Vilja selja lyf í matvöruverslunum Snærós Sindradóttir skrifar 6. febrúar 2017 06:00 Á Íslandi eru lyf seld yfir borðið í apótekum, óháð styrk þeirra eða magni. Fréttablaðið/Stefán Hópur um málefni lausasölulyfja innan Samtaka verslunar og þjónustu vill að hömlum verði létt á sölu ákveðinna lyfja. Í dag mega einungis apótek sjá um sölu lyfja og verða lyf að vera innan við afgreiðsluborð. Eina undantekningin frá þessu er sala smárra skammta af níkótínlyfjum. Fréttablaðið greindi frá því árið 2014 að forstjórar Haga og Kaupáss, fyrirtækja sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og Krónuna, hefðu áhuga á því að taka upp sölu lausasölulyfja í dagvöruverslunum. Sem dæmi um lausasölulyf má nefna væg verkjalyf, ofnæmislyf og magalyf. Brynjúlfur Guðmundsson, forsvarsmaður lausasölulyfjahóps SVÞ, segir að í drögum að nýjum lyfjalögum sem kynnt voru á Alþingi í upphafi síðasta árs hafi verið gert ráð fyrir að Lyfjastofnun gæti veitt leyfi til slíkrar sölu. Þetta atriði hafi þó verið tekið út í meðförum heilbrigðisráðherra með frumvarpið nema með undantekningu fyrir svæði þar sem ekki er apótek í næsta nágrenni. Hópurinn leggur til að lyfjum sem ekki eru lyfseðilsskyld verði skipt í tvennt og þau fari ekki öll sjálfkrafa í almenna sölu heldur séu væg verkjalyf í litlum pakkningum gerð aðgengileg en stærri skammtar verði enn í meðförum apótekanna. „Það sem er möguleiki að fólk geti ofnotað yrði bara í apótekum. Þetta eru bara helstu lyfin sem fólk notar dagsdaglega, ofnæmislyf, kveflyf og hitastillandi fyrir börn. Börn fá ekki bara hita á daginn á milli 9 og 5. Apótek úti á landi eru stundum bara opin nokkra virka daga í viku á milli tíu og tvö. Þetta snýst um að bæta aðgengi og heilbrigði þjóðarinnar,“ segir Brynjúlfur. Í skýrslu sem hópurinn lét vinna fyrir sig til að bera saman íslenskt lyfjasöluumhverfi við umhverfið í nágrannalöndum okkar, kemur fram að salan sé meiri takmörkunum háð hér en gengur og gerist í löndunum í kring. Í Noregi og Svíþjóð er til að mynda sala slíkra lyfja heimil í almennum verslunum og þar er netverslun einnig heimil á lyfjum. Þá tíðkist í fæstum Evrópulöndum að öll lyf séu á bak við afgreiðsluborðið í stað þess að vera í rekkum apótekanna. Það fyrirkomulag komi í veg fyrir að neytendur geti sjálfir gert almennilegan verðsamanburð eða annan samanburð á lyfjunum sem í boði eru. Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir að leggja verði áherslu á öryggi við sölu slíkra lyfja. Í öllum apótekum sé alltaf lyfjafræðingur á vakt sem beri ábyrgð á sölunni. „Fari lausasölulyf í almennar verslanir, hver ber þá ábyrgðina? Hver á að tala við sjúklinginn og ræða við hann um önnur lyf og þær hættur sem fylgja því að taka lausasölulyf. Þetta er ekki Smarties,“ segir Lóa. „Í nágrannalöndum okkar hafa komið upp alvarleg eitrunartilvik vegna paracetamols. Það er verið að breyta reglunum þar vegna þess,“ segir hún jafnframt. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Hópur um málefni lausasölulyfja innan Samtaka verslunar og þjónustu vill að hömlum verði létt á sölu ákveðinna lyfja. Í dag mega einungis apótek sjá um sölu lyfja og verða lyf að vera innan við afgreiðsluborð. Eina undantekningin frá þessu er sala smárra skammta af níkótínlyfjum. Fréttablaðið greindi frá því árið 2014 að forstjórar Haga og Kaupáss, fyrirtækja sem reka meðal annars Bónus, Hagkaup og Krónuna, hefðu áhuga á því að taka upp sölu lausasölulyfja í dagvöruverslunum. Sem dæmi um lausasölulyf má nefna væg verkjalyf, ofnæmislyf og magalyf. Brynjúlfur Guðmundsson, forsvarsmaður lausasölulyfjahóps SVÞ, segir að í drögum að nýjum lyfjalögum sem kynnt voru á Alþingi í upphafi síðasta árs hafi verið gert ráð fyrir að Lyfjastofnun gæti veitt leyfi til slíkrar sölu. Þetta atriði hafi þó verið tekið út í meðförum heilbrigðisráðherra með frumvarpið nema með undantekningu fyrir svæði þar sem ekki er apótek í næsta nágrenni. Hópurinn leggur til að lyfjum sem ekki eru lyfseðilsskyld verði skipt í tvennt og þau fari ekki öll sjálfkrafa í almenna sölu heldur séu væg verkjalyf í litlum pakkningum gerð aðgengileg en stærri skammtar verði enn í meðförum apótekanna. „Það sem er möguleiki að fólk geti ofnotað yrði bara í apótekum. Þetta eru bara helstu lyfin sem fólk notar dagsdaglega, ofnæmislyf, kveflyf og hitastillandi fyrir börn. Börn fá ekki bara hita á daginn á milli 9 og 5. Apótek úti á landi eru stundum bara opin nokkra virka daga í viku á milli tíu og tvö. Þetta snýst um að bæta aðgengi og heilbrigði þjóðarinnar,“ segir Brynjúlfur. Í skýrslu sem hópurinn lét vinna fyrir sig til að bera saman íslenskt lyfjasöluumhverfi við umhverfið í nágrannalöndum okkar, kemur fram að salan sé meiri takmörkunum háð hér en gengur og gerist í löndunum í kring. Í Noregi og Svíþjóð er til að mynda sala slíkra lyfja heimil í almennum verslunum og þar er netverslun einnig heimil á lyfjum. Þá tíðkist í fæstum Evrópulöndum að öll lyf séu á bak við afgreiðsluborðið í stað þess að vera í rekkum apótekanna. Það fyrirkomulag komi í veg fyrir að neytendur geti sjálfir gert almennilegan verðsamanburð eða annan samanburð á lyfjunum sem í boði eru. Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, segir að leggja verði áherslu á öryggi við sölu slíkra lyfja. Í öllum apótekum sé alltaf lyfjafræðingur á vakt sem beri ábyrgð á sölunni. „Fari lausasölulyf í almennar verslanir, hver ber þá ábyrgðina? Hver á að tala við sjúklinginn og ræða við hann um önnur lyf og þær hættur sem fylgja því að taka lausasölulyf. Þetta er ekki Smarties,“ segir Lóa. „Í nágrannalöndum okkar hafa komið upp alvarleg eitrunartilvik vegna paracetamols. Það er verið að breyta reglunum þar vegna þess,“ segir hún jafnframt. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira