Innlent

Mæði ekki nóg til að fá bifreiðarstyrk

Héraðsdómur Reykjavíkur taldi framkvæmd TR í samræmi við lög og lögin standast stjórnarskrá.
Héraðsdómur Reykjavíkur taldi framkvæmd TR í samræmi við lög og lögin standast stjórnarskrá. Vísir/Pjetur
Kona sem er 75 prósent öryrki á ekki rétt á bifreiðastyrk frá Tryggingastofnun (TR) þar sem hún styðst ekki við hjálpartæki til að ferðast. Þetta er niðurstaða úrskurðar­nefndar velferðarmála (ÚNV).

Konan sótti um styrk til kaupa á bifreið í fyrra en var synjað af TR. Kærði hún niðurstöðuna til ÚNV. Konan glímir við slit- og vefjagigt og þjáist af miklum kvíða. Samkvæmt mati læknis þá mæðist hún mjög við áreynslu og þarf til að mynda að hvílast eftir um 200 metra gang.

Samkvæmt reglum um hverjir eiga rétt á bifreiðastyrk þá þarf umsækjandi annaðhvort að reiða sig á hjólastól til að hreyfa sig eða að brúka tvær hækjur. Í ljósi þess að konan notar hvorugt var henni synjað af TR. ÚNV staðfesti þá synjun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×