Símaforstjóri segir opinbert fé vera misnotað í Gagnaveitunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. júlí 2017 07:00 Starfsmenn Gagnaveitu Reykjavíkur vinna við að leggja ljósleiðara í jörð. Mynd/Gagnaveita Reykjavíkur „Síminn telur það með öllu óviðeigandi að Reykjavíkurborg taki sér það vald í gegn um fyrirtæki í sinni eigu að ákveða hvar samkeppni í Reykjavík fái að þrífast og hvar opinber einokun að ríkja,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans, í bréfi til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Orri hefur áður skrifað stjórnarmönnum Orkuveitunnar bréf og kvartað undan framgöngu Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags OR, á ljósleiðaramarkaði. Bréf sem hann skrifaði í apríl var í júní tekið fyrir á fundi stjórnar OR þar sem meirihlutinn ákvað að aðhafast ekki eftir að hafa leitað skýringa hjá Gagnaveitunni. Þrír stjórnarmenn sátu hjá. Orri segir við Fréttablaðið að þótt stjórn Orkuveitunnar telji sig hafa fengið fullnægjandi skýringar frá Gagnaveitunni sé málinu ekki lokið. Það snúist um að Síminn hafi í nokkur ár reynt án árangurs að fá samvinnu við Gagnaveitu Reykjavíkur varðandi samnýtingu innviða, bæði þeirra sem þegar séu til og eins þess sem eftir eigi að framkvæma. Markmiðið sé að fyrirtækin séu ekki í kapphlaupi að grafa allar götur með tilheyrandi sóun á fé og raski fyrir íbúa.Orri Hauksson, forstjóri Símans.„Það gerðist til dæmis núna í júní að Gagnaveitan var að fara að grafa nokkrar götur í Kópavogi og Míla vildi gjarnan fá að vera með í þeim skurði eins og gerist þegar veitufyrirtæki og verktakar eru að opna jörð á annað borð. En Gagnaveitan hafði ekki áhuga á því og það endaði eftir margra vikna reiptog með að Kópavogsbær sá til þess að Gagnaveitan fékk ekki framkvæmdaleyfi nema að starfa með þeim öðrum sem ætluðu að vinna í sama hverfi,“ segir Orri. Í nýju bréfi skorar Orri á Orkuveituna að tryggja að Gagnaveitan starfi í samræmi við lög og í þágu samkeppni. Ljóst sé að fyrirtækið starfi í dag í andstöðu við fjarskiptalög, samkeppnislög og evrópskt regluverk. „Opinbert fjármagn hefur verið nýtt með ólögmætum hætti og til þess að réttlæta slíka nýtingu hefur GR gripið til ólögmætra aðgerða til þess að styrkja og tryggja markaðsráðandi stöðu félagsins,“ skrifar forstjóri Símans sem segir Gagnaveituna leggja sig fram um að takmarka samkeppni og reyna að bola keppinautum af markaðnum. „Það eru einkennileg skilaboð til atvinnulífsins að hið opinbera vald, sem Reykjavíkurborg og OR/GR er falið, sé nýtt í því skyni að draga markvisst úr samkeppni í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum í stærsta hluta fjarskiptakeðjunnar.“ Fullyrt er í bréfi Símaforstjórans að sá aðgangur að kerfi Gagnaveitunnar sem Síminn hafi óskað eftir sé í fullu samræmi við stefnu bæði íslenska ríkisins og framkvæmdastjórnar ESB um að auka skuli samkeppni í innviðatækni fjarskipta. Orri nefnir sérstaklega sex atriði sem hann segir til marks um að Gagnaveitan leggi sig fram um að takmarka samkeppni. Eitt þeirra sé að Gagnaveitan hafi verið fjármögnuð með ólögmætum hætti og brotið fjarskiptalög. „Síminn telur reyndar augljóst að ólögmæt ríkisaðstoð eigi við í fleiri og alvarlegri tilfellum,“ skrifar Orri Hauksson. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Sjá meira
„Síminn telur það með öllu óviðeigandi að Reykjavíkurborg taki sér það vald í gegn um fyrirtæki í sinni eigu að ákveða hvar samkeppni í Reykjavík fái að þrífast og hvar opinber einokun að ríkja,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans, í bréfi til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Orri hefur áður skrifað stjórnarmönnum Orkuveitunnar bréf og kvartað undan framgöngu Gagnaveitu Reykjavíkur, dótturfélags OR, á ljósleiðaramarkaði. Bréf sem hann skrifaði í apríl var í júní tekið fyrir á fundi stjórnar OR þar sem meirihlutinn ákvað að aðhafast ekki eftir að hafa leitað skýringa hjá Gagnaveitunni. Þrír stjórnarmenn sátu hjá. Orri segir við Fréttablaðið að þótt stjórn Orkuveitunnar telji sig hafa fengið fullnægjandi skýringar frá Gagnaveitunni sé málinu ekki lokið. Það snúist um að Síminn hafi í nokkur ár reynt án árangurs að fá samvinnu við Gagnaveitu Reykjavíkur varðandi samnýtingu innviða, bæði þeirra sem þegar séu til og eins þess sem eftir eigi að framkvæma. Markmiðið sé að fyrirtækin séu ekki í kapphlaupi að grafa allar götur með tilheyrandi sóun á fé og raski fyrir íbúa.Orri Hauksson, forstjóri Símans.„Það gerðist til dæmis núna í júní að Gagnaveitan var að fara að grafa nokkrar götur í Kópavogi og Míla vildi gjarnan fá að vera með í þeim skurði eins og gerist þegar veitufyrirtæki og verktakar eru að opna jörð á annað borð. En Gagnaveitan hafði ekki áhuga á því og það endaði eftir margra vikna reiptog með að Kópavogsbær sá til þess að Gagnaveitan fékk ekki framkvæmdaleyfi nema að starfa með þeim öðrum sem ætluðu að vinna í sama hverfi,“ segir Orri. Í nýju bréfi skorar Orri á Orkuveituna að tryggja að Gagnaveitan starfi í samræmi við lög og í þágu samkeppni. Ljóst sé að fyrirtækið starfi í dag í andstöðu við fjarskiptalög, samkeppnislög og evrópskt regluverk. „Opinbert fjármagn hefur verið nýtt með ólögmætum hætti og til þess að réttlæta slíka nýtingu hefur GR gripið til ólögmætra aðgerða til þess að styrkja og tryggja markaðsráðandi stöðu félagsins,“ skrifar forstjóri Símans sem segir Gagnaveituna leggja sig fram um að takmarka samkeppni og reyna að bola keppinautum af markaðnum. „Það eru einkennileg skilaboð til atvinnulífsins að hið opinbera vald, sem Reykjavíkurborg og OR/GR er falið, sé nýtt í því skyni að draga markvisst úr samkeppni í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum í stærsta hluta fjarskiptakeðjunnar.“ Fullyrt er í bréfi Símaforstjórans að sá aðgangur að kerfi Gagnaveitunnar sem Síminn hafi óskað eftir sé í fullu samræmi við stefnu bæði íslenska ríkisins og framkvæmdastjórnar ESB um að auka skuli samkeppni í innviðatækni fjarskipta. Orri nefnir sérstaklega sex atriði sem hann segir til marks um að Gagnaveitan leggi sig fram um að takmarka samkeppni. Eitt þeirra sé að Gagnaveitan hafi verið fjármögnuð með ólögmætum hætti og brotið fjarskiptalög. „Síminn telur reyndar augljóst að ólögmæt ríkisaðstoð eigi við í fleiri og alvarlegri tilfellum,“ skrifar Orri Hauksson.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð Sjá meira