Stóra pelsamálið: „Það er hipp og kúl að vera í svona spreyjuðum pelsum“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2017 16:41 „Það er alltaf verið að reyna að fela fátækt á Íslandi og það hefur verið reynt að fela hana síðastliðin 20 ár frá því ég kynntist kjörum eldri borgara og öryrkja. Það er nokkuð sem við viljum ekki gera,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, um gagnrýni sem samtökin hafa fengið á sig fyrir að ætla að gefa fátækum og heimilislausum pelsa sem hafa verið merktir með spreyi. Þetta kom fram í viðtali í Reykjavík síðdegis. Um er að ræða 200 pelsa sem fengnir voru frá alþjóðlegu dýraverndarsamtökunum PETA að gjöf en þeir voru spreyjaðir til að koma í veg fyrir þeir yrðu seldir aftur. Þessi gjörningur hefur verið umdeildur og hefur til að mynda Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður, gagnrýnt þetta fyrirkomulag á RÚV. Guðrún sagði það vera siðferðilega rangt að merkja fátækt fólk með þessum hætti en Ásgerður Jóna segir það af og frá. „Í sjálfu sér er hipp og kúl að vera í spreyjuðum pelsum í útlöndum en þetta er eitthvað mjög viðkvæmt á Íslandi,“ segir Ásgerður og tekur fram að það sé langt því frá þannig að verið sé að lítilsvirða fátækt fólk með þessum hætti. „Við erum ekki að gera það, því það er hipp og kúl að vera í svona spreyjuðum pelsum og fólk velur sér það sjálft ef það vill. Við erum ekki að neyða þetta inn á einn eða neinn,“ segir Ásgerður. Hún segir að vitað sé um bágstadda á Íslandi í óupphituðu húsnæði sem hafi þörf fyrir svona klæðnaði og tekur fram að hægt sé að þrífa litinn af pelsunum. „Það er smá vinna en það er hægt.“ Hún á von á því að heimilislausir karlmenn verði í meirihluta þeirra sem muni sækja sér pelsa og minnir á að síðustu opinberu tölur gefi til kynna að 170 séu heimilislausir á Íslandi og því veiti ekki af þessari aðstoð. Tengdar fréttir Stóra pelsamálið: „Þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þann sem ætlar að gefa þetta“ Sitt sýnist hverjum um pelsana sem Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að gefa fátækum og heimilislausum. 24. janúar 2017 13:52 Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. 24. janúar 2017 10:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
„Það er alltaf verið að reyna að fela fátækt á Íslandi og það hefur verið reynt að fela hana síðastliðin 20 ár frá því ég kynntist kjörum eldri borgara og öryrkja. Það er nokkuð sem við viljum ekki gera,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, um gagnrýni sem samtökin hafa fengið á sig fyrir að ætla að gefa fátækum og heimilislausum pelsa sem hafa verið merktir með spreyi. Þetta kom fram í viðtali í Reykjavík síðdegis. Um er að ræða 200 pelsa sem fengnir voru frá alþjóðlegu dýraverndarsamtökunum PETA að gjöf en þeir voru spreyjaðir til að koma í veg fyrir þeir yrðu seldir aftur. Þessi gjörningur hefur verið umdeildur og hefur til að mynda Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður, gagnrýnt þetta fyrirkomulag á RÚV. Guðrún sagði það vera siðferðilega rangt að merkja fátækt fólk með þessum hætti en Ásgerður Jóna segir það af og frá. „Í sjálfu sér er hipp og kúl að vera í spreyjuðum pelsum í útlöndum en þetta er eitthvað mjög viðkvæmt á Íslandi,“ segir Ásgerður og tekur fram að það sé langt því frá þannig að verið sé að lítilsvirða fátækt fólk með þessum hætti. „Við erum ekki að gera það, því það er hipp og kúl að vera í svona spreyjuðum pelsum og fólk velur sér það sjálft ef það vill. Við erum ekki að neyða þetta inn á einn eða neinn,“ segir Ásgerður. Hún segir að vitað sé um bágstadda á Íslandi í óupphituðu húsnæði sem hafi þörf fyrir svona klæðnaði og tekur fram að hægt sé að þrífa litinn af pelsunum. „Það er smá vinna en það er hægt.“ Hún á von á því að heimilislausir karlmenn verði í meirihluta þeirra sem muni sækja sér pelsa og minnir á að síðustu opinberu tölur gefi til kynna að 170 séu heimilislausir á Íslandi og því veiti ekki af þessari aðstoð.
Tengdar fréttir Stóra pelsamálið: „Þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þann sem ætlar að gefa þetta“ Sitt sýnist hverjum um pelsana sem Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að gefa fátækum og heimilislausum. 24. janúar 2017 13:52 Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. 24. janúar 2017 10:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Stóra pelsamálið: „Þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þann sem ætlar að gefa þetta“ Sitt sýnist hverjum um pelsana sem Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að gefa fátækum og heimilislausum. 24. janúar 2017 13:52
Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. 24. janúar 2017 10:51