Lífið

Ríkisstjórnin tekur sig á

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fínasta næring.
Fínasta næring.
Fyrsti rík­is­stjórn­ar­fund­ur nýrr­ar rík­is­stjórn­ar var í Stjórnarráðinu í morgun og hófst hann klukkan hálf tíu.

Þar mættu ráðherrar Sjálf­stæðis­flokks­ins, Viðreisn­ar og Bjartr­ar framtíðar og virtist fara vel á með þeim öllum. Það sem vakti sérstaka athygli var að á fundarborðinu voru aðeins grænir heilsudrykkir.

Fréttastofa hafði samband við stjörnukokkinn Evu Laufey Kjaran og var hún fullviss um að þarna væri spínatdrykkur með dass af engifer. Einnig voru aðeins grænmæti og ber á borðstólnum.  

Áður fyrr mátti aðeins sjá kaffi, gos og sódadrykki og bakkelsi. Hér að neðan má sjá þessa veislu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×