Innlent

Lögreglan telur sig komna á spor sökudólga í Grafarholtinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Slökkvistarf tók um þrjá tíma í gær.
Slökkvistarf tók um þrjá tíma í gær. Vísir/Eyþór
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur líklegt að börn hafi kveikt í niðurgröfnum strætisvagni í Grafarholti í gær. Ásgeir Pétur Guðnason, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, allt benda til íkveikju og að lögreglan telji sig komna á spor þeirra sem kveikt hafi eldinn.

Tilkynnendur hafi séð börn á svæðinu og þau hafi einnig sést á öryggismyndavélum Krónunnar sem er þarna rétt hjá. Talið er að þeir sem kveikt hafi eldinn séu tíu til tólf ára.

Tilkynning um eldinn barst um fimm í gær og hafði slökkviliðið ráðið niðurlögum eldsins rétt eftir klukkan átta um kvöldið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var slökkvistarfið snúið en mikill eldsmatur var í strætisvagninum.

Strætisvagninn hafði verið niðurgrafinn og notaður sem Geymsla um áraraðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×