Brynjar ekki viss um að það myndi gera Áslaugu gott að verða ráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 6. janúar 2017 13:55 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Brynjar Níelsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Vísir „Það myndi engum detta í hug að 25 ára strákur sem kæmi nýr inn á þingið yrði gerður að ráðherra,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar sat Brynjar og ræddi ráðherraskipan í mögulegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Miklar umræður hafa verið um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki konur í efstu sætum til að skipa ráðherraembætti og hefur verið umræða þess efnis að leita þurfi jafnvel utan þings eftir konum eða þá að horft yrði til þeirra kvenna sem eru neðar á listum Sjálfstæðisflokksins. Hafa til að mynda nöfn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem skipar annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.Vill að ráðherrar hafi þekkingu og reynslu Þegar Brynjar talaði um að það myndi engum detta í hug að gera 25 ára nýliða að ráðherra viðurkenndi hann að hann væri til dæmis að meina Áslaugu Örnu. Hann sagði mestu máli skipta þegar einstaklingar eru gerðir að æðsta handhafa framkvæmdavaldsins að þeir hafi ákveðna reynslu og þekkingu. Hann sagðist telja Áslaugu efnilegan stjórnmálamann en að hann væri ekki viss að það myndi gera henni gott að gera hana strax að ráðherra. „Ég held að það sé miklu meira í henni en menn átti sig á. Maður sem sjálfur hefur ráðið fólk í vinnu, þá skiptir auðvitað máli ákveðin reynsla. Það að henda fólki í djúpu laugina 25 ára nýkomin á þing, ég er ekki viss um að það myndi einu sinni gera henni gagn, ef ég á að vera hreinskilinn. Það er svo skrýtið að menn eru alveg tilbúnir að gera eitthvað svona bara til að fá einhverja ásýnd eða áferð á þetta. En við erum að tala samt um æðsta handhafa framkvæmdavaldsins,“ sagði Brynjar.Vildi ekki tjá sig Vísir bar þessi ummæli Brynjars undir Áslaugu Örnu sem neitaði að tjá sig um þau. Spurð hvernig henni myndi lítast á að verða ráðherra neitaði hún jafnframt að tjá sig um það og einnig neitaði hún að tjá sig um það hvort rætt hafi verið við hana um að taka við ráðherraembætti. Brynjar sagðist vilja horfa til niðurstöðu kosninga þegar kemur að ráðherraembættum. „Lýðræði er þannig að það var prófkjör og úr því varð ákveðin niðurstaða þar sem fólki var raðað upp. Það vill svo til að það eru fimm karlar og ein kona. Ég auðvitað bara horfi til þess að menn virði niðurstöður kosninga.“Finnst sérstakt hvað Viðreisn og Björt framtíð fá marga ráðherrastólaGreint hefur verið frá því að ráðuneytin muni skiptast þannig að Sjálfstæðisflokkur fái fimm ráðherrastóla, Viðreisn fái þrjá og Björt framtíð tvo. Brynjar sagði það merkilegt að Viðreisn og Björt framtíð fái fimm ráðherra. Í hans huga ættu þeir flokkar að fá færri ráðherrastóla í samræmi við stærð þeirra. Hann sagði þetta vera flokka sem hafi talað fyrir jöfnu vægi atkvæði. „En það gildir greinilega ekki um þetta,“ sagði Brynjar og bætti við að einhverjum sjálfstæðismönnum þætti þetta sérstakt. Sjálfstæðisflokkurinn er með 21 mann á þingi, Viðreisn sjö og Björt framtíð fjóra. Ef þessir flokkar fara í ríkisstjórn verða þeir með eins manns meirihluta á þingi. Brynjar sagði það afar erfitt. Þegar hann var spurður hvort áhugi væri fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins að fara í samstarf við Vinstri grænum og Framsóknarflokknum sagði hann ekki endilega meiri áhugi fyrir því, sjálfstæðismenn hefðu hins vegar áhuga á því að vera ekki í eins manns meirihluta. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
„Það myndi engum detta í hug að 25 ára strákur sem kæmi nýr inn á þingið yrði gerður að ráðherra,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þar sat Brynjar og ræddi ráðherraskipan í mögulegri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Miklar umræður hafa verið um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki konur í efstu sætum til að skipa ráðherraembætti og hefur verið umræða þess efnis að leita þurfi jafnvel utan þings eftir konum eða þá að horft yrði til þeirra kvenna sem eru neðar á listum Sjálfstæðisflokksins. Hafa til að mynda nöfn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem skipar annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.Vill að ráðherrar hafi þekkingu og reynslu Þegar Brynjar talaði um að það myndi engum detta í hug að gera 25 ára nýliða að ráðherra viðurkenndi hann að hann væri til dæmis að meina Áslaugu Örnu. Hann sagði mestu máli skipta þegar einstaklingar eru gerðir að æðsta handhafa framkvæmdavaldsins að þeir hafi ákveðna reynslu og þekkingu. Hann sagðist telja Áslaugu efnilegan stjórnmálamann en að hann væri ekki viss að það myndi gera henni gott að gera hana strax að ráðherra. „Ég held að það sé miklu meira í henni en menn átti sig á. Maður sem sjálfur hefur ráðið fólk í vinnu, þá skiptir auðvitað máli ákveðin reynsla. Það að henda fólki í djúpu laugina 25 ára nýkomin á þing, ég er ekki viss um að það myndi einu sinni gera henni gagn, ef ég á að vera hreinskilinn. Það er svo skrýtið að menn eru alveg tilbúnir að gera eitthvað svona bara til að fá einhverja ásýnd eða áferð á þetta. En við erum að tala samt um æðsta handhafa framkvæmdavaldsins,“ sagði Brynjar.Vildi ekki tjá sig Vísir bar þessi ummæli Brynjars undir Áslaugu Örnu sem neitaði að tjá sig um þau. Spurð hvernig henni myndi lítast á að verða ráðherra neitaði hún jafnframt að tjá sig um það og einnig neitaði hún að tjá sig um það hvort rætt hafi verið við hana um að taka við ráðherraembætti. Brynjar sagðist vilja horfa til niðurstöðu kosninga þegar kemur að ráðherraembættum. „Lýðræði er þannig að það var prófkjör og úr því varð ákveðin niðurstaða þar sem fólki var raðað upp. Það vill svo til að það eru fimm karlar og ein kona. Ég auðvitað bara horfi til þess að menn virði niðurstöður kosninga.“Finnst sérstakt hvað Viðreisn og Björt framtíð fá marga ráðherrastólaGreint hefur verið frá því að ráðuneytin muni skiptast þannig að Sjálfstæðisflokkur fái fimm ráðherrastóla, Viðreisn fái þrjá og Björt framtíð tvo. Brynjar sagði það merkilegt að Viðreisn og Björt framtíð fái fimm ráðherra. Í hans huga ættu þeir flokkar að fá færri ráðherrastóla í samræmi við stærð þeirra. Hann sagði þetta vera flokka sem hafi talað fyrir jöfnu vægi atkvæði. „En það gildir greinilega ekki um þetta,“ sagði Brynjar og bætti við að einhverjum sjálfstæðismönnum þætti þetta sérstakt. Sjálfstæðisflokkurinn er með 21 mann á þingi, Viðreisn sjö og Björt framtíð fjóra. Ef þessir flokkar fara í ríkisstjórn verða þeir með eins manns meirihluta á þingi. Brynjar sagði það afar erfitt. Þegar hann var spurður hvort áhugi væri fyrir því innan Sjálfstæðisflokksins að fara í samstarf við Vinstri grænum og Framsóknarflokknum sagði hann ekki endilega meiri áhugi fyrir því, sjálfstæðismenn hefðu hins vegar áhuga á því að vera ekki í eins manns meirihluta.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira