Survivor-stjarna hittir 30 íslenska aðdáendur Benedikt Bóas skrifar 16. mars 2017 07:00 Jeff Probst tilkynnir Gomes að ættbálkur hennar sendi hana heim frá Filippseyjum. NordicPhotos/Getty Abi-Maria Gomes, einn eftirminnilegasti keppandi úr bandarísku veruleikasjónvarpsseríunni Survivor er stödd hér á landi. Gomes ætlar að hitta rúmlega 30 íslenska aðdáendur þáttanna og horfa á einn þátt með þeim. „Getum við boðið Björk?“ sagði Gomes á Facebook og tengdi broskall við. Gomes keppti tvisvar í Survivor, sem er einn vinsælasti raunveruleikaþáttur sögunnar, ef ekki sá vinsælasti. Fyrsta þáttaröðin fór í loftið árið 2000 en síðan þá hafa verið framleiddar 34 þáttaraðir og yfir 500 þættir verið gerðir. Jeff Probst hefur ávallt haldið um stjórntaumana en hann er einnig framleiðandi. Á hátindi raunveruleikaþáttaraða var Survivor sá stærsti og sá sem aðrir miðuðu sig við.Keppendur í Kambódíu gæða sér á góðmeti. Joe Anglim, Abi-Maria Gomes, Ciera Eastin, Tasha Fox og Spencer Bledsoe.NordicPhotos/GettyÍslenski hópurinn ætlar að hittast á Marina hótelinu og horfa á þáttinn og hafa um 30 manns boðað komu sína. Forsvarsmenn hópsins vildu lítið tjá sig um kvöldið og óttuðust að salurinn sem þátturinn verður sýndur í væri of lítill enda ekki á hverjum degi sem þátttakandi horfir á með þeim. Survivor-aðdáendur hér á landi halda úti virkri Facebook-síðu þar sem umræðurnar geta verið mjög líflegar um þáttinn og þátttakendur. Gomes flaug hingað til lands frá Los Angeles á miðvikudag og samkvæmt samfélagsmiðlum hefur hún meðal annars skoðað sig um á Gullna hringnum og stoppað í leynilauginni á Flúðum. Þá lét hún fylgjendur sína vita af því að hálka væri á vegum landsins og því keyrði hún mjög hægt um þjóðvegina enda aðstæður sem hún þekkir ekki vel. Gomes sló í gegn fyrst sem þátttakandi í Survivor-þáttunum sem teknir voru upp á Filippseyjum þar sem hún varð fljótt umdeild og urðu skapsveiflur hennar frægar. Ættbálkur hennar, Tandang, kaus hana burt eftir 36 daga þegar aðeins fimm keppendur voru eftir. Henni var aftur boðin þátttaka í þáttaröð Survivor sem var tekin upp í Kambódíu þar sem hún sló aftur í gegn meðal áhorfenda. Hún var þó kosin burt eftir 35 daga. Eftir Survivor-frægðina gerðist hún frumkvöðull og bjó til drykkinn XI Açai sem hún lýsti sem hátíð í flösku og vann drykkurinn gullverðlaun sem besti nýi drykkurinn á hátíð í Los Angeles. Hún var kosin umdeildasti keppandinn á verðlaunahátíð raunveruleikasjónvarps árið 2015. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Sjá meira
Abi-Maria Gomes, einn eftirminnilegasti keppandi úr bandarísku veruleikasjónvarpsseríunni Survivor er stödd hér á landi. Gomes ætlar að hitta rúmlega 30 íslenska aðdáendur þáttanna og horfa á einn þátt með þeim. „Getum við boðið Björk?“ sagði Gomes á Facebook og tengdi broskall við. Gomes keppti tvisvar í Survivor, sem er einn vinsælasti raunveruleikaþáttur sögunnar, ef ekki sá vinsælasti. Fyrsta þáttaröðin fór í loftið árið 2000 en síðan þá hafa verið framleiddar 34 þáttaraðir og yfir 500 þættir verið gerðir. Jeff Probst hefur ávallt haldið um stjórntaumana en hann er einnig framleiðandi. Á hátindi raunveruleikaþáttaraða var Survivor sá stærsti og sá sem aðrir miðuðu sig við.Keppendur í Kambódíu gæða sér á góðmeti. Joe Anglim, Abi-Maria Gomes, Ciera Eastin, Tasha Fox og Spencer Bledsoe.NordicPhotos/GettyÍslenski hópurinn ætlar að hittast á Marina hótelinu og horfa á þáttinn og hafa um 30 manns boðað komu sína. Forsvarsmenn hópsins vildu lítið tjá sig um kvöldið og óttuðust að salurinn sem þátturinn verður sýndur í væri of lítill enda ekki á hverjum degi sem þátttakandi horfir á með þeim. Survivor-aðdáendur hér á landi halda úti virkri Facebook-síðu þar sem umræðurnar geta verið mjög líflegar um þáttinn og þátttakendur. Gomes flaug hingað til lands frá Los Angeles á miðvikudag og samkvæmt samfélagsmiðlum hefur hún meðal annars skoðað sig um á Gullna hringnum og stoppað í leynilauginni á Flúðum. Þá lét hún fylgjendur sína vita af því að hálka væri á vegum landsins og því keyrði hún mjög hægt um þjóðvegina enda aðstæður sem hún þekkir ekki vel. Gomes sló í gegn fyrst sem þátttakandi í Survivor-þáttunum sem teknir voru upp á Filippseyjum þar sem hún varð fljótt umdeild og urðu skapsveiflur hennar frægar. Ættbálkur hennar, Tandang, kaus hana burt eftir 36 daga þegar aðeins fimm keppendur voru eftir. Henni var aftur boðin þátttaka í þáttaröð Survivor sem var tekin upp í Kambódíu þar sem hún sló aftur í gegn meðal áhorfenda. Hún var þó kosin burt eftir 35 daga. Eftir Survivor-frægðina gerðist hún frumkvöðull og bjó til drykkinn XI Açai sem hún lýsti sem hátíð í flösku og vann drykkurinn gullverðlaun sem besti nýi drykkurinn á hátíð í Los Angeles. Hún var kosin umdeildasti keppandinn á verðlaunahátíð raunveruleikasjónvarps árið 2015. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Sjá meira