Gunnar Nelson: Veit ekki mikið um Santiago Ponzinibbio Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. júlí 2017 13:00 Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. Bardaginn er fimm lotu aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi. Í Leiðinni að búrinu talar Gunnar um sinn síðasta bardaga gegn Alan Jouban í mars en þann bardaga sigraði Gunnar með hengingu í 2. lotu. „Það gefur svolítið að eyða aðeins meiri tíma í búrinu, þ.e.a.s. ef þú ert ekki að taka damage. Það er nátturulega ekkert vit í því að vera þarna inni að éta högg í þrjár lotur og læra ógeðslega mikið. En mér finnst ég hafa lært mikið af seinustu tveimur bardögum, svolítið svona að pace-a sig rétt og vera svona aðeins taktískari við að ná finishinu,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hann vilji ekkert vera að flýta sér við að klára bardagann. Hann vill taka sér tíma í að finna leið til að króa andstæðinginn af og leggja gildrur. „Ég er með það svona í hausnum að ég er með eitthvað smá markmið, eitthvað til að vinna að. Eitthvað sem tengist hvernig hann berst, hvernig orkan er, hvernig bardaginn er að þróast og hvernig ég sé fyrir mér að mig langi til að ýta honum í horn.“ Gunnar segist ekki vita mikið um Santiago annað en að Argentínumaðurinn kýs að halda bardaganum standandi. „Nei ég veit ekki mikið um Santiago. Ég hafði ekkert séð af honum, gæti verið að ég hafi séð hann berjast en ekki fattað það. Ég horfi ekkert brjálæðislega mikið á MMA ef ég á að segja eins og er. En jújú hef séð hann berjast núna nátturulega, hann lítur vel út.“ „Ég einhvern veginn sé þetta meira bara út frá því hvað ég ætla mér að gera. Ég fer þarna inn og með mitt plan. Ég veit eiginlega ekkert veikleikana hans, ég hef aldrei farið á móti honum. En eins og ég sagði, þá virðist hann vilja vera standandi og slugga svolítið.“ Santiago Ponzinibbio er í 14. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og fær stórt tækifæri til að koma sér ofar á listann með sigri á Gunnari. Okkar maður gæti náð sínum þriðja sigri í röð takist honum að leggja Argentínumanninn að velli. Leiðin að búrinu myndbandið má sjá á vef MMA Frétta hér. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn en bein útsending hefst kl 19. MMA Tengdar fréttir Gunnar sveittur og flottur í svarthvítu | Myndir Í dag eru nákvæmlega tvær vikur í að Gunnar Nelson stígi inn í búrið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. 2. júlí 2017 22:30 Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00 Flott myndband um æfingabúðirnar hjá Gunnari og Sunnu Helgin 15. og 16. júlí er risastór hjá Mjölnisfólki því þá munu bæði Gunnar Nelson og Sunna Tsunami stíga inn í búrið. 29. júní 2017 22:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira
Gunnar Nelson mætir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio á sunnudaginn. Nú eru aðeins fimm dagar í bardagann en Gunnar segist ekki vita mikið um andstæðinginn sinn. Bardaginn er fimm lotu aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Skotlandi. Í Leiðinni að búrinu talar Gunnar um sinn síðasta bardaga gegn Alan Jouban í mars en þann bardaga sigraði Gunnar með hengingu í 2. lotu. „Það gefur svolítið að eyða aðeins meiri tíma í búrinu, þ.e.a.s. ef þú ert ekki að taka damage. Það er nátturulega ekkert vit í því að vera þarna inni að éta högg í þrjár lotur og læra ógeðslega mikið. En mér finnst ég hafa lært mikið af seinustu tveimur bardögum, svolítið svona að pace-a sig rétt og vera svona aðeins taktískari við að ná finishinu,“ segir Gunnar. Gunnar segir að hann vilji ekkert vera að flýta sér við að klára bardagann. Hann vill taka sér tíma í að finna leið til að króa andstæðinginn af og leggja gildrur. „Ég er með það svona í hausnum að ég er með eitthvað smá markmið, eitthvað til að vinna að. Eitthvað sem tengist hvernig hann berst, hvernig orkan er, hvernig bardaginn er að þróast og hvernig ég sé fyrir mér að mig langi til að ýta honum í horn.“ Gunnar segist ekki vita mikið um Santiago annað en að Argentínumaðurinn kýs að halda bardaganum standandi. „Nei ég veit ekki mikið um Santiago. Ég hafði ekkert séð af honum, gæti verið að ég hafi séð hann berjast en ekki fattað það. Ég horfi ekkert brjálæðislega mikið á MMA ef ég á að segja eins og er. En jújú hef séð hann berjast núna nátturulega, hann lítur vel út.“ „Ég einhvern veginn sé þetta meira bara út frá því hvað ég ætla mér að gera. Ég fer þarna inn og með mitt plan. Ég veit eiginlega ekkert veikleikana hans, ég hef aldrei farið á móti honum. En eins og ég sagði, þá virðist hann vilja vera standandi og slugga svolítið.“ Santiago Ponzinibbio er í 14. sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni og fær stórt tækifæri til að koma sér ofar á listann með sigri á Gunnari. Okkar maður gæti náð sínum þriðja sigri í röð takist honum að leggja Argentínumanninn að velli. Leiðin að búrinu myndbandið má sjá á vef MMA Frétta hér. Bardaginn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á sunnudaginn en bein útsending hefst kl 19.
MMA Tengdar fréttir Gunnar sveittur og flottur í svarthvítu | Myndir Í dag eru nákvæmlega tvær vikur í að Gunnar Nelson stígi inn í búrið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. 2. júlí 2017 22:30 Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00 Flott myndband um æfingabúðirnar hjá Gunnari og Sunnu Helgin 15. og 16. júlí er risastór hjá Mjölnisfólki því þá munu bæði Gunnar Nelson og Sunna Tsunami stíga inn í búrið. 29. júní 2017 22:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Sjá meira
Gunnar sveittur og flottur í svarthvítu | Myndir Í dag eru nákvæmlega tvær vikur í að Gunnar Nelson stígi inn í búrið á bardagakvöldi UFC í Glasgow. 2. júlí 2017 22:30
Sé ekki neitt annað fyrir mér en að ég standi uppi sem sigurvegari Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir kallar æfingabúðirnar sem hún hefur verið í draumaæfingabúðirnar. Henni líður vel og er tilbúin í næsta stríð. 29. júní 2017 06:00
Flott myndband um æfingabúðirnar hjá Gunnari og Sunnu Helgin 15. og 16. júlí er risastór hjá Mjölnisfólki því þá munu bæði Gunnar Nelson og Sunna Tsunami stíga inn í búrið. 29. júní 2017 22:30