Bregðast við dræmri miðasölu á ofurleikinn Benedikt Bóas skrifar 13. júlí 2017 06:00 Frá blaðamannafundinum þegar leikurinn var kynntur með pomp og prakt. Laugardalsvöllurinn er minnsti völlurinn sem Super Match hefur farið fram á en stefnan er enn að slá áhorfendametið sem nú er 20.200. vísir/ernir Íþróttir „Það er ekkert leyndarmál að miðasala fór hægt af stað,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, um hvernig gangi að selja miða á æfingaleik Manchester City og West Ham 4. ágúst. Ensku úrvalsdeildarliðin munu mætast á Laugardalsvelli en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst. Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Um er að ræða leik sem kallast The Super Match en í sams konar leik mættust Manchester United og Galatasaray á síðasta ári í Svíþjóð. Á fundinum var tilkynnt að stefnt væri að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli. Miðamál og miðasala koma KSÍ ekkert við heldur fyrirtækinu Super Match en miðasala fer í gegnum miði.is. Þar eru einu teikningarnar sem til eru af Laugardalsvelli og sést vel að mörg sæti eru óseld. Miðaverð er frá 5.899 en dýrustu miðarnir eru á 16.899 krónur. Flestir seldir miðar eru fyrir miðju á nýju stúkunni. Til að auka áhugann mun Super Match fara í heilmikla fjölmiðlaherferð og endurhugsa miðamálin og sem dæmi er nefnt að miðaeigendur munu fá að hitta leikmenn í svokölluðu „meet and greet“ og fá aðgang að æfingu eða jafnvel æfingum en margir af frægustu leikmönnum heims spila með Manchester City og nægir að nefna Íslandsvininn Sergio Agüero, David Silva, Kevin De Bruyne og brasilíska undrabarnið Gabriel Jesus. West Ham á nokkuð traustan og góðan stuðningsmannahóp á Íslandi en liðið átti þrjá lykilmenn í enska landsliðinu sem hampaði heimsmeistaratitlinum árið 1966, meðal annars fyrirliðann, Bobby Moore. Klara segir að hugmyndir Super Match séu áhugaverðar og hlakkar til ef þær verða að veruleika. „Kannski er eitthvað sem þeir gera sem KSÍ getur tileinkað sér í framtíðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefnt að áhorfendameti á leik City og West Ham í dalnum | Sjáðu allan fundinn Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik rétt fyrir ensku úrvalsdeildina á Laugardalsvelli. 14. júní 2017 13:45 Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Fleiri fréttir Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira
Íþróttir „Það er ekkert leyndarmál að miðasala fór hægt af stað,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, um hvernig gangi að selja miða á æfingaleik Manchester City og West Ham 4. ágúst. Ensku úrvalsdeildarliðin munu mætast á Laugardalsvelli en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst. Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Um er að ræða leik sem kallast The Super Match en í sams konar leik mættust Manchester United og Galatasaray á síðasta ári í Svíþjóð. Á fundinum var tilkynnt að stefnt væri að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli. Miðamál og miðasala koma KSÍ ekkert við heldur fyrirtækinu Super Match en miðasala fer í gegnum miði.is. Þar eru einu teikningarnar sem til eru af Laugardalsvelli og sést vel að mörg sæti eru óseld. Miðaverð er frá 5.899 en dýrustu miðarnir eru á 16.899 krónur. Flestir seldir miðar eru fyrir miðju á nýju stúkunni. Til að auka áhugann mun Super Match fara í heilmikla fjölmiðlaherferð og endurhugsa miðamálin og sem dæmi er nefnt að miðaeigendur munu fá að hitta leikmenn í svokölluðu „meet and greet“ og fá aðgang að æfingu eða jafnvel æfingum en margir af frægustu leikmönnum heims spila með Manchester City og nægir að nefna Íslandsvininn Sergio Agüero, David Silva, Kevin De Bruyne og brasilíska undrabarnið Gabriel Jesus. West Ham á nokkuð traustan og góðan stuðningsmannahóp á Íslandi en liðið átti þrjá lykilmenn í enska landsliðinu sem hampaði heimsmeistaratitlinum árið 1966, meðal annars fyrirliðann, Bobby Moore. Klara segir að hugmyndir Super Match séu áhugaverðar og hlakkar til ef þær verða að veruleika. „Kannski er eitthvað sem þeir gera sem KSÍ getur tileinkað sér í framtíðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefnt að áhorfendameti á leik City og West Ham í dalnum | Sjáðu allan fundinn Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik rétt fyrir ensku úrvalsdeildina á Laugardalsvelli. 14. júní 2017 13:45 Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport Fleiri fréttir Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Sjá meira
Stefnt að áhorfendameti á leik City og West Ham í dalnum | Sjáðu allan fundinn Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik rétt fyrir ensku úrvalsdeildina á Laugardalsvelli. 14. júní 2017 13:45