Fyrstu útgönguspár í Frakklandi: Macron og Le Pen efst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2017 18:04 Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, Benoît Hamon, forsetaefni Sósíalista, Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Emmanuel Macron, leiðtogi En Marche hreyfingarinnar, og Jean-Luc Mélenchon, forsetaefni vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise. Vísir/AFP Kjörstaðir í Frakklandi loka nú hver af fætum öðrum, en kosið var í stærstu borgum landsins allt til klukkan sex í kvöld, að íslenskum tíma. Fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi, fer fram í dag. Búist er við því að úrslit verði ljós um klukkan átta í kvöld. Fyrstu tölur um útgönguspár birtust frá franska innanríkisráðuneytinu, nú um klukkan sex að íslenskum tíma.Spárnar benda til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron sé efstur, með 23,7 prósent fylgi, en rétt á eftir honum kemur frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, með 21,7 prósent fylgi. Þar á eftir koma Jean-Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, og repúblikaninn Francois Fillon, með um 19,5 prósent fylgi hvor. Síðari umferð kosninganna mun fara fram 7. maí næstkomandi, þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem hljóta flest atkvæði í kosningunum í dag. Allt bendir til þess að það verði þau Macron og Le Pen. Kosningaþátttaka hefur mælst um 69,42 prósent, sem er örlítið lægra en árið 2012, þegar 70,59 prósent Frakka kusu í fyrri umferðinni. Um er að ræða sögulegar kosningar, að því er virðist að öllu leyti, en skoðanakannanir benda til þess að í fyrsta skipti munu báðir frambjóðendur Repúblikana og Sósíalista ekki hljóta nægt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Þá er þetta í fyrsta skipti sem að sitjandi forseti býður sig ekki fram aftur, líkt og Francois Hollande að þessu sinni. Flestar kannanir höfðu áður bent til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron, ásamt frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, muni hljóta nægilegt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Macron, sem var áður í Sósíalistaflokknum fer fyrir En Marche hreyfingunni, en hana stofnaði hann fyrir ári síðan. Frambjóðendurnir tveir gætu ekki verið ólíkari, en Macron hefur talað fyrir frjálslyndri efnahagsstefnu, opnu Frakklandi og er hliðhollur Evrópusambandinu, á meðan Le Pen hefur talað gegn sambandinu, gegn innflytjendum og fyrir efnahagslegri verndarstefnu. Ljóst er þó að úrslit í kosningunum verða ekki ljós fyrr en að búið er að telja öll atkvæðin, enda talið næsta víst að lítill munur verði á fylgi efstu manna. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Kjörstaðir í Frakklandi loka nú hver af fætum öðrum, en kosið var í stærstu borgum landsins allt til klukkan sex í kvöld, að íslenskum tíma. Fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi, fer fram í dag. Búist er við því að úrslit verði ljós um klukkan átta í kvöld. Fyrstu tölur um útgönguspár birtust frá franska innanríkisráðuneytinu, nú um klukkan sex að íslenskum tíma.Spárnar benda til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron sé efstur, með 23,7 prósent fylgi, en rétt á eftir honum kemur frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, með 21,7 prósent fylgi. Þar á eftir koma Jean-Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, og repúblikaninn Francois Fillon, með um 19,5 prósent fylgi hvor. Síðari umferð kosninganna mun fara fram 7. maí næstkomandi, þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem hljóta flest atkvæði í kosningunum í dag. Allt bendir til þess að það verði þau Macron og Le Pen. Kosningaþátttaka hefur mælst um 69,42 prósent, sem er örlítið lægra en árið 2012, þegar 70,59 prósent Frakka kusu í fyrri umferðinni. Um er að ræða sögulegar kosningar, að því er virðist að öllu leyti, en skoðanakannanir benda til þess að í fyrsta skipti munu báðir frambjóðendur Repúblikana og Sósíalista ekki hljóta nægt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Þá er þetta í fyrsta skipti sem að sitjandi forseti býður sig ekki fram aftur, líkt og Francois Hollande að þessu sinni. Flestar kannanir höfðu áður bent til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron, ásamt frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, muni hljóta nægilegt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Macron, sem var áður í Sósíalistaflokknum fer fyrir En Marche hreyfingunni, en hana stofnaði hann fyrir ári síðan. Frambjóðendurnir tveir gætu ekki verið ólíkari, en Macron hefur talað fyrir frjálslyndri efnahagsstefnu, opnu Frakklandi og er hliðhollur Evrópusambandinu, á meðan Le Pen hefur talað gegn sambandinu, gegn innflytjendum og fyrir efnahagslegri verndarstefnu. Ljóst er þó að úrslit í kosningunum verða ekki ljós fyrr en að búið er að telja öll atkvæðin, enda talið næsta víst að lítill munur verði á fylgi efstu manna.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira