Börn á flótta verða fyrir miklu ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2017 16:02 Börn og ungmenni sem eru á flótta og faraldsfæti yfir Miðjarðarhafið eru í mikilli hættu á því að verða fyrir ofbeldi og misnotkun á leið til Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og IOM, stofnun Sameinuðu þjóðanna um fólksflutninga, sem birt var í gær. Þar segir að 77 prósent þeirra barna og ungmenna sem ferðast til Miðjarðarhafsins á leið til Evrópu verði fyrir ofbeldi og misnotkun á leiðinni og hafa lent í aðstæðum sem leiða má til mansals. Skýrsluna, sem heitir Harrowing Journeys, má finna á vef UNICEF en hún byggir á upplýsingum frá ellefu þúsund börnum og ungmennum.Misnotuð, seld og lamin„Sá grimmi raunveruleiki blasir við að nú er algengara en ekki að börn á flótta og faraldsfæti yfir Miðjarðarhafið eru misnotuð, seld mansali, lamin og sæti mismunun,“ segir Afshan Khan, svæðisstjóri UNICEF sem samhæfir aðgerðir UNICEF í flóttamannamálum í Evrópu. „Leiðtogar Evrópusambandsins ættu að vinna að langtímalausnum sem fela í sér öruggar og löglegar leiðir yfir landamæri, koma upp svæðum sem vernda börn á faraldsfæti og finna aðra valkosti en að hneppa börn í varðhald.“ Hún segir börnin í skuld við smyglara þegar þau koma til Evrópu og það setji þau í meiri hættu. Að meðaltali greiði þau eitt til fimm þúsund evrur fyrir ferðina. Einn drengur sem UNICEF ræddi við heitir Aimamo. Hann er sextán ára gamall, frá Gambíu og var á leið til Evrópu án fylgdar. Hann lýsti því hvernig hann var seldur og neyddur til þrælkunarvinnu í fleiri mánuði þegar hann kom til Líbíu. „Ef þú reynir að flýja, þá skjóta þeir þig. Ef þú hættir að vinna, þá berja þeir þig. Við vorum eins og þrælar. Að loknum vinnudegi, þá læstu þeir þig inni.“ Aimamo tókst þó að flýja og komst hann til Ítalíu.Kalla eftir aðgerðum UNICEF og IOM kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að tryggja öryggi og réttindi barna, hvort sem þau eru á flótta eða á faraldsfæti. Kallað er eftir því að stjórnvöld sem og leiðtogar Afríkusambandsins, Evrópusambandsins, alþjóðlegra stofnana og aðrir hluteigandi aðilar setji í forgang röð aðgerða: Að búa til öruggar og löglegar leiðir fyrir börn á ferðinni; efla þjónustu sem verndar börn á flótta eða faraldsfæti, hvort sem um er að ræða löndin sem þau koma frá, löndin sem þau ferðast í gegnum eða áfangastað; vinna þvert á landamæri í baráttunni gegn mansali og misneytingu; og berjast gegn útlendingahatri, kynþáttafordómum og mismunun gegn öllum innflytjendum og flóttamönnum. Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Börn og ungmenni sem eru á flótta og faraldsfæti yfir Miðjarðarhafið eru í mikilli hættu á því að verða fyrir ofbeldi og misnotkun á leið til Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og IOM, stofnun Sameinuðu þjóðanna um fólksflutninga, sem birt var í gær. Þar segir að 77 prósent þeirra barna og ungmenna sem ferðast til Miðjarðarhafsins á leið til Evrópu verði fyrir ofbeldi og misnotkun á leiðinni og hafa lent í aðstæðum sem leiða má til mansals. Skýrsluna, sem heitir Harrowing Journeys, má finna á vef UNICEF en hún byggir á upplýsingum frá ellefu þúsund börnum og ungmennum.Misnotuð, seld og lamin„Sá grimmi raunveruleiki blasir við að nú er algengara en ekki að börn á flótta og faraldsfæti yfir Miðjarðarhafið eru misnotuð, seld mansali, lamin og sæti mismunun,“ segir Afshan Khan, svæðisstjóri UNICEF sem samhæfir aðgerðir UNICEF í flóttamannamálum í Evrópu. „Leiðtogar Evrópusambandsins ættu að vinna að langtímalausnum sem fela í sér öruggar og löglegar leiðir yfir landamæri, koma upp svæðum sem vernda börn á faraldsfæti og finna aðra valkosti en að hneppa börn í varðhald.“ Hún segir börnin í skuld við smyglara þegar þau koma til Evrópu og það setji þau í meiri hættu. Að meðaltali greiði þau eitt til fimm þúsund evrur fyrir ferðina. Einn drengur sem UNICEF ræddi við heitir Aimamo. Hann er sextán ára gamall, frá Gambíu og var á leið til Evrópu án fylgdar. Hann lýsti því hvernig hann var seldur og neyddur til þrælkunarvinnu í fleiri mánuði þegar hann kom til Líbíu. „Ef þú reynir að flýja, þá skjóta þeir þig. Ef þú hættir að vinna, þá berja þeir þig. Við vorum eins og þrælar. Að loknum vinnudegi, þá læstu þeir þig inni.“ Aimamo tókst þó að flýja og komst hann til Ítalíu.Kalla eftir aðgerðum UNICEF og IOM kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að tryggja öryggi og réttindi barna, hvort sem þau eru á flótta eða á faraldsfæti. Kallað er eftir því að stjórnvöld sem og leiðtogar Afríkusambandsins, Evrópusambandsins, alþjóðlegra stofnana og aðrir hluteigandi aðilar setji í forgang röð aðgerða: Að búa til öruggar og löglegar leiðir fyrir börn á ferðinni; efla þjónustu sem verndar börn á flótta eða faraldsfæti, hvort sem um er að ræða löndin sem þau koma frá, löndin sem þau ferðast í gegnum eða áfangastað; vinna þvert á landamæri í baráttunni gegn mansali og misneytingu; og berjast gegn útlendingahatri, kynþáttafordómum og mismunun gegn öllum innflytjendum og flóttamönnum.
Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira