Trúnaður yfir annarri sáttargreiðslu RÚV Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. október 2017 06:00 Sáttargreiðsla Ríkisútvarpsins í síðasta mánuði er ekki einsdæmi. vísir/pjetur Sú ákvörðun Ríkisútvarpsins að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir í miskabætur til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla í síðasta mánuði er ekki einsdæmi í seinni tíð. Árið 2008 greiddi Ríkisútvarpið útgerðarfélagi á Súðavík bætur vegna fréttar af yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins sem reyndist röng. Ríkisútvarpið segir trúnað ríkja um efni sáttarinnar og mun ekki upplýsa hversu há sáttargreiðslan var að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins barst Ríkisútvarpinu kröfubréf frá lögmanni útgerðarfyrirtækisins FiskAri á Súðavík vegna fréttaflutnings svæðisútvarps Vestfjarða af meintu yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins vorið 2008. Aldrei kom til stefnu í því máli líkt og í tilfelli Guðmundar Spartakusar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins féllst RÚV á að greiða eiganda fyrirtækisins bætur gegn því að málið yrði látið niður falla. Fréttablaðið óskaði í upphafi mánaðarins eftir upplýsingum frá RÚV um hversu há sáttargreiðslan var en fékk þau svör frá Margréti Magnúsdóttur, skrifstofustjóra RÚV, í vikunni að þar sem kveðið hafi verið á um trúnað í sáttinni við FiskAra, telji stofnunin rétt að bíða niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál varðandi erindi fjölmiðla sem óskað hafa eftir afriti af sátt RÚV við Guðmund Spartakus. Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi RÚV á Facebook í síðasta mánuði fyrir að fallast á að greiða Guðmundi miskabætur í stað þess að láta á málið reyna fyrir dómstólum. Spurði hann hvort RÚV væri að borga peninga til að þurfa ekki að biðjast afsökunar og hvort verið væri að kaupa sig frá því að leiðrétta frétt. Páll var útvarpsstjóri þegar Ríkisútvarpið gerði sátt í máli vestfirska útgerðarfélagsins árið 2008. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Sú ákvörðun Ríkisútvarpsins að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir í miskabætur til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla í síðasta mánuði er ekki einsdæmi í seinni tíð. Árið 2008 greiddi Ríkisútvarpið útgerðarfélagi á Súðavík bætur vegna fréttar af yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins sem reyndist röng. Ríkisútvarpið segir trúnað ríkja um efni sáttarinnar og mun ekki upplýsa hversu há sáttargreiðslan var að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins barst Ríkisútvarpinu kröfubréf frá lögmanni útgerðarfyrirtækisins FiskAri á Súðavík vegna fréttaflutnings svæðisútvarps Vestfjarða af meintu yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins vorið 2008. Aldrei kom til stefnu í því máli líkt og í tilfelli Guðmundar Spartakusar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins féllst RÚV á að greiða eiganda fyrirtækisins bætur gegn því að málið yrði látið niður falla. Fréttablaðið óskaði í upphafi mánaðarins eftir upplýsingum frá RÚV um hversu há sáttargreiðslan var en fékk þau svör frá Margréti Magnúsdóttur, skrifstofustjóra RÚV, í vikunni að þar sem kveðið hafi verið á um trúnað í sáttinni við FiskAra, telji stofnunin rétt að bíða niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál varðandi erindi fjölmiðla sem óskað hafa eftir afriti af sátt RÚV við Guðmund Spartakus. Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi RÚV á Facebook í síðasta mánuði fyrir að fallast á að greiða Guðmundi miskabætur í stað þess að láta á málið reyna fyrir dómstólum. Spurði hann hvort RÚV væri að borga peninga til að þurfa ekki að biðjast afsökunar og hvort verið væri að kaupa sig frá því að leiðrétta frétt. Páll var útvarpsstjóri þegar Ríkisútvarpið gerði sátt í máli vestfirska útgerðarfélagsins árið 2008.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira