Trúnaður yfir annarri sáttargreiðslu RÚV Sigurður Mikael Jónsson skrifar 28. október 2017 06:00 Sáttargreiðsla Ríkisútvarpsins í síðasta mánuði er ekki einsdæmi. vísir/pjetur Sú ákvörðun Ríkisútvarpsins að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir í miskabætur til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla í síðasta mánuði er ekki einsdæmi í seinni tíð. Árið 2008 greiddi Ríkisútvarpið útgerðarfélagi á Súðavík bætur vegna fréttar af yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins sem reyndist röng. Ríkisútvarpið segir trúnað ríkja um efni sáttarinnar og mun ekki upplýsa hversu há sáttargreiðslan var að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins barst Ríkisútvarpinu kröfubréf frá lögmanni útgerðarfyrirtækisins FiskAri á Súðavík vegna fréttaflutnings svæðisútvarps Vestfjarða af meintu yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins vorið 2008. Aldrei kom til stefnu í því máli líkt og í tilfelli Guðmundar Spartakusar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins féllst RÚV á að greiða eiganda fyrirtækisins bætur gegn því að málið yrði látið niður falla. Fréttablaðið óskaði í upphafi mánaðarins eftir upplýsingum frá RÚV um hversu há sáttargreiðslan var en fékk þau svör frá Margréti Magnúsdóttur, skrifstofustjóra RÚV, í vikunni að þar sem kveðið hafi verið á um trúnað í sáttinni við FiskAra, telji stofnunin rétt að bíða niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál varðandi erindi fjölmiðla sem óskað hafa eftir afriti af sátt RÚV við Guðmund Spartakus. Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi RÚV á Facebook í síðasta mánuði fyrir að fallast á að greiða Guðmundi miskabætur í stað þess að láta á málið reyna fyrir dómstólum. Spurði hann hvort RÚV væri að borga peninga til að þurfa ekki að biðjast afsökunar og hvort verið væri að kaupa sig frá því að leiðrétta frétt. Páll var útvarpsstjóri þegar Ríkisútvarpið gerði sátt í máli vestfirska útgerðarfélagsins árið 2008. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Sú ákvörðun Ríkisútvarpsins að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir í miskabætur til að ljúka meiðyrðamáli utan dómstóla í síðasta mánuði er ekki einsdæmi í seinni tíð. Árið 2008 greiddi Ríkisútvarpið útgerðarfélagi á Súðavík bætur vegna fréttar af yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins sem reyndist röng. Ríkisútvarpið segir trúnað ríkja um efni sáttarinnar og mun ekki upplýsa hversu há sáttargreiðslan var að svo stöddu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins barst Ríkisútvarpinu kröfubréf frá lögmanni útgerðarfyrirtækisins FiskAri á Súðavík vegna fréttaflutnings svæðisútvarps Vestfjarða af meintu yfirvofandi gjaldþroti fyrirtækisins vorið 2008. Aldrei kom til stefnu í því máli líkt og í tilfelli Guðmundar Spartakusar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins féllst RÚV á að greiða eiganda fyrirtækisins bætur gegn því að málið yrði látið niður falla. Fréttablaðið óskaði í upphafi mánaðarins eftir upplýsingum frá RÚV um hversu há sáttargreiðslan var en fékk þau svör frá Margréti Magnúsdóttur, skrifstofustjóra RÚV, í vikunni að þar sem kveðið hafi verið á um trúnað í sáttinni við FiskAra, telji stofnunin rétt að bíða niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál varðandi erindi fjölmiðla sem óskað hafa eftir afriti af sátt RÚV við Guðmund Spartakus. Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi RÚV á Facebook í síðasta mánuði fyrir að fallast á að greiða Guðmundi miskabætur í stað þess að láta á málið reyna fyrir dómstólum. Spurði hann hvort RÚV væri að borga peninga til að þurfa ekki að biðjast afsökunar og hvort verið væri að kaupa sig frá því að leiðrétta frétt. Páll var útvarpsstjóri þegar Ríkisútvarpið gerði sátt í máli vestfirska útgerðarfélagsins árið 2008.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira