Innlent

Öll fjölskyldan fór í sjóinn við Kirkjufjöru

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Fjölskyldan kemur frá Þýskalandi.
Fjölskyldan kemur frá Þýskalandi. vísir/friðrik þór
Þýska konan, sem fannst klukkan 14 í dag eftir að hafa fallið í sjóinn við Kirkjufjöru skammt austan Dyrhólaeyjar, var í för með fjölskyldu sinni þegar slysið átti sér stað. Eiginmaður hennar og tvö börn höfnuðu einnig í sjónum, en tókst sjálfum að koma sér upp úr.

Konan fannst vestast í Reynisfjöru klukkan rúmlega 14. Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi auk þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskipsins Þórs var kallað út eftir að tilkynning barst um að hópurinn hefði farið í sjóinn, en leitin tók um það bil eina klukkustund.

Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan konunnar, en verið er að flytja hana með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann. Eiginmaður hennar og börn eru á leiðinni með sjúkrabíl á spítalann, en þau munu ekki hafa slasast.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×