Mörg dæmi um að ungmenni dreifi örvandi lyfjum ólöglega Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. desember 2017 08:00 Af 2.306 nemendum sögðust 208 hafa fengið örvandi lyf við athyglisbresti með ofvirkni. VÍSIR/EYÞÓR „Þetta virðist vera töluvert algengara hér heldur en við erum að sjá erlendis,“ segir Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði á Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri. Gísli er fyrsti höfundur greinar um ólögmæta dreifingu örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk. Gögnum var safnað í febrúar 2015. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að af 2.306 nemendum sem tóku þátt í könnuninni sögðust 9 prósent (208) hafa fengið örvandi lyf við athyglisbresti með ofvirkni. Strákar voru rúmlega helmingi líklegri til að hafa fengið slík lyf uppáskrifuð en stúlkur. Tæplega 18% unglinganna í könnuninni kváðust hafa dreift lyfjunum sínum til annarra með einhverjum hætti, annaðhvort með því að hafa selt þau, gefið þau eða skipt þeim fyrir eitthvað annað. Flestir seldu þau. „Við héldum að við þyrftum að hafa áhyggjur af eldri hópum en svo kemur i ljós að þetta er hátt hlutfall hjá krökkum í tíunda bekk. Það þýðir bara að við þurfum að vera vakandi fyrir þessu líka þar,“ segir Gísli í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þessa niðurstöðu alls ekki þýða að örvandi lyf geri ekki sitt gagn. „Þau gera það svo sannarlega og við þurfum bara að vera okkur meðvitandi um það að þessi lyf eru líka ákveðin neysluvara sem er eftirsótt og gengur kaupum og sölum.“Gísli Kort KristóferssonAukin löggæsla ekki lausnin Gísli segir að skaðinn af ólöglegri lyfjadreifingu sé tvenns konar. Í fyrsta lagi liggi í hlutarins eðli að börnin taki ekki nauðsynleg lyf ef þau eru að selja þau eða gefa. Þau verða því af nauðsynlegri lyfjameðferð. „Síðan eru það þeir einstaklingar sem eru að nota þessi lyf sem vímuefni.“ Gísli telur ekki að aukin löggæsla sé rétta leiðin til að takast á við þennan vanda. „Heldur frekar til dæmis að foreldrar viti að það sé áhætta, að það gæti til dæmis verið þrýstingur á þessa krakka að selja, skipta eða gefa,“ segir Gísli. Foreldrar þurfi að halda vel utan um þessa lyfjagjöf og hafa eftirlit með henni eins lengi og hægt er. Gísli segir nokkrar leiðir til að fylgja lyfjagjöfinni eftir. „Til dæmis er hægt að skoða með þvagprufum hvort krakkarnir séu ekki örugglega að taka lyfin,“ bætir Gísli við. Hann segir dæmi um það erlendis að verið sé að kúga lyf út úr krökkunum. Slík dæmi séu hins vegar ekki þekkt hér heima. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
„Þetta virðist vera töluvert algengara hér heldur en við erum að sjá erlendis,“ segir Gísli Kort Kristófersson, lektor í hjúkrunarfræði á Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri. Gísli er fyrsti höfundur greinar um ólögmæta dreifingu örvandi lyfseðilsskyldra lyfja meðal unglinga í 10. bekk. Gögnum var safnað í febrúar 2015. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru þær að af 2.306 nemendum sem tóku þátt í könnuninni sögðust 9 prósent (208) hafa fengið örvandi lyf við athyglisbresti með ofvirkni. Strákar voru rúmlega helmingi líklegri til að hafa fengið slík lyf uppáskrifuð en stúlkur. Tæplega 18% unglinganna í könnuninni kváðust hafa dreift lyfjunum sínum til annarra með einhverjum hætti, annaðhvort með því að hafa selt þau, gefið þau eða skipt þeim fyrir eitthvað annað. Flestir seldu þau. „Við héldum að við þyrftum að hafa áhyggjur af eldri hópum en svo kemur i ljós að þetta er hátt hlutfall hjá krökkum í tíunda bekk. Það þýðir bara að við þurfum að vera vakandi fyrir þessu líka þar,“ segir Gísli í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þessa niðurstöðu alls ekki þýða að örvandi lyf geri ekki sitt gagn. „Þau gera það svo sannarlega og við þurfum bara að vera okkur meðvitandi um það að þessi lyf eru líka ákveðin neysluvara sem er eftirsótt og gengur kaupum og sölum.“Gísli Kort KristóferssonAukin löggæsla ekki lausnin Gísli segir að skaðinn af ólöglegri lyfjadreifingu sé tvenns konar. Í fyrsta lagi liggi í hlutarins eðli að börnin taki ekki nauðsynleg lyf ef þau eru að selja þau eða gefa. Þau verða því af nauðsynlegri lyfjameðferð. „Síðan eru það þeir einstaklingar sem eru að nota þessi lyf sem vímuefni.“ Gísli telur ekki að aukin löggæsla sé rétta leiðin til að takast á við þennan vanda. „Heldur frekar til dæmis að foreldrar viti að það sé áhætta, að það gæti til dæmis verið þrýstingur á þessa krakka að selja, skipta eða gefa,“ segir Gísli. Foreldrar þurfi að halda vel utan um þessa lyfjagjöf og hafa eftirlit með henni eins lengi og hægt er. Gísli segir nokkrar leiðir til að fylgja lyfjagjöfinni eftir. „Til dæmis er hægt að skoða með þvagprufum hvort krakkarnir séu ekki örugglega að taka lyfin,“ bætir Gísli við. Hann segir dæmi um það erlendis að verið sé að kúga lyf út úr krökkunum. Slík dæmi séu hins vegar ekki þekkt hér heima.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira