Hnúðlax í stórsókn og nálgast Barnafoss Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. september 2017 07:00 Hnúðlaxinn á eldhúsvaskinum á Norður-Reykjum áður en húsfreyjan flakaði hann, afhausaði og skellti laxinum svo í frystinn. Mynd/Kolbrún Sveinsdóttir „Þetta er í fyrsta og vonandi eina skipti sem ég fæ hnúðlax. Ég veit ekki til þess að hann hafi veiðst í Hvítánni fyrr,“ segir Kolbrún Sveinsdóttir á Norður-Reykjum í Borgarfirði, sem á dögunum fékk ófrýnilegan hnúðlax í net fyrir landi sínu. Kolbrún, sem búið hefur á Norður-Reykjum í yfir þrjá áratugi og er fædd og uppalin í nágrenninu, segist lengi hafa stundað lítilsháttar netaveiði á laxi og silungi seinnipart sumars. Bærinn er langt inni í landi, aðeins þrettán kílómetrum neðan við náttúruperlurnar Hraunfossa og Barnafoss og ekki langt frá Húsafelli. Það er því ljóst að hnúðlaxinn sækir nú djúpt í vatnakerfi Borgarfjarðar þar sem ekki er fiskgengt upp fyrir fossana. „Ég náttúrlega í bjartsýniskasti leit bara svo á að fiskur sé bara fiskur og flakaði dýrið og skellti honum í frystinn. Svo fór ég nú að átta mig á að líklega ætti ég að tilkynna svona veiði og gerði það en var þá búin að henda dálknum og hausnum,“ segir Kolbrún sem gerði Sigurði Má Einarssyni, fiskifræðingi hjá Hafrannsóknastofnun, viðvart um kvikindið og sendi honum flökin til rannsóknar. „Hann er víst óætur hvort sem er.“ Þessi hnúðlax veiddist í Geithellnaá í Álftafirði fyrir fáeinum árum. Fréttablaðið/GarðarSigurður Már segir óvenju mikið hafa verið um hnúðlax í íslenskum ám í sumar, tilkynnt hafi verið um allt að sjötíu slíka fiska um allt land. Hnúðlaxinn, sem er Kyrrahafstegund, eigi rætur að rekja til sleppinga við Kólaskaga í Rússlandi á sjöunda áratugnum þar sem hefja átti hafbeit. Eftir það hafi borið á flækingum. „Það er að koma óvenju mikið í Evrópu núna og greinilega óvanaleg góð skilyrði fyrir þá, hvort sem það er vegna hlýnunar í hafinu eða einhvers annars,“ segir Sigurður Már sem aðspurður hvort hnúðlax gæti hrygnt hérlendis kveður vera staðfest að hnúðlax hafi hrygnt í ám á Kólaskaga og í Noregi. „Það er ekkert óhugsandi að þetta hafi verið að gerast á Íslandi en það er ekki staðfest. Við erum að spá í hvort það geti verið.“ Sigurður Már segir að ef hnúðlax myndi hrygna í íslenskar ár yrðu áhrifin á laxastofna ekki mikil en kannski meiri á bleikjuna. „Þetta er fiskur sem hrygnir gjarnan neðarlega í vatnakerfum og seiðin fara út næsta vor og lenda því ekki mikið í samkeppni við laxaseiði. En það er kannski meiri samkeppni við urriða og bleikju neðarlega í kerfunum.“ Að sögn Sigurðar Más er lítið hægt að gera til að sporna við því að hnúðlax nái fótfestu. „Ég held að það sé mjög erfitt. Hnúðlaxinn er svolítið sérstakur. Hann hefur bara eins árs lífsferil í hafinu og eitt ár í ferskvatninu þannig að það myndast stofnar af honum sitthvort árið sem hittast aldrei.“ Mikið af hnúðlaxi í ám núna vekur ekki síst athygli þar sem göngurnar eru jafnan sterkari á jöfnum ártölum heldur en oddatölum eins og nú er, að því er fiskifræðingurinn segir. „Við verðum klárlega að fara yfir þessa stöðu í lok sumars og sjá hvort við viljum gera eitthvað í þessu.“ Kolbrúnu líst ekkert á landnám hnúðlaxa. „Það er ekkert gaman að veiða það sem er ekki hægt að éta,“ segir bóndinn á Norður-Reykjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira
„Þetta er í fyrsta og vonandi eina skipti sem ég fæ hnúðlax. Ég veit ekki til þess að hann hafi veiðst í Hvítánni fyrr,“ segir Kolbrún Sveinsdóttir á Norður-Reykjum í Borgarfirði, sem á dögunum fékk ófrýnilegan hnúðlax í net fyrir landi sínu. Kolbrún, sem búið hefur á Norður-Reykjum í yfir þrjá áratugi og er fædd og uppalin í nágrenninu, segist lengi hafa stundað lítilsháttar netaveiði á laxi og silungi seinnipart sumars. Bærinn er langt inni í landi, aðeins þrettán kílómetrum neðan við náttúruperlurnar Hraunfossa og Barnafoss og ekki langt frá Húsafelli. Það er því ljóst að hnúðlaxinn sækir nú djúpt í vatnakerfi Borgarfjarðar þar sem ekki er fiskgengt upp fyrir fossana. „Ég náttúrlega í bjartsýniskasti leit bara svo á að fiskur sé bara fiskur og flakaði dýrið og skellti honum í frystinn. Svo fór ég nú að átta mig á að líklega ætti ég að tilkynna svona veiði og gerði það en var þá búin að henda dálknum og hausnum,“ segir Kolbrún sem gerði Sigurði Má Einarssyni, fiskifræðingi hjá Hafrannsóknastofnun, viðvart um kvikindið og sendi honum flökin til rannsóknar. „Hann er víst óætur hvort sem er.“ Þessi hnúðlax veiddist í Geithellnaá í Álftafirði fyrir fáeinum árum. Fréttablaðið/GarðarSigurður Már segir óvenju mikið hafa verið um hnúðlax í íslenskum ám í sumar, tilkynnt hafi verið um allt að sjötíu slíka fiska um allt land. Hnúðlaxinn, sem er Kyrrahafstegund, eigi rætur að rekja til sleppinga við Kólaskaga í Rússlandi á sjöunda áratugnum þar sem hefja átti hafbeit. Eftir það hafi borið á flækingum. „Það er að koma óvenju mikið í Evrópu núna og greinilega óvanaleg góð skilyrði fyrir þá, hvort sem það er vegna hlýnunar í hafinu eða einhvers annars,“ segir Sigurður Már sem aðspurður hvort hnúðlax gæti hrygnt hérlendis kveður vera staðfest að hnúðlax hafi hrygnt í ám á Kólaskaga og í Noregi. „Það er ekkert óhugsandi að þetta hafi verið að gerast á Íslandi en það er ekki staðfest. Við erum að spá í hvort það geti verið.“ Sigurður Már segir að ef hnúðlax myndi hrygna í íslenskar ár yrðu áhrifin á laxastofna ekki mikil en kannski meiri á bleikjuna. „Þetta er fiskur sem hrygnir gjarnan neðarlega í vatnakerfum og seiðin fara út næsta vor og lenda því ekki mikið í samkeppni við laxaseiði. En það er kannski meiri samkeppni við urriða og bleikju neðarlega í kerfunum.“ Að sögn Sigurðar Más er lítið hægt að gera til að sporna við því að hnúðlax nái fótfestu. „Ég held að það sé mjög erfitt. Hnúðlaxinn er svolítið sérstakur. Hann hefur bara eins árs lífsferil í hafinu og eitt ár í ferskvatninu þannig að það myndast stofnar af honum sitthvort árið sem hittast aldrei.“ Mikið af hnúðlaxi í ám núna vekur ekki síst athygli þar sem göngurnar eru jafnan sterkari á jöfnum ártölum heldur en oddatölum eins og nú er, að því er fiskifræðingurinn segir. „Við verðum klárlega að fara yfir þessa stöðu í lok sumars og sjá hvort við viljum gera eitthvað í þessu.“ Kolbrúnu líst ekkert á landnám hnúðlaxa. „Það er ekkert gaman að veiða það sem er ekki hægt að éta,“ segir bóndinn á Norður-Reykjum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Fleiri fréttir Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sjá meira