Á sjötta tug fórust í efnavopnaárásinni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2017 07:00 Varnarlið Khan Sheikhun hlúir að fórnarlambi árásarinnar. vísir/afp Að minnsta kosti 58 fórust í árás á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun í gær, þar af ellefu börn. Bærinn sem um ræðir er undir stjórn uppreisnarmanna. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með átökunum þar í landi, lýstu því yfir í gær að annaðhvort sýrlenski herinn eða rússneski flugherinn hefði varpað sprengjum á bæinn. Miðað við áverka fórnarlamba telja samtökin að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Þannig hafa samtökin eftir læknum á svæðinu að liðið hafi yfir fórnarlömb, þau hafi kastað upp og froðufellt. Blaðamaður AFP sagði sömu sögu og sá lík ungar stelpu, fullorðinnar konu og tveggja eldri borgara á spítala í bænum. Sjá mátti froðu í munni þeirra allra. Sami blaðamaður greindi frá því að sprengja hefði skollið á spítalanum stuttu síðar. Hafi þá brak hrunið yfir lækna sem voru að vinna við að aðstoða fórnarlömb fyrri árása. Mohammed Rasoul, sem rekur flota sjúkrabíla í góðgerðarskyni í borginni Idlib, skammt frá Khan Sheikhoun, sagði í viðtali við BBC að fjöldi hinna látnu væri 67 en ekki 58. Fréttastofa uppreisnarmanna, Step, sagði hins vegar að hundrað hefðu látið lífið.Sýrlenskt barn fær meðferð eftir árásina. Nordicphotos/AFPSyrian Observatory sagði óvíst hvaða efni hefði verið varpað á bæinn. Fréttastofan EMC, sem er á bandi uppreisnarmanna, sagði allt líta út fyrir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn en það er talið tuttugu sinnum banvænna en blásýra. Heimildarmaður fréttaveitunnar Reuters innan sýrlenska hersins sagði í gær að sýrlenski herinn „hefði ekki beitt og beitti ekki“ efnavopnum. Sýrlenska stjórnarandstaðan var harðorð í gær. Fór hún fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hæfi rannsókn á árásinni þegar í stað. Vesturlönd hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur hins vegar alla tíð neitað þeim ásökunum. Samtökin Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons hafa þó endurtekið greint notkun eiturefna í árásum í Sýrlandi. Í janúar í fyrra greindist til að mynda saríngas í blóði fórnarlambs slíkrar árásar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Að minnsta kosti 58 fórust í árás á sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun í gær, þar af ellefu börn. Bærinn sem um ræðir er undir stjórn uppreisnarmanna. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgjast með átökunum þar í landi, lýstu því yfir í gær að annaðhvort sýrlenski herinn eða rússneski flugherinn hefði varpað sprengjum á bæinn. Miðað við áverka fórnarlamba telja samtökin að um efnavopnaárás hafi verið að ræða. Þannig hafa samtökin eftir læknum á svæðinu að liðið hafi yfir fórnarlömb, þau hafi kastað upp og froðufellt. Blaðamaður AFP sagði sömu sögu og sá lík ungar stelpu, fullorðinnar konu og tveggja eldri borgara á spítala í bænum. Sjá mátti froðu í munni þeirra allra. Sami blaðamaður greindi frá því að sprengja hefði skollið á spítalanum stuttu síðar. Hafi þá brak hrunið yfir lækna sem voru að vinna við að aðstoða fórnarlömb fyrri árása. Mohammed Rasoul, sem rekur flota sjúkrabíla í góðgerðarskyni í borginni Idlib, skammt frá Khan Sheikhoun, sagði í viðtali við BBC að fjöldi hinna látnu væri 67 en ekki 58. Fréttastofa uppreisnarmanna, Step, sagði hins vegar að hundrað hefðu látið lífið.Sýrlenskt barn fær meðferð eftir árásina. Nordicphotos/AFPSyrian Observatory sagði óvíst hvaða efni hefði verið varpað á bæinn. Fréttastofan EMC, sem er á bandi uppreisnarmanna, sagði allt líta út fyrir að saríngasi hafi verið varpað á bæinn en það er talið tuttugu sinnum banvænna en blásýra. Heimildarmaður fréttaveitunnar Reuters innan sýrlenska hersins sagði í gær að sýrlenski herinn „hefði ekki beitt og beitti ekki“ efnavopnum. Sýrlenska stjórnarandstaðan var harðorð í gær. Fór hún fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hæfi rannsókn á árásinni þegar í stað. Vesturlönd hafa áður sakað sýrlensku ríkisstjórnina um að beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum, meðal annars saríngasi, einkum í baráttunni um höfuðborgina Damaskus. Þar féllu til dæmis rúmlega 500 manns í meintri efnavopnaárás í ágúst árið 2013. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur hins vegar alla tíð neitað þeim ásökunum. Samtökin Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons hafa þó endurtekið greint notkun eiturefna í árásum í Sýrlandi. Í janúar í fyrra greindist til að mynda saríngas í blóði fórnarlambs slíkrar árásar.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Við vörum við myndum sem fylgja fréttinni.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira