Lífið

Verne Troyer fékk Teslu í sinni stærð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Troyer mjög sáttur með bílinn.
Troyer mjög sáttur með bílinn.
Leikarinn þekkti Verne Troyer heldur úti nokkuð vinsælli You-Tube síðu en hann fékk á dögunum frábæra jólagjöf.

Troyer sló í gegn sem karakterinn Mini-Me í kvimyndunum um spæjarann Austin Powers en hann er sennilega þekktastur fyrir það að vera dvergvaxinn.

Í pakkanum var barnaútgáfa af rafmagnsbíl frá Tesla. Troyer er 81 sentímetrar að hæð. Hann gaf í framhaldinu út skemmtilegt myndband þar sem hann prófar bifreiðina og virðist hann mjög sáttur eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×