Börn á flótta verða fyrir miklu ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2017 16:02 Börn og ungmenni sem eru á flótta og faraldsfæti yfir Miðjarðarhafið eru í mikilli hættu á því að verða fyrir ofbeldi og misnotkun á leið til Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og IOM, stofnun Sameinuðu þjóðanna um fólksflutninga, sem birt var í gær. Þar segir að 77 prósent þeirra barna og ungmenna sem ferðast til Miðjarðarhafsins á leið til Evrópu verði fyrir ofbeldi og misnotkun á leiðinni og hafa lent í aðstæðum sem leiða má til mansals. Skýrsluna, sem heitir Harrowing Journeys, má finna á vef UNICEF en hún byggir á upplýsingum frá ellefu þúsund börnum og ungmennum.Misnotuð, seld og lamin„Sá grimmi raunveruleiki blasir við að nú er algengara en ekki að börn á flótta og faraldsfæti yfir Miðjarðarhafið eru misnotuð, seld mansali, lamin og sæti mismunun,“ segir Afshan Khan, svæðisstjóri UNICEF sem samhæfir aðgerðir UNICEF í flóttamannamálum í Evrópu. „Leiðtogar Evrópusambandsins ættu að vinna að langtímalausnum sem fela í sér öruggar og löglegar leiðir yfir landamæri, koma upp svæðum sem vernda börn á faraldsfæti og finna aðra valkosti en að hneppa börn í varðhald.“ Hún segir börnin í skuld við smyglara þegar þau koma til Evrópu og það setji þau í meiri hættu. Að meðaltali greiði þau eitt til fimm þúsund evrur fyrir ferðina. Einn drengur sem UNICEF ræddi við heitir Aimamo. Hann er sextán ára gamall, frá Gambíu og var á leið til Evrópu án fylgdar. Hann lýsti því hvernig hann var seldur og neyddur til þrælkunarvinnu í fleiri mánuði þegar hann kom til Líbíu. „Ef þú reynir að flýja, þá skjóta þeir þig. Ef þú hættir að vinna, þá berja þeir þig. Við vorum eins og þrælar. Að loknum vinnudegi, þá læstu þeir þig inni.“ Aimamo tókst þó að flýja og komst hann til Ítalíu.Kalla eftir aðgerðum UNICEF og IOM kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að tryggja öryggi og réttindi barna, hvort sem þau eru á flótta eða á faraldsfæti. Kallað er eftir því að stjórnvöld sem og leiðtogar Afríkusambandsins, Evrópusambandsins, alþjóðlegra stofnana og aðrir hluteigandi aðilar setji í forgang röð aðgerða: Að búa til öruggar og löglegar leiðir fyrir börn á ferðinni; efla þjónustu sem verndar börn á flótta eða faraldsfæti, hvort sem um er að ræða löndin sem þau koma frá, löndin sem þau ferðast í gegnum eða áfangastað; vinna þvert á landamæri í baráttunni gegn mansali og misneytingu; og berjast gegn útlendingahatri, kynþáttafordómum og mismunun gegn öllum innflytjendum og flóttamönnum. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Börn og ungmenni sem eru á flótta og faraldsfæti yfir Miðjarðarhafið eru í mikilli hættu á því að verða fyrir ofbeldi og misnotkun á leið til Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og IOM, stofnun Sameinuðu þjóðanna um fólksflutninga, sem birt var í gær. Þar segir að 77 prósent þeirra barna og ungmenna sem ferðast til Miðjarðarhafsins á leið til Evrópu verði fyrir ofbeldi og misnotkun á leiðinni og hafa lent í aðstæðum sem leiða má til mansals. Skýrsluna, sem heitir Harrowing Journeys, má finna á vef UNICEF en hún byggir á upplýsingum frá ellefu þúsund börnum og ungmennum.Misnotuð, seld og lamin„Sá grimmi raunveruleiki blasir við að nú er algengara en ekki að börn á flótta og faraldsfæti yfir Miðjarðarhafið eru misnotuð, seld mansali, lamin og sæti mismunun,“ segir Afshan Khan, svæðisstjóri UNICEF sem samhæfir aðgerðir UNICEF í flóttamannamálum í Evrópu. „Leiðtogar Evrópusambandsins ættu að vinna að langtímalausnum sem fela í sér öruggar og löglegar leiðir yfir landamæri, koma upp svæðum sem vernda börn á faraldsfæti og finna aðra valkosti en að hneppa börn í varðhald.“ Hún segir börnin í skuld við smyglara þegar þau koma til Evrópu og það setji þau í meiri hættu. Að meðaltali greiði þau eitt til fimm þúsund evrur fyrir ferðina. Einn drengur sem UNICEF ræddi við heitir Aimamo. Hann er sextán ára gamall, frá Gambíu og var á leið til Evrópu án fylgdar. Hann lýsti því hvernig hann var seldur og neyddur til þrælkunarvinnu í fleiri mánuði þegar hann kom til Líbíu. „Ef þú reynir að flýja, þá skjóta þeir þig. Ef þú hættir að vinna, þá berja þeir þig. Við vorum eins og þrælar. Að loknum vinnudegi, þá læstu þeir þig inni.“ Aimamo tókst þó að flýja og komst hann til Ítalíu.Kalla eftir aðgerðum UNICEF og IOM kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að tryggja öryggi og réttindi barna, hvort sem þau eru á flótta eða á faraldsfæti. Kallað er eftir því að stjórnvöld sem og leiðtogar Afríkusambandsins, Evrópusambandsins, alþjóðlegra stofnana og aðrir hluteigandi aðilar setji í forgang röð aðgerða: Að búa til öruggar og löglegar leiðir fyrir börn á ferðinni; efla þjónustu sem verndar börn á flótta eða faraldsfæti, hvort sem um er að ræða löndin sem þau koma frá, löndin sem þau ferðast í gegnum eða áfangastað; vinna þvert á landamæri í baráttunni gegn mansali og misneytingu; og berjast gegn útlendingahatri, kynþáttafordómum og mismunun gegn öllum innflytjendum og flóttamönnum.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira