Trúi á það góða og bjarta Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. maí 2017 11:30 Þetta hjarta er eitt verkanna sem Þórunn Elísabet gerði fyrir sýninguna Mín er ánægjan. Vísir/Stefán Textílverk og ljósmyndir einkenna sýninguna Mín er ánægjan sem Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, búningameistari og hönnuður, er með í Gallerí Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum. Hún segir þau öll ný og sérstaklega gerð fyrir galleríið í Hótel Laugarhóli. „Maður verður að gera alls konar, allan tímann, alltaf. Annars er ekkert gaman!“Forn bænabók úr Dalasýslu.Eitt verkanna er samsett úr blöðum fornrar bænabókar og Þórunn hefur þetta að segja um það: „Ég keypti bænabækur sem voru lausar í bandinu og nota þær í verkin mín. Þessi hét Messugjörðir fyrir sumar og vetur, prentuð í Dalasýslu. Ég er alltaf dálítið trúuð, trúi á það góða og bjarta og oftar en ekki kemur það fram í sýningunum mínum,“ útskýrir hún.Tóta hefur auga fyrir því fíngerða. Fréttablaðið/StefánSpurð út í tengingu hennar við Bjarnarfjörð segir listakonan: „Það er löng saga. Í Bjarnarfirði er samfélag dásamlegs fólks sem við Tommi, maðurinn minn, höfum verið samferða síðan á 8. áratugnum. Árni Páll Jóhannsson, sem gerði Gallerí Klúku á Hótel Laugarhóli með hótelstjórunum Vigdísi Esradóttur og Einari Unnsteinssyni, var kennari minn í Myndlistarskólanum og ég hef unnið með honum í leikmyndum.“Vasaklútar karla mynda þetta listræna textílverk eftir Tótu. Fréttablaðið/StefánHún kveðst reyna að fara norður á hverju sumri. „Vestfirðir eru sérstaklega heillandi í heild sinni. Þar er hægt að fara í alls konar laugar, niður í fjöru, tína ber og setjast á stein og gráta uppi á heiði af því allt er svo fallegt.“Þórunn Elísabet, kölluð Tóta, tengist Bjarnarfirði sterkt. Vísir/Ernir Þórunn Elísabet stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og árið 1982 hélt hún sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu í Reykjavík. Allar götur síðan hefur hún unnið við hönnun búninga og sviðsmynda fyrir leikhús og kvikmyndir. Hún hefur fjórum sinnum verði tilnefnd til Grímuverðlauna og tvisvar hlotið verðlaunin, í annað skiptið fyrir Rómeó og Júlíu, sýningu Vesturports, sem sýnd hefur verið víða um heim. Meðfram hönnunarstarfinu hefur Þórunn Elísabet unnið að myndlist sinni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Þá hefur hún og tekið að sér sýningarstjórn, meðal annars fyrir Menn-ingarmiðstöðina Gerðuberg og þar var henni haldið Sjónþing árið 2001. Bókin um Þórunni Elísabetu „I love being alive“ var gefin út 2014. Þar birtist myndlist hennar og hugrenningar um lífið og listina. Sýningin Mín er ánægjan í Gallerí Klúku er opin í sumar alla daga til 30. september. Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Textílverk og ljósmyndir einkenna sýninguna Mín er ánægjan sem Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, búningameistari og hönnuður, er með í Gallerí Klúku í Bjarnarfirði á Ströndum. Hún segir þau öll ný og sérstaklega gerð fyrir galleríið í Hótel Laugarhóli. „Maður verður að gera alls konar, allan tímann, alltaf. Annars er ekkert gaman!“Forn bænabók úr Dalasýslu.Eitt verkanna er samsett úr blöðum fornrar bænabókar og Þórunn hefur þetta að segja um það: „Ég keypti bænabækur sem voru lausar í bandinu og nota þær í verkin mín. Þessi hét Messugjörðir fyrir sumar og vetur, prentuð í Dalasýslu. Ég er alltaf dálítið trúuð, trúi á það góða og bjarta og oftar en ekki kemur það fram í sýningunum mínum,“ útskýrir hún.Tóta hefur auga fyrir því fíngerða. Fréttablaðið/StefánSpurð út í tengingu hennar við Bjarnarfjörð segir listakonan: „Það er löng saga. Í Bjarnarfirði er samfélag dásamlegs fólks sem við Tommi, maðurinn minn, höfum verið samferða síðan á 8. áratugnum. Árni Páll Jóhannsson, sem gerði Gallerí Klúku á Hótel Laugarhóli með hótelstjórunum Vigdísi Esradóttur og Einari Unnsteinssyni, var kennari minn í Myndlistarskólanum og ég hef unnið með honum í leikmyndum.“Vasaklútar karla mynda þetta listræna textílverk eftir Tótu. Fréttablaðið/StefánHún kveðst reyna að fara norður á hverju sumri. „Vestfirðir eru sérstaklega heillandi í heild sinni. Þar er hægt að fara í alls konar laugar, niður í fjöru, tína ber og setjast á stein og gráta uppi á heiði af því allt er svo fallegt.“Þórunn Elísabet, kölluð Tóta, tengist Bjarnarfirði sterkt. Vísir/Ernir Þórunn Elísabet stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og árið 1982 hélt hún sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu í Reykjavík. Allar götur síðan hefur hún unnið við hönnun búninga og sviðsmynda fyrir leikhús og kvikmyndir. Hún hefur fjórum sinnum verði tilnefnd til Grímuverðlauna og tvisvar hlotið verðlaunin, í annað skiptið fyrir Rómeó og Júlíu, sýningu Vesturports, sem sýnd hefur verið víða um heim. Meðfram hönnunarstarfinu hefur Þórunn Elísabet unnið að myndlist sinni, haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Þá hefur hún og tekið að sér sýningarstjórn, meðal annars fyrir Menn-ingarmiðstöðina Gerðuberg og þar var henni haldið Sjónþing árið 2001. Bókin um Þórunni Elísabetu „I love being alive“ var gefin út 2014. Þar birtist myndlist hennar og hugrenningar um lífið og listina. Sýningin Mín er ánægjan í Gallerí Klúku er opin í sumar alla daga til 30. september.
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Heimatilbúið „corny“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira