800 þúsund á tímann að fljúga með gæslunni Sæunn Gísladóttir skrifar 17. maí 2017 07:00 Frá slysstað í Húnavatnssýslu í fyrradag en það var eitt af fjórum útköllum gæslunnar þann daginn. MYND/HÖSKULDUR BIRKIR Á undanförnum árum hefur heildarfjöldi útkalla hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar vaxið verulega. Árið 2011 voru útköllin 155 en í fyrra voru þau 251. Fjölgunin er um 62 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Þrátt fyrir þessa fjölgun hefur flugtímum á ársgrundvelli ekki fjölgað að sama skapi. Af því leiðir að kostnaðurinn hefur heldur ekki aukist í beinu hlutfalli við fjölgun útkalla. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö á mánudagskvöld. Annað barst svo um nóttina. Á meðal þess sem þurfti að gera var að kalla eftir þyrlu til að sækja mann á Suðurlandi. Fjórir erlendir ferðamenn voru einnig fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu. Landhelgisgæslan heldur ekki sérstaklega utan um kostnaðinn sem hlýst af útköllum vegna ferðamanna eða annarra. Gæslan hefur þó áætlað að hver flugtími útleggist á um 750 til 800 þúsund krónur. Útkallið á Suðurlandi í gær, frá því að þyrlan TF-SYN fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli þar til hún lenti þar aftur, tók um það bil einn og hálfan klukkutíma. Tímalengd útkallsins í Húnavatnssýslu er aðeins erfiðara að meta vegna þess að TF-LIF var í öðru útkalli á Vestfjörðum þegar beiðni um aðstoð barst og fór svo beint frá Sjúkrahúsinu á Akureyri austur á Langanes að sækja mann sem slasaðist þar. Ef miðað er við tímann frá því að þyrlan var beðin um að fara á slysstaðinn í Vatnsdal þar til hún lenti við Sjúkrahúsið á Akureyri tók það útkall um klukkustund. Því má reikna með að þessi tvö útköll hlaupi á 1,9 til 2 milljónum króna. Fram kemur í svari frá Landhelgisgæslunni að hún kappkosti einfaldlega við að bregðast við þegar aðstoðar er þörf, svo fremi sem tæki og mannskapur séu til taks. Fjölgun útkalla hafi hins vegar haft þær afleiðingar að minni tími gefist til þjálfunar og æfinga áhafna og löggæsla og eftirlit á grunnslóð hafi dregist saman. Fjölgun útkalla undanfarin ár hefur með öðrum orðum verið á kostnað þessara þátta. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30 Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49 Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Á undanförnum árum hefur heildarfjöldi útkalla hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar vaxið verulega. Árið 2011 voru útköllin 155 en í fyrra voru þau 251. Fjölgunin er um 62 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Þrátt fyrir þessa fjölgun hefur flugtímum á ársgrundvelli ekki fjölgað að sama skapi. Af því leiðir að kostnaðurinn hefur heldur ekki aukist í beinu hlutfalli við fjölgun útkalla. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö á mánudagskvöld. Annað barst svo um nóttina. Á meðal þess sem þurfti að gera var að kalla eftir þyrlu til að sækja mann á Suðurlandi. Fjórir erlendir ferðamenn voru einnig fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu. Landhelgisgæslan heldur ekki sérstaklega utan um kostnaðinn sem hlýst af útköllum vegna ferðamanna eða annarra. Gæslan hefur þó áætlað að hver flugtími útleggist á um 750 til 800 þúsund krónur. Útkallið á Suðurlandi í gær, frá því að þyrlan TF-SYN fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli þar til hún lenti þar aftur, tók um það bil einn og hálfan klukkutíma. Tímalengd útkallsins í Húnavatnssýslu er aðeins erfiðara að meta vegna þess að TF-LIF var í öðru útkalli á Vestfjörðum þegar beiðni um aðstoð barst og fór svo beint frá Sjúkrahúsinu á Akureyri austur á Langanes að sækja mann sem slasaðist þar. Ef miðað er við tímann frá því að þyrlan var beðin um að fara á slysstaðinn í Vatnsdal þar til hún lenti við Sjúkrahúsið á Akureyri tók það útkall um klukkustund. Því má reikna með að þessi tvö útköll hlaupi á 1,9 til 2 milljónum króna. Fram kemur í svari frá Landhelgisgæslunni að hún kappkosti einfaldlega við að bregðast við þegar aðstoðar er þörf, svo fremi sem tæki og mannskapur séu til taks. Fjölgun útkalla hafi hins vegar haft þær afleiðingar að minni tími gefist til þjálfunar og æfinga áhafna og löggæsla og eftirlit á grunnslóð hafi dregist saman. Fjölgun útkalla undanfarin ár hefur með öðrum orðum verið á kostnað þessara þátta.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30 Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49 Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. 16. maí 2017 20:30
Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36
Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49
Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31