Kvartett sem sjaldan hefur komið fram opinberlega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. maí 2017 09:45 Kvartett Einars Scheving hefur á að skipa einvalaliði. „Kvartett Einars Scheving hefur leik í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld klukkan átta. „Við erum að æfa,“ sagði Einar síðdegis í gær þegar hann tók upp símann. Þessir „við“ eru auk hans píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson, saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og bassaleikarinn Skúli Sverrisson. Sjálfur leikur Einar á trommur og slagverk. Svo er efnið líka að langmestu leyti eftir hann, sumt glænýtt, annað af plötunum Cycles, Land míns föður og Intervals sem hafa komið út með kvartettinum. Þær hafa allar fengið frábæra dóma, bæði hér á landi og erlendis og Einar fékk meira að segja Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tvær þeirra.„Nú ætlum við að gefa í,“ segir Einar. Fréttablaðið/StefánEinar kveðst fyrst hafa hóað kvartettinum saman árið 2006. Þó hefur sveitin ótrúlega sjaldan komið fram svo þessir tónleikar í Hannesarholti eru talsverður viðburður. „Það var í raun ekki fyrr en á útgáfutónleikum þegar Intervals, nýjasta platan okkar, kom út 2015 sem við spiluðum opinberlega, einhverjum níu árum eftir að samstarfið hófst. Við gerðum nokkrar heiðarlegar tilraunir en það var svo mikið að gera hjá öllum, bæði hér á landi á erlendis. Svo ætlum við að bæta í núna,“ segir hann og viðurkennir að kvartettinn stefni á landvinninga erlendis. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Kvartett Einars Scheving hefur leik í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld klukkan átta. „Við erum að æfa,“ sagði Einar síðdegis í gær þegar hann tók upp símann. Þessir „við“ eru auk hans píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson, saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og bassaleikarinn Skúli Sverrisson. Sjálfur leikur Einar á trommur og slagverk. Svo er efnið líka að langmestu leyti eftir hann, sumt glænýtt, annað af plötunum Cycles, Land míns föður og Intervals sem hafa komið út með kvartettinum. Þær hafa allar fengið frábæra dóma, bæði hér á landi og erlendis og Einar fékk meira að segja Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tvær þeirra.„Nú ætlum við að gefa í,“ segir Einar. Fréttablaðið/StefánEinar kveðst fyrst hafa hóað kvartettinum saman árið 2006. Þó hefur sveitin ótrúlega sjaldan komið fram svo þessir tónleikar í Hannesarholti eru talsverður viðburður. „Það var í raun ekki fyrr en á útgáfutónleikum þegar Intervals, nýjasta platan okkar, kom út 2015 sem við spiluðum opinberlega, einhverjum níu árum eftir að samstarfið hófst. Við gerðum nokkrar heiðarlegar tilraunir en það var svo mikið að gera hjá öllum, bæði hér á landi á erlendis. Svo ætlum við að bæta í núna,“ segir hann og viðurkennir að kvartettinn stefni á landvinninga erlendis.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Bíó og sjónvarp Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira