Brasilíumenn eru sakaðir um útflutning á úldnu kjöti Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. mars 2017 07:00 Temer bauð sendiherrum á veitingastað til að sannreyna ágæti kjötsins. Til þess að sýna umheiminum að brasilískt kjöt sé ekki jafnslæmt og kom í ljós við húsleit lögregluyfirvalda síðastliðinn föstudag bauð forseti Brasilíu, Michel Temer, sendiherrum erlendra ríkja til málsverðar á einu af bestu steikhúsum höfuðborgarinnar um helgina. Forsetinn sat við hlið sendiherra Kína, sem í fyrra keypti nautakjöt frá Brasilíu fyrir 225 milljarða íslenskra króna, og pantaði nautakjöt, lambakótelettur og pylsu. Kjötið sem Temer bauð sendiherrunum upp á reyndist hins vegar vera frá Úrúgvæ og Ástralíu og þykir það sérlega neyðarlegt í ljósi atburða síðustu daga. Lögreglan lét til skarar skríða gegn um 200 kjötframleiðendum eftir tveggja ára rannsóknir. Þeir eru meðal annars grunaðir um að selja úldið og salmónellusmitað kjöt. Þeir eru jafnframt grunaðir um að hafa hakkað pappakassa saman við kjöthakk. Yfir 30 fyrirtæki eru sökuð um að hafa notað sýru og önnur efni til að fela ástand kjötsins. Í sumum tilfellum hafa verið notuð efni sem geta valdið krabbameini, að því er BBC hefur eftir lögreglunni. Starfsmenn matvælastofnunarinnar í Brasilíu, sem sinna eiga eftirliti með kjötframleiðslunni, eru grunaðir um að hafa tekið við mútum og hafa 33 þeirra verið settir í gæsluvarðhald. Forsetinn hefur bent á að í Brasilíu séu 4.837 sláturhús. Aðeins 21 þeirra hafi ekki uppfyllt tilskildar kröfur. Tilraunir hans til að benda á ágæti brasilísks kjöts hafa ekki borið árangur. Kína hefur stöðvað allan innflutning á rauðu kjöti frá Brasilíu, Evrópusambandið hefur hætt viðskiptum við kjötframleiðendurna sem liggja undir grun og Hong Kong, Japan, Mexíkó, Síle og Suður-Kórea hafa takmarkað innflutning á kjöti frá Brasilíu. Brasilía er stærsti útflytjandi heims á nauta-, grísa- og fuglakjöti.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Til þess að sýna umheiminum að brasilískt kjöt sé ekki jafnslæmt og kom í ljós við húsleit lögregluyfirvalda síðastliðinn föstudag bauð forseti Brasilíu, Michel Temer, sendiherrum erlendra ríkja til málsverðar á einu af bestu steikhúsum höfuðborgarinnar um helgina. Forsetinn sat við hlið sendiherra Kína, sem í fyrra keypti nautakjöt frá Brasilíu fyrir 225 milljarða íslenskra króna, og pantaði nautakjöt, lambakótelettur og pylsu. Kjötið sem Temer bauð sendiherrunum upp á reyndist hins vegar vera frá Úrúgvæ og Ástralíu og þykir það sérlega neyðarlegt í ljósi atburða síðustu daga. Lögreglan lét til skarar skríða gegn um 200 kjötframleiðendum eftir tveggja ára rannsóknir. Þeir eru meðal annars grunaðir um að selja úldið og salmónellusmitað kjöt. Þeir eru jafnframt grunaðir um að hafa hakkað pappakassa saman við kjöthakk. Yfir 30 fyrirtæki eru sökuð um að hafa notað sýru og önnur efni til að fela ástand kjötsins. Í sumum tilfellum hafa verið notuð efni sem geta valdið krabbameini, að því er BBC hefur eftir lögreglunni. Starfsmenn matvælastofnunarinnar í Brasilíu, sem sinna eiga eftirliti með kjötframleiðslunni, eru grunaðir um að hafa tekið við mútum og hafa 33 þeirra verið settir í gæsluvarðhald. Forsetinn hefur bent á að í Brasilíu séu 4.837 sláturhús. Aðeins 21 þeirra hafi ekki uppfyllt tilskildar kröfur. Tilraunir hans til að benda á ágæti brasilísks kjöts hafa ekki borið árangur. Kína hefur stöðvað allan innflutning á rauðu kjöti frá Brasilíu, Evrópusambandið hefur hætt viðskiptum við kjötframleiðendurna sem liggja undir grun og Hong Kong, Japan, Mexíkó, Síle og Suður-Kórea hafa takmarkað innflutning á kjöti frá Brasilíu. Brasilía er stærsti útflytjandi heims á nauta-, grísa- og fuglakjöti.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira