Stóra pelsamálið: „Þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þann sem ætlar að gefa þetta“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2017 13:52 Sitt sýnist hverjum um pelsana sem Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að gefa fátækum og heimilislausum. Samsett mynd „Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar myndum aldrei gefa svona merkta pelsa,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar, um pelsana sem Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að gefa fátækum og heimilislausum hér á landi. Það voru alþjóðlegu dýraverndarsamtökin PETA sem gáfu Fjölskylduhjálp þessa pelsa sem hafa verið merkti með spreyi til að koma í veg fyrir að þeir verði seldir aftur. Þessi gjörningur hefur verið talsvert umdeildur og mikið til umræðu á samfélagsmiðlum það sem af er degi. Vilborg Oddsdóttir segir í samtali við Vísi að Hjálparstarf kirkjunnar hefði ekki tekið við þessum pelsum frá PETA og hvað þá gefið fátækum þá.Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.Vísir/GVA„Þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þann sem ætlar að gefa þetta. Að ætla að merkja fólk sem er fátækt. Þú kannski tekur pels af því þér er kalt og hefur ekkert annað. Þessi hugsunarháttur að spreyja á pelsana áður en maður gefur þá fátækum, mér hugnast hann ekki. Ég get skilið fólk sem er heimilislaust, þá er fínt að fá pels ef þú ert að drepast úr kulda.“ Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Þá verða einnig pelsar sendir út á land og til þeirra sem eru taldir þurfa á þeim að halda. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag að það væri siðferðislega rangt að merkja fólk fátækt. Hún sagði þörfina fyrir pelsana meiri víða annars staðar í heiminu og það væri til dæmis frekar hægt að nota þá sem ábreiður eða gólfmottur í flóttamannabúðum. PETA berst gegn því að fólk klæðist pelsum af dýraverndarsjónarmiðum en handritshöfundurinn Nína Richter segir PETA með reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Þá þurfi hinir ríku nýtt stöðutákn.Varðandi pelsamálið: PETA eru augljóslega að reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Hinir ríku þurfa nýtt stöðutákn.— Nína Richter (@Kisumamma) January 24, 2017 Íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins, Hans Steinar Bjarnason, segir þetta uppátæki meika akkúrat engan sens en bendir á að það gerðu þó topplausu möffin-kökurnar í Seinfeld-gamanþáttunum sem oft gátu verið ansi súrrealískir.Spreyjaðir pelsar fyrir fátækt fólk meikar akkúrat engan sens. Það gerðu þó topplausu muffin kökurnar í Seinfeld https://t.co/9dTBAyOhQ9— Hans Steinar (@hanssteinar) January 24, 2017 Björk Vilhelmsdóttir, félagsfræðingur og stjórnmálakona, er hugsi yfir tíðindunum. Sömu sögu er að segja um sagnfræðinginn Stefán Pálsson. Tengdar fréttir Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. 24. janúar 2017 10:51 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
„Við hjá Hjálparstarfi kirkjunnar myndum aldrei gefa svona merkta pelsa,“ segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar, um pelsana sem Fjölskylduhjálp Íslands ætlar að gefa fátækum og heimilislausum hér á landi. Það voru alþjóðlegu dýraverndarsamtökin PETA sem gáfu Fjölskylduhjálp þessa pelsa sem hafa verið merkti með spreyi til að koma í veg fyrir að þeir verði seldir aftur. Þessi gjörningur hefur verið talsvert umdeildur og mikið til umræðu á samfélagsmiðlum það sem af er degi. Vilborg Oddsdóttir segir í samtali við Vísi að Hjálparstarf kirkjunnar hefði ekki tekið við þessum pelsum frá PETA og hvað þá gefið fátækum þá.Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar.Vísir/GVA„Þetta er fyrst og fremst niðurlægjandi fyrir þann sem ætlar að gefa þetta. Að ætla að merkja fólk sem er fátækt. Þú kannski tekur pels af því þér er kalt og hefur ekkert annað. Þessi hugsunarháttur að spreyja á pelsana áður en maður gefur þá fátækum, mér hugnast hann ekki. Ég get skilið fólk sem er heimilislaust, þá er fínt að fá pels ef þú ert að drepast úr kulda.“ Pelsarnir verða afhentir í Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjavík á morgun en í Reykjanesbæ á fimmtudag. Þá verða einnig pelsar sendir út á land og til þeirra sem eru taldir þurfa á þeim að halda. Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag að það væri siðferðislega rangt að merkja fólk fátækt. Hún sagði þörfina fyrir pelsana meiri víða annars staðar í heiminu og það væri til dæmis frekar hægt að nota þá sem ábreiður eða gólfmottur í flóttamannabúðum. PETA berst gegn því að fólk klæðist pelsum af dýraverndarsjónarmiðum en handritshöfundurinn Nína Richter segir PETA með reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Þá þurfi hinir ríku nýtt stöðutákn.Varðandi pelsamálið: PETA eru augljóslega að reyna að koma pelsum úr tísku með því að láta þurfandi fá þá. Hinir ríku þurfa nýtt stöðutákn.— Nína Richter (@Kisumamma) January 24, 2017 Íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins, Hans Steinar Bjarnason, segir þetta uppátæki meika akkúrat engan sens en bendir á að það gerðu þó topplausu möffin-kökurnar í Seinfeld-gamanþáttunum sem oft gátu verið ansi súrrealískir.Spreyjaðir pelsar fyrir fátækt fólk meikar akkúrat engan sens. Það gerðu þó topplausu muffin kökurnar í Seinfeld https://t.co/9dTBAyOhQ9— Hans Steinar (@hanssteinar) January 24, 2017 Björk Vilhelmsdóttir, félagsfræðingur og stjórnmálakona, er hugsi yfir tíðindunum. Sömu sögu er að segja um sagnfræðinginn Stefán Pálsson.
Tengdar fréttir Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. 24. janúar 2017 10:51 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Pelsar merktir með rauðu spreyi á leið til fátækra á Íslandi „Til dæmis konan sem er búin að sofa í bílakjallara í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir. 24. janúar 2017 10:51