Litli frændi forsetans kveikir í internetinu Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. september 2017 15:30 JóiPé og KRÓLI eru að gera allt vitlaust með nýjasta laginu sínu B.O.B.A. Vísir/Anton Brink Á mánudaginn kom lagið B.O.B.A. með þeim JóaPé og KRÓLA út á YouTube og hefur vægast sagt verið vel tekið í þetta hressa lag þeirra drengja. Það er til að mynda komið í 70 þúsund spilanir þegar þessi orð eru rituð og trónir á toppnum yfir vinsælustu myndböndin á landinu. Þessar tölur gætu mögulega verið Íslandsmet, en erfitt er að segja til um það. „Þetta eru búnar að vera mjög góðar viðtökur – eiginlega alveg rosalegar. Ég bjóst alls ekki við þessu, bara svolítið,“ segir JóiPé, eða Jóhannes Damian Patreksson eins og hann heitir. Kannski er vert að minnast á það áður en við höldum lengra að Patrekur Jóhannesson er faðir hans – og forseti Íslands þá föðurbróðir hans. KRÓLI er Kristinn Óli Haraldsson.Plata á föstudag JóiPé gaf í sumar út lagið Ég vil það með söngvaranum Chase, sem rauk einnig upp vinsældalistann. „Við erum að gefa út plötu á föstudaginn. Þetta er átta laga plata sem heitir GerviGlingur. Við erum búnir að vera að vinna hana með Starra [úr Landabois] og Þormóði – Þormóður er frá Ísafirði og gerði taktinn við B.O.B.A. Síðan er það hann Darri sem hefur verið að mixa og mastera plötuna," segir JóiPé. „Þetta var mjög skemmtilegt ferli en samt gaman að vera búinn að klára. Það verður útgáfupartí á laugardaginn á Prikinu. DJ Egill Spegill hitar upp og svo tökum við lög af plötunni. Landabois spila líka.“ Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Á mánudaginn kom lagið B.O.B.A. með þeim JóaPé og KRÓLA út á YouTube og hefur vægast sagt verið vel tekið í þetta hressa lag þeirra drengja. Það er til að mynda komið í 70 þúsund spilanir þegar þessi orð eru rituð og trónir á toppnum yfir vinsælustu myndböndin á landinu. Þessar tölur gætu mögulega verið Íslandsmet, en erfitt er að segja til um það. „Þetta eru búnar að vera mjög góðar viðtökur – eiginlega alveg rosalegar. Ég bjóst alls ekki við þessu, bara svolítið,“ segir JóiPé, eða Jóhannes Damian Patreksson eins og hann heitir. Kannski er vert að minnast á það áður en við höldum lengra að Patrekur Jóhannesson er faðir hans – og forseti Íslands þá föðurbróðir hans. KRÓLI er Kristinn Óli Haraldsson.Plata á föstudag JóiPé gaf í sumar út lagið Ég vil það með söngvaranum Chase, sem rauk einnig upp vinsældalistann. „Við erum að gefa út plötu á föstudaginn. Þetta er átta laga plata sem heitir GerviGlingur. Við erum búnir að vera að vinna hana með Starra [úr Landabois] og Þormóði – Þormóður er frá Ísafirði og gerði taktinn við B.O.B.A. Síðan er það hann Darri sem hefur verið að mixa og mastera plötuna," segir JóiPé. „Þetta var mjög skemmtilegt ferli en samt gaman að vera búinn að klára. Það verður útgáfupartí á laugardaginn á Prikinu. DJ Egill Spegill hitar upp og svo tökum við lög af plötunni. Landabois spila líka.“
Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira