Bregðast við dræmri miðasölu á ofurleikinn Benedikt Bóas skrifar 13. júlí 2017 06:00 Frá blaðamannafundinum þegar leikurinn var kynntur með pomp og prakt. Laugardalsvöllurinn er minnsti völlurinn sem Super Match hefur farið fram á en stefnan er enn að slá áhorfendametið sem nú er 20.200. vísir/ernir Íþróttir „Það er ekkert leyndarmál að miðasala fór hægt af stað,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, um hvernig gangi að selja miða á æfingaleik Manchester City og West Ham 4. ágúst. Ensku úrvalsdeildarliðin munu mætast á Laugardalsvelli en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst. Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Um er að ræða leik sem kallast The Super Match en í sams konar leik mættust Manchester United og Galatasaray á síðasta ári í Svíþjóð. Á fundinum var tilkynnt að stefnt væri að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli. Miðamál og miðasala koma KSÍ ekkert við heldur fyrirtækinu Super Match en miðasala fer í gegnum miði.is. Þar eru einu teikningarnar sem til eru af Laugardalsvelli og sést vel að mörg sæti eru óseld. Miðaverð er frá 5.899 en dýrustu miðarnir eru á 16.899 krónur. Flestir seldir miðar eru fyrir miðju á nýju stúkunni. Til að auka áhugann mun Super Match fara í heilmikla fjölmiðlaherferð og endurhugsa miðamálin og sem dæmi er nefnt að miðaeigendur munu fá að hitta leikmenn í svokölluðu „meet and greet“ og fá aðgang að æfingu eða jafnvel æfingum en margir af frægustu leikmönnum heims spila með Manchester City og nægir að nefna Íslandsvininn Sergio Agüero, David Silva, Kevin De Bruyne og brasilíska undrabarnið Gabriel Jesus. West Ham á nokkuð traustan og góðan stuðningsmannahóp á Íslandi en liðið átti þrjá lykilmenn í enska landsliðinu sem hampaði heimsmeistaratitlinum árið 1966, meðal annars fyrirliðann, Bobby Moore. Klara segir að hugmyndir Super Match séu áhugaverðar og hlakkar til ef þær verða að veruleika. „Kannski er eitthvað sem þeir gera sem KSÍ getur tileinkað sér í framtíðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefnt að áhorfendameti á leik City og West Ham í dalnum | Sjáðu allan fundinn Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik rétt fyrir ensku úrvalsdeildina á Laugardalsvelli. 14. júní 2017 13:45 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
Íþróttir „Það er ekkert leyndarmál að miðasala fór hægt af stað,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, um hvernig gangi að selja miða á æfingaleik Manchester City og West Ham 4. ágúst. Ensku úrvalsdeildarliðin munu mætast á Laugardalsvelli en þetta verður síðasti leikur beggja liða áður en deildin hefst í ágúst. Leikurinn var tilkynntur á stórum blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Um er að ræða leik sem kallast The Super Match en í sams konar leik mættust Manchester United og Galatasaray á síðasta ári í Svíþjóð. Á fundinum var tilkynnt að stefnt væri að því að slá áhorfendametið á Laugardalsvelli. Miðamál og miðasala koma KSÍ ekkert við heldur fyrirtækinu Super Match en miðasala fer í gegnum miði.is. Þar eru einu teikningarnar sem til eru af Laugardalsvelli og sést vel að mörg sæti eru óseld. Miðaverð er frá 5.899 en dýrustu miðarnir eru á 16.899 krónur. Flestir seldir miðar eru fyrir miðju á nýju stúkunni. Til að auka áhugann mun Super Match fara í heilmikla fjölmiðlaherferð og endurhugsa miðamálin og sem dæmi er nefnt að miðaeigendur munu fá að hitta leikmenn í svokölluðu „meet and greet“ og fá aðgang að æfingu eða jafnvel æfingum en margir af frægustu leikmönnum heims spila með Manchester City og nægir að nefna Íslandsvininn Sergio Agüero, David Silva, Kevin De Bruyne og brasilíska undrabarnið Gabriel Jesus. West Ham á nokkuð traustan og góðan stuðningsmannahóp á Íslandi en liðið átti þrjá lykilmenn í enska landsliðinu sem hampaði heimsmeistaratitlinum árið 1966, meðal annars fyrirliðann, Bobby Moore. Klara segir að hugmyndir Super Match séu áhugaverðar og hlakkar til ef þær verða að veruleika. „Kannski er eitthvað sem þeir gera sem KSÍ getur tileinkað sér í framtíðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stefnt að áhorfendameti á leik City og West Ham í dalnum | Sjáðu allan fundinn Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik rétt fyrir ensku úrvalsdeildina á Laugardalsvelli. 14. júní 2017 13:45 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Sjá meira
Stefnt að áhorfendameti á leik City og West Ham í dalnum | Sjáðu allan fundinn Manchester City og West Ham mætast í æfingaleik rétt fyrir ensku úrvalsdeildina á Laugardalsvelli. 14. júní 2017 13:45