áfengi til einkaneyslu. 7. október 2016 19:55 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Austurlands fyrir helgi dæmdur til að greiða 160 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa bruggað krækiberjavín. Alls fundust 95 lítrar af heimagerðu víni í íbúð mannsins. Í símaskýrslu sem lögregla tók af hinum sakfella viðurkenndi hann að hafa átt vínið og að hafa bruggað það. Önnur skýrsla var síðar tekin af manninum. Þar kom fram að hann hefði keypt bruggunartækin og leiðbeiningar í víngerðarverslun hér á landi. Ásetningur hans hefði verið að „búa til áfengi eins og allir landsmenn væru að gera“. Þótti honum undarlegt að það væri hægt að„fara út í búð og kaupa allt til víngerðar“ og svo sé „þetta bara allt í einu orðið ólöglegt“. Síðar meir, fyrir dómi, hafði framburður hans breyst. Sagði hann frá því að hann hefði ætlað að safta krækiberin. Hann hafi hins vegar ekki gengið rétt frá þeim og það útskýrði áfengisinnihald þeirra. Í niðurstöðu dómsins kom fram að sannað þætti að maðurinn hefði ætlað sér að brugga vínið. Ekki þótti unnt að telja að misskilnings á réttarreglum hefði gætt enda hefði lengi verið bannað hérlendis að brugga eigið vín. Auk sektarinnar voru tæki til víngerðar gerð upptæk.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja afnema bann við bruggi Hópur þingmanna vill að Íslendingar geti bruggað áfengi til einkaneyslu. 7. október 2016 19:55 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Vilja afnema bann við bruggi Hópur þingmanna vill að Íslendingar geti bruggað áfengi til einkaneyslu. 7. október 2016 19:55