Opnun Vaðlaheiðarganga gæti seinkað enn frekar Haraldur Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 Verktakar Ósafls glöddust þegar síðasta haftið var sprengt í vor. vísir/jói k. Útlit er fyrir frekari seinkun á opnun Vaðlaheiðarganga en aðstæður þar tefja enn verkið. Núgildandi verkáætlun gerir ráð fyrir að klippt verði á borða í lok ágúst 2018 en opnunin gæti nú tafist um nokkra mánuði og á endanum orðið heilum tveimur árum á eftir upphaflegri áætlun.Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga.„Það hefur komið fram að það eru seinkanir á verktímanum. Verktakinn hefur nýlega staðfest að þær verði unnar upp en það eru nokkrar breytur í þessu og ljóst að það þarf að spýta í lófana ef halda á áætlun. Það er ekki búið að útiloka að þetta gangi upp en eins og staðan er núna lítur út fyrir seinkun þrátt fyrir fyrirheit verktakans,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður verkkaupans, Vaðlaheiðarganga hf. Síðasta haft ganganna var sprengt í lok apríl en framkvæmdir hófust í júlí 2013. Síðustu mánuði hafa verktakar Ósafls unnið við að koma heitu og köldu vatni sem streymir úr sprungum í lagnir og út úr göngunum. Þegar stóra heitavatnsæðin opnaðist í febrúar 2014 var gert ráð fyrir hálfs árs seinkun og að göngin yrðu opnuð síðasta vor. Það væri mikilvægt svo hægt yrði að ná tekjutoppi síðasta sumar, á þeim árstíma þegar flestir bílar færu í gegnum göngin. Nú er útlit fyrir að síðustu sumardagar 2018 náist ekki heldur en framkvæmdin er fjármögnuð með 13,4 milljarða króna láni frá ríkinu. „Þetta verður rekstur til langs tíma og hversu lengi sem gjaldtakan verður þá er þetta ekki úrslitaatriði, einhver nokkurra mánaða seinkun til viðbótar. Þó það hefði verið betra því vigtin á umferðinni liggur þannig. Rekstur svona vegganga er þannig að það er mikil framlegð í tekjunum þegar þær koma og það er í sjálfu sér betra að ná sumrinu en það kemur annað sumar og það er ekki úrslitaatriði,“ segir Friðrik. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Brátt slegið í gegn í Vaðlaheiðargöngum Aðeins eru um 50 metrar þar til slegið verður í gegn í Vaðlaheiðargöngum. 19. apríl 2017 07:00 Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. 8. apríl 2017 08:26 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Útlit er fyrir frekari seinkun á opnun Vaðlaheiðarganga en aðstæður þar tefja enn verkið. Núgildandi verkáætlun gerir ráð fyrir að klippt verði á borða í lok ágúst 2018 en opnunin gæti nú tafist um nokkra mánuði og á endanum orðið heilum tveimur árum á eftir upphaflegri áætlun.Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga.„Það hefur komið fram að það eru seinkanir á verktímanum. Verktakinn hefur nýlega staðfest að þær verði unnar upp en það eru nokkrar breytur í þessu og ljóst að það þarf að spýta í lófana ef halda á áætlun. Það er ekki búið að útiloka að þetta gangi upp en eins og staðan er núna lítur út fyrir seinkun þrátt fyrir fyrirheit verktakans,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður verkkaupans, Vaðlaheiðarganga hf. Síðasta haft ganganna var sprengt í lok apríl en framkvæmdir hófust í júlí 2013. Síðustu mánuði hafa verktakar Ósafls unnið við að koma heitu og köldu vatni sem streymir úr sprungum í lagnir og út úr göngunum. Þegar stóra heitavatnsæðin opnaðist í febrúar 2014 var gert ráð fyrir hálfs árs seinkun og að göngin yrðu opnuð síðasta vor. Það væri mikilvægt svo hægt yrði að ná tekjutoppi síðasta sumar, á þeim árstíma þegar flestir bílar færu í gegnum göngin. Nú er útlit fyrir að síðustu sumardagar 2018 náist ekki heldur en framkvæmdin er fjármögnuð með 13,4 milljarða króna láni frá ríkinu. „Þetta verður rekstur til langs tíma og hversu lengi sem gjaldtakan verður þá er þetta ekki úrslitaatriði, einhver nokkurra mánaða seinkun til viðbótar. Þó það hefði verið betra því vigtin á umferðinni liggur þannig. Rekstur svona vegganga er þannig að það er mikil framlegð í tekjunum þegar þær koma og það er í sjálfu sér betra að ná sumrinu en það kemur annað sumar og það er ekki úrslitaatriði,“ segir Friðrik.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Brátt slegið í gegn í Vaðlaheiðargöngum Aðeins eru um 50 metrar þar til slegið verður í gegn í Vaðlaheiðargöngum. 19. apríl 2017 07:00 Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. 8. apríl 2017 08:26 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Brátt slegið í gegn í Vaðlaheiðargöngum Aðeins eru um 50 metrar þar til slegið verður í gegn í Vaðlaheiðargöngum. 19. apríl 2017 07:00
Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. 8. apríl 2017 08:26
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent