Flest listaverkin brotnuðu á leiðinni aftur til Íslands Guðný Hrönn skrifar 25. janúar 2017 10:15 Auður Lóa útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2015. Fréttablaðið/Stefán Það er listakonan Auður Lóa Guðnadóttir sem byrjar árið í sýningarrýminu Plássi með sýningu sinni Mythologies, eða á íslensku Goðsagnir, en Pláss er nýtt sýningarrými vefverslunarinnar Listaverkasölunnar. „Goðsagnir er ljósmyndasýning og skúlptúrsýning í senn, þetta eru sem sagt ljósmyndir sem teknar eru af skúlptúrum,“ segir myndlistarkonan Auður Lóa sem vann skúlptúra sýningar sinnar í Dublin þar sem hún hafði vinnupláss hjá MART Gallery í október í fyrra. „Verkin í þessari seríu eru öll unnin í pappamassa sem er mikið uppáhaldsefni hjá mér þessa dagana. Pappamassinn er ákaflega klunnalegt efni og ómeðfærilegt, en það er það sem er það besta við hann. Þá verða verkin að einhverju leyti til af tilviljun. Það er líka af hálfgerðri tilviljun að ég skuli vera að sýna ljósmyndir, en það hef ég aldrei gert áður. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að flest verkin brotnuðu á leiðinni aftur til Íslands.“Tígrisdýrið er í ákveðnu uppáhaldi hjá Auði.Auður kveðst hafa mikinn áhuga á sögu, antík og skrautmunum og byggir sýninguna á þeim áhuga. „Skúlptúrarnir eru allir á stærð við styttur sem væru til skrauts í glugga. Myndefnið er sígilt; svanur, naktar konur, hermenn á hestbaki og tígrisdýr. Fígúrurnar eru svo ljósmyndaðar á greinandi hátt, eins og minjar á safni,“ útskýrir Auður. Auður Lóa segir ferlið við að vinna sýningu sem þessa vera bæði skemmtilegt og krefjandi. „Það sem er auðvitað langskemmtilegast að vinna í stúdíóinu er að búa til listaverkið sjálft. Uppsetning sýninga getur reynst flókin og mikill tími fer í mjög ólistrænt, praktískt ferli, svo sem að spartla, skrifa texta og tölvupóst, ferja hluti milli staða, kannski ryksuga og kaupa vín fyrir sýningargesti. Það er ekki mikill glamúr í því.“ „En í heildina hefur verið mjög skemmtilegt að setja upp þessa sýningu, enda reka þau Jóhann Ludwig Torfason og Ragnhildur Jóhanns Plássið af mikilli fagmennsku,“ segir Auður. Þess má geta að sýningin verður opnuð á morgun, 26. janúar, í Plássi. Verk Auðar verða svo til sölu á sölu á vef Listaverkasölunnar www.listaverkasalan.com. Menning Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira
Það er listakonan Auður Lóa Guðnadóttir sem byrjar árið í sýningarrýminu Plássi með sýningu sinni Mythologies, eða á íslensku Goðsagnir, en Pláss er nýtt sýningarrými vefverslunarinnar Listaverkasölunnar. „Goðsagnir er ljósmyndasýning og skúlptúrsýning í senn, þetta eru sem sagt ljósmyndir sem teknar eru af skúlptúrum,“ segir myndlistarkonan Auður Lóa sem vann skúlptúra sýningar sinnar í Dublin þar sem hún hafði vinnupláss hjá MART Gallery í október í fyrra. „Verkin í þessari seríu eru öll unnin í pappamassa sem er mikið uppáhaldsefni hjá mér þessa dagana. Pappamassinn er ákaflega klunnalegt efni og ómeðfærilegt, en það er það sem er það besta við hann. Þá verða verkin að einhverju leyti til af tilviljun. Það er líka af hálfgerðri tilviljun að ég skuli vera að sýna ljósmyndir, en það hef ég aldrei gert áður. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að flest verkin brotnuðu á leiðinni aftur til Íslands.“Tígrisdýrið er í ákveðnu uppáhaldi hjá Auði.Auður kveðst hafa mikinn áhuga á sögu, antík og skrautmunum og byggir sýninguna á þeim áhuga. „Skúlptúrarnir eru allir á stærð við styttur sem væru til skrauts í glugga. Myndefnið er sígilt; svanur, naktar konur, hermenn á hestbaki og tígrisdýr. Fígúrurnar eru svo ljósmyndaðar á greinandi hátt, eins og minjar á safni,“ útskýrir Auður. Auður Lóa segir ferlið við að vinna sýningu sem þessa vera bæði skemmtilegt og krefjandi. „Það sem er auðvitað langskemmtilegast að vinna í stúdíóinu er að búa til listaverkið sjálft. Uppsetning sýninga getur reynst flókin og mikill tími fer í mjög ólistrænt, praktískt ferli, svo sem að spartla, skrifa texta og tölvupóst, ferja hluti milli staða, kannski ryksuga og kaupa vín fyrir sýningargesti. Það er ekki mikill glamúr í því.“ „En í heildina hefur verið mjög skemmtilegt að setja upp þessa sýningu, enda reka þau Jóhann Ludwig Torfason og Ragnhildur Jóhanns Plássið af mikilli fagmennsku,“ segir Auður. Þess má geta að sýningin verður opnuð á morgun, 26. janúar, í Plássi. Verk Auðar verða svo til sölu á sölu á vef Listaverkasölunnar www.listaverkasalan.com.
Menning Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Sjá meira