Brynjar stofnar Félag fýlupúka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2017 18:11 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stofnaði í hádeginu í dag Félag fýlupúka ásamt nokkrum öðrum í þingflokki Sjálfstæðismanna. Frá þessu greinir þingmaðurinn í færslu á Facebook-síðu sinni en þar segir reyndar einnig að tveimur tímum síðar hafi félagsskapurinn verið kominn í upplausn út af deilum um það hver ætti að vera formaður. „Sumir vildu láta lengd þingferils ráða en aðrir töldu að sá ætti að vera formaður sem væri í mestri fýlu. Ekki var komin niðurstaða í málið þegar þetta fór í prentun,“ segir í færslu þingmannsins en rætt var við Brynjar um þessa færslu í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis núna áðan. Aðspurður hvort að Haraldur Benediktsson og Páll Magnússon væru með honum í stjórninni hló Brynjar við og sagði að færslan væri reyndar öll lygi. Brynjar hefur þó, líkt og Páll, gagnrýnt ráðherraval flokksins og sagt að hann hefði sjálfur gjarnan viljað verða ráðherra. Þannig hefur Brynjar sjálfur lýst því hvað hann teldi að ætti að ráða við val á ráðherrum, það er þekking, reynsla og pólitískt umboð og telur hann að það hafi ekki verið farið eftir því að öllu leyti nú. Á móti hefur verið bent á að einnig þurfi að líta til annarra sjónarmiða, til að mynda aldurs og kyns ráðherra. „Það hefur komið fram að nokkrir voru kannski ekki alveg sáttir við allt eins og gengur og það er í sjálfu sér ekkert nýtt og ekkert óeðlilegt við það en svo heldur lífið áfram og þá þurfa menn að fara úr fýlunni,“ sagði Brynjar. Hann sagði að aðalatriðið væri að hér væri ríkisstjórn og að þetta væri niðurstaðan en viðtalið við Brynjar má hlusta á í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Brynjar spyr hvers vegna verið sé að hafa prófkjör Ólga er meðal Sjálfstæðismanna vegna ráðherravals. Oddviti flokksins í Suðurkjördæmi segir það lítilsvirðingu gagnvart kjördæminu að hafa ekki fengið ráðherra. 11. janúar 2017 20:00 Brynjar ekki viss um að það myndi gera Áslaugu gott að verða ráðherra „Það myndi engum detta í hug að 25 ára strákur sem kæmi nýr inn á þingið yrði gerður að ráðherra.“ 6. janúar 2017 13:55 „Auðvitað er ég ekkert sérstaklega sáttur við að vera ekki ráðherra“ Segir hins vegar ágætis konu vera dómsmálaráðherra og hefur fulla trú á vinkonu sinni Þórdísi Kolbrúnu. 11. janúar 2017 13:38 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stofnaði í hádeginu í dag Félag fýlupúka ásamt nokkrum öðrum í þingflokki Sjálfstæðismanna. Frá þessu greinir þingmaðurinn í færslu á Facebook-síðu sinni en þar segir reyndar einnig að tveimur tímum síðar hafi félagsskapurinn verið kominn í upplausn út af deilum um það hver ætti að vera formaður. „Sumir vildu láta lengd þingferils ráða en aðrir töldu að sá ætti að vera formaður sem væri í mestri fýlu. Ekki var komin niðurstaða í málið þegar þetta fór í prentun,“ segir í færslu þingmannsins en rætt var við Brynjar um þessa færslu í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis núna áðan. Aðspurður hvort að Haraldur Benediktsson og Páll Magnússon væru með honum í stjórninni hló Brynjar við og sagði að færslan væri reyndar öll lygi. Brynjar hefur þó, líkt og Páll, gagnrýnt ráðherraval flokksins og sagt að hann hefði sjálfur gjarnan viljað verða ráðherra. Þannig hefur Brynjar sjálfur lýst því hvað hann teldi að ætti að ráða við val á ráðherrum, það er þekking, reynsla og pólitískt umboð og telur hann að það hafi ekki verið farið eftir því að öllu leyti nú. Á móti hefur verið bent á að einnig þurfi að líta til annarra sjónarmiða, til að mynda aldurs og kyns ráðherra. „Það hefur komið fram að nokkrir voru kannski ekki alveg sáttir við allt eins og gengur og það er í sjálfu sér ekkert nýtt og ekkert óeðlilegt við það en svo heldur lífið áfram og þá þurfa menn að fara úr fýlunni,“ sagði Brynjar. Hann sagði að aðalatriðið væri að hér væri ríkisstjórn og að þetta væri niðurstaðan en viðtalið við Brynjar má hlusta á í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Brynjar spyr hvers vegna verið sé að hafa prófkjör Ólga er meðal Sjálfstæðismanna vegna ráðherravals. Oddviti flokksins í Suðurkjördæmi segir það lítilsvirðingu gagnvart kjördæminu að hafa ekki fengið ráðherra. 11. janúar 2017 20:00 Brynjar ekki viss um að það myndi gera Áslaugu gott að verða ráðherra „Það myndi engum detta í hug að 25 ára strákur sem kæmi nýr inn á þingið yrði gerður að ráðherra.“ 6. janúar 2017 13:55 „Auðvitað er ég ekkert sérstaklega sáttur við að vera ekki ráðherra“ Segir hins vegar ágætis konu vera dómsmálaráðherra og hefur fulla trú á vinkonu sinni Þórdísi Kolbrúnu. 11. janúar 2017 13:38 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Brynjar spyr hvers vegna verið sé að hafa prófkjör Ólga er meðal Sjálfstæðismanna vegna ráðherravals. Oddviti flokksins í Suðurkjördæmi segir það lítilsvirðingu gagnvart kjördæminu að hafa ekki fengið ráðherra. 11. janúar 2017 20:00
Brynjar ekki viss um að það myndi gera Áslaugu gott að verða ráðherra „Það myndi engum detta í hug að 25 ára strákur sem kæmi nýr inn á þingið yrði gerður að ráðherra.“ 6. janúar 2017 13:55
„Auðvitað er ég ekkert sérstaklega sáttur við að vera ekki ráðherra“ Segir hins vegar ágætis konu vera dómsmálaráðherra og hefur fulla trú á vinkonu sinni Þórdísi Kolbrúnu. 11. janúar 2017 13:38