Fyrstu útgönguspár í Frakklandi: Macron og Le Pen efst Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. apríl 2017 18:04 Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, Benoît Hamon, forsetaefni Sósíalista, Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Emmanuel Macron, leiðtogi En Marche hreyfingarinnar, og Jean-Luc Mélenchon, forsetaefni vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise. Vísir/AFP Kjörstaðir í Frakklandi loka nú hver af fætum öðrum, en kosið var í stærstu borgum landsins allt til klukkan sex í kvöld, að íslenskum tíma. Fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi, fer fram í dag. Búist er við því að úrslit verði ljós um klukkan átta í kvöld. Fyrstu tölur um útgönguspár birtust frá franska innanríkisráðuneytinu, nú um klukkan sex að íslenskum tíma.Spárnar benda til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron sé efstur, með 23,7 prósent fylgi, en rétt á eftir honum kemur frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, með 21,7 prósent fylgi. Þar á eftir koma Jean-Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, og repúblikaninn Francois Fillon, með um 19,5 prósent fylgi hvor. Síðari umferð kosninganna mun fara fram 7. maí næstkomandi, þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem hljóta flest atkvæði í kosningunum í dag. Allt bendir til þess að það verði þau Macron og Le Pen. Kosningaþátttaka hefur mælst um 69,42 prósent, sem er örlítið lægra en árið 2012, þegar 70,59 prósent Frakka kusu í fyrri umferðinni. Um er að ræða sögulegar kosningar, að því er virðist að öllu leyti, en skoðanakannanir benda til þess að í fyrsta skipti munu báðir frambjóðendur Repúblikana og Sósíalista ekki hljóta nægt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Þá er þetta í fyrsta skipti sem að sitjandi forseti býður sig ekki fram aftur, líkt og Francois Hollande að þessu sinni. Flestar kannanir höfðu áður bent til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron, ásamt frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, muni hljóta nægilegt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Macron, sem var áður í Sósíalistaflokknum fer fyrir En Marche hreyfingunni, en hana stofnaði hann fyrir ári síðan. Frambjóðendurnir tveir gætu ekki verið ólíkari, en Macron hefur talað fyrir frjálslyndri efnahagsstefnu, opnu Frakklandi og er hliðhollur Evrópusambandinu, á meðan Le Pen hefur talað gegn sambandinu, gegn innflytjendum og fyrir efnahagslegri verndarstefnu. Ljóst er þó að úrslit í kosningunum verða ekki ljós fyrr en að búið er að telja öll atkvæðin, enda talið næsta víst að lítill munur verði á fylgi efstu manna. Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Kjörstaðir í Frakklandi loka nú hver af fætum öðrum, en kosið var í stærstu borgum landsins allt til klukkan sex í kvöld, að íslenskum tíma. Fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi, fer fram í dag. Búist er við því að úrslit verði ljós um klukkan átta í kvöld. Fyrstu tölur um útgönguspár birtust frá franska innanríkisráðuneytinu, nú um klukkan sex að íslenskum tíma.Spárnar benda til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron sé efstur, með 23,7 prósent fylgi, en rétt á eftir honum kemur frambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, með 21,7 prósent fylgi. Þar á eftir koma Jean-Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, og repúblikaninn Francois Fillon, með um 19,5 prósent fylgi hvor. Síðari umferð kosninganna mun fara fram 7. maí næstkomandi, þar sem kosið verður á milli þeirra tveggja frambjóðenda, sem hljóta flest atkvæði í kosningunum í dag. Allt bendir til þess að það verði þau Macron og Le Pen. Kosningaþátttaka hefur mælst um 69,42 prósent, sem er örlítið lægra en árið 2012, þegar 70,59 prósent Frakka kusu í fyrri umferðinni. Um er að ræða sögulegar kosningar, að því er virðist að öllu leyti, en skoðanakannanir benda til þess að í fyrsta skipti munu báðir frambjóðendur Repúblikana og Sósíalista ekki hljóta nægt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Þá er þetta í fyrsta skipti sem að sitjandi forseti býður sig ekki fram aftur, líkt og Francois Hollande að þessu sinni. Flestar kannanir höfðu áður bent til þess að miðjumaðurinn Emmanuel Macron, ásamt frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, muni hljóta nægilegt fylgi til þess að komast áfram í aðalumferðina. Macron, sem var áður í Sósíalistaflokknum fer fyrir En Marche hreyfingunni, en hana stofnaði hann fyrir ári síðan. Frambjóðendurnir tveir gætu ekki verið ólíkari, en Macron hefur talað fyrir frjálslyndri efnahagsstefnu, opnu Frakklandi og er hliðhollur Evrópusambandinu, á meðan Le Pen hefur talað gegn sambandinu, gegn innflytjendum og fyrir efnahagslegri verndarstefnu. Ljóst er þó að úrslit í kosningunum verða ekki ljós fyrr en að búið er að telja öll atkvæðin, enda talið næsta víst að lítill munur verði á fylgi efstu manna.
Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira