Opnun Vaðlaheiðarganga gæti seinkað enn frekar Haraldur Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2017 06:00 Verktakar Ósafls glöddust þegar síðasta haftið var sprengt í vor. vísir/jói k. Útlit er fyrir frekari seinkun á opnun Vaðlaheiðarganga en aðstæður þar tefja enn verkið. Núgildandi verkáætlun gerir ráð fyrir að klippt verði á borða í lok ágúst 2018 en opnunin gæti nú tafist um nokkra mánuði og á endanum orðið heilum tveimur árum á eftir upphaflegri áætlun.Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga.„Það hefur komið fram að það eru seinkanir á verktímanum. Verktakinn hefur nýlega staðfest að þær verði unnar upp en það eru nokkrar breytur í þessu og ljóst að það þarf að spýta í lófana ef halda á áætlun. Það er ekki búið að útiloka að þetta gangi upp en eins og staðan er núna lítur út fyrir seinkun þrátt fyrir fyrirheit verktakans,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður verkkaupans, Vaðlaheiðarganga hf. Síðasta haft ganganna var sprengt í lok apríl en framkvæmdir hófust í júlí 2013. Síðustu mánuði hafa verktakar Ósafls unnið við að koma heitu og köldu vatni sem streymir úr sprungum í lagnir og út úr göngunum. Þegar stóra heitavatnsæðin opnaðist í febrúar 2014 var gert ráð fyrir hálfs árs seinkun og að göngin yrðu opnuð síðasta vor. Það væri mikilvægt svo hægt yrði að ná tekjutoppi síðasta sumar, á þeim árstíma þegar flestir bílar færu í gegnum göngin. Nú er útlit fyrir að síðustu sumardagar 2018 náist ekki heldur en framkvæmdin er fjármögnuð með 13,4 milljarða króna láni frá ríkinu. „Þetta verður rekstur til langs tíma og hversu lengi sem gjaldtakan verður þá er þetta ekki úrslitaatriði, einhver nokkurra mánaða seinkun til viðbótar. Þó það hefði verið betra því vigtin á umferðinni liggur þannig. Rekstur svona vegganga er þannig að það er mikil framlegð í tekjunum þegar þær koma og það er í sjálfu sér betra að ná sumrinu en það kemur annað sumar og það er ekki úrslitaatriði,“ segir Friðrik. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Brátt slegið í gegn í Vaðlaheiðargöngum Aðeins eru um 50 metrar þar til slegið verður í gegn í Vaðlaheiðargöngum. 19. apríl 2017 07:00 Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. 8. apríl 2017 08:26 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Útlit er fyrir frekari seinkun á opnun Vaðlaheiðarganga en aðstæður þar tefja enn verkið. Núgildandi verkáætlun gerir ráð fyrir að klippt verði á borða í lok ágúst 2018 en opnunin gæti nú tafist um nokkra mánuði og á endanum orðið heilum tveimur árum á eftir upphaflegri áætlun.Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga.„Það hefur komið fram að það eru seinkanir á verktímanum. Verktakinn hefur nýlega staðfest að þær verði unnar upp en það eru nokkrar breytur í þessu og ljóst að það þarf að spýta í lófana ef halda á áætlun. Það er ekki búið að útiloka að þetta gangi upp en eins og staðan er núna lítur út fyrir seinkun þrátt fyrir fyrirheit verktakans,“ segir Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður verkkaupans, Vaðlaheiðarganga hf. Síðasta haft ganganna var sprengt í lok apríl en framkvæmdir hófust í júlí 2013. Síðustu mánuði hafa verktakar Ósafls unnið við að koma heitu og köldu vatni sem streymir úr sprungum í lagnir og út úr göngunum. Þegar stóra heitavatnsæðin opnaðist í febrúar 2014 var gert ráð fyrir hálfs árs seinkun og að göngin yrðu opnuð síðasta vor. Það væri mikilvægt svo hægt yrði að ná tekjutoppi síðasta sumar, á þeim árstíma þegar flestir bílar færu í gegnum göngin. Nú er útlit fyrir að síðustu sumardagar 2018 náist ekki heldur en framkvæmdin er fjármögnuð með 13,4 milljarða króna láni frá ríkinu. „Þetta verður rekstur til langs tíma og hversu lengi sem gjaldtakan verður þá er þetta ekki úrslitaatriði, einhver nokkurra mánaða seinkun til viðbótar. Þó það hefði verið betra því vigtin á umferðinni liggur þannig. Rekstur svona vegganga er þannig að það er mikil framlegð í tekjunum þegar þær koma og það er í sjálfu sér betra að ná sumrinu en það kemur annað sumar og það er ekki úrslitaatriði,“ segir Friðrik.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Brátt slegið í gegn í Vaðlaheiðargöngum Aðeins eru um 50 metrar þar til slegið verður í gegn í Vaðlaheiðargöngum. 19. apríl 2017 07:00 Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. 8. apríl 2017 08:26 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Brátt slegið í gegn í Vaðlaheiðargöngum Aðeins eru um 50 metrar þar til slegið verður í gegn í Vaðlaheiðargöngum. 19. apríl 2017 07:00
Ríkið lánar 4,7 milljarða króna vegna Vaðlaheiðarganga Framkvæmdin er þegar komin 44 prósent fram úr áætlun. 8. apríl 2017 08:26