Annað samningsbrotamál mögulegt ef Ísland virðir ekki dóm í kjötmáli Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2017 19:15 Ef íslenska ríkið bregst ekki við dómi EFTA-dómstólsins frá því í nóvember með því að afnema leyfisveitingakerfi vegna innflutnings á fersku kjöti, eggjum og mjólk á ríkið yfir höfði sér aðra málshöfðun frá ESA - eftirlitsstofnun EFTA - til að knýja á um efndir vegna dómsins. Hinn 14. nóvember kvað EFTA-dómstóllinn upp dóm í máli ESA gegn íslenska ríkinu um að íslenska leyfisveitingakerfið fyrir innflutningi á hráum kjötvörum, hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk bryti gegn tilskipun 89/662 um dýraheilbrigðiseftirlit. Umrædd tilskipun hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er íslenska ríkið skuldbundið til að virða hana. Því var um að ræða samningsbrot af hálfu íslenska ríkisins.Einfaldasta leiðin að afnema reglurnar Samtök verslunar og þjónustu efndu til málþings á Grand hóteli í dag til að fjalla um dómsniðurstöðuna og innflutning á fersku kjöti í víðu samhengi. Á meðal framsögumanna var Ólafur Jóhannes Einarsson lögmaður en hann starfaði í 13 ár hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, í Brussel þar af síðustu árin sem framkvæmdastjóri innra markaðssviðs. „Þetta er dómur í samningsbrotamáli sem er skuldbindandi fyrir íslenska ríkið. Það er alveg ljóst að íslensk stjórnvöld þurfa innan skamms tíma, þá er ég að tala um einhverja mánuði, að bregðast við dómi EFTA-dómstólsins. Einfaldasta leiðin til að gera það er að afnema þessar umdeildu reglur og þar með leyfa innflutning. Það gæti verið svigrúm til að gera eitthvað annað en það er þá pólitískt mat að hvaða leyti er farið í slíkar aðgerðir,“ segir Ólafur. Íslandi, Noregi og Liechtenstein ber að bregðast þegar í stað við dómum EFTA-dómstólsins. Reynslan sýnir þó að ríki taka sér oft marga mánuði til að breyta lögum í samræmi við niðurstöðuna. „Ef ESA telur að Ísland hafi ekki brugðist við þessu innan hæfilegs tíma þá væri hægt að fara með nýtt samningsbrotamál. Þá myndi það snúast um skyldu Íslands til að hlíta dómi EFTA-dómstólsins. Það er sem betur fer sjaldgæft en það eru dæmi þess. Allavega Noregur hefur verið dæmdur fyrir að brjóta gegn skyldunni til að fylgja eftir dómi EFTA-dómstólsins,“ segir Ólafur. Í tilskipun 89/662, sem íslenska ríkið hefur brotið gegn í mörg ár, er kveðið á um að dýraheilbrigðiseftirlit með tilteknum landbúnaðarafurðum skuli lagt niður á innri markaði Evrópusambandsins. Kjarni málsins er að eftirlit með dýrasjúkdómum hefur þegar átt sér stað inni á innri markaðnum þegar landbúnaðarafurðir eru fluttar til annars ríkis. Tilgangurinn með umræddri tilskipun var að afnema þetta tvöfalda eftirlitskerfi og tryggja samræmt heilbrigðiseftirlit inni á innri markaðnum. Neytendur eiga að geta treyst því að hvar sem er inni á innri markaðnum sé gæða- og heilbrigðiseftirlitið það sama. Þessi einsleitni er í raun rauði þráðurinn í öllu regluverki Evrópusambandsins. Íslensk stjórnvöld mega í raun aðeins gera stikkprufur á innfluttu fersku kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk ef þau hafa rökstudda ástæðu til að ætla að eftirlit hafi verið ábótavant.Ekki valkostur að vera aftur stefnt vegna samningsbrots Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það sé ekki valkostur að íslenska ríkið fái á sig aðra málshöfðun vegna samningsbrots vegna innflutnings á kjöti. „Það eru einungis þrjár vikur síðan dómurinn var kveðinn upp og ráðuneytið hefur á þeim tíma verið að skoða þetta. Viðbrögðin munu mótast af því að við virðum að sjálfsögðu samningsskyldur Íslands við EES-samninginn. Á sama tíma muni við standa vörð um heilnæmi búfjárstofna og varnir við sýklaónæmi og svo framvegis,“ segir Kristján Þór. Fulltrúar bænda eru mjög áhyggjufullir af áhrifum niðurfellingar leyfisveitingakerfisins á þeirra hagsmuni „Það er fullkomlega eðlilegt að menn hafi áhyggjur af þeirri stöðu á meðan það liggja ekki fyrir svör stjórnvalda hér með hvaða hætti við ætlum að bregðast við því. Þá er það skiljanlegt óöryggi,“ segir Kristján Þór. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Ef íslenska ríkið bregst ekki við dómi EFTA-dómstólsins frá því í nóvember með því að afnema leyfisveitingakerfi vegna innflutnings á fersku kjöti, eggjum og mjólk á ríkið yfir höfði sér aðra málshöfðun frá ESA - eftirlitsstofnun EFTA - til að knýja á um efndir vegna dómsins. Hinn 14. nóvember kvað EFTA-dómstóllinn upp dóm í máli ESA gegn íslenska ríkinu um að íslenska leyfisveitingakerfið fyrir innflutningi á hráum kjötvörum, hráum eggjum og ógerilsneyddri mjólk bryti gegn tilskipun 89/662 um dýraheilbrigðiseftirlit. Umrædd tilskipun hefur verið tekin upp í EES-samninginn og er íslenska ríkið skuldbundið til að virða hana. Því var um að ræða samningsbrot af hálfu íslenska ríkisins.Einfaldasta leiðin að afnema reglurnar Samtök verslunar og þjónustu efndu til málþings á Grand hóteli í dag til að fjalla um dómsniðurstöðuna og innflutning á fersku kjöti í víðu samhengi. Á meðal framsögumanna var Ólafur Jóhannes Einarsson lögmaður en hann starfaði í 13 ár hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, í Brussel þar af síðustu árin sem framkvæmdastjóri innra markaðssviðs. „Þetta er dómur í samningsbrotamáli sem er skuldbindandi fyrir íslenska ríkið. Það er alveg ljóst að íslensk stjórnvöld þurfa innan skamms tíma, þá er ég að tala um einhverja mánuði, að bregðast við dómi EFTA-dómstólsins. Einfaldasta leiðin til að gera það er að afnema þessar umdeildu reglur og þar með leyfa innflutning. Það gæti verið svigrúm til að gera eitthvað annað en það er þá pólitískt mat að hvaða leyti er farið í slíkar aðgerðir,“ segir Ólafur. Íslandi, Noregi og Liechtenstein ber að bregðast þegar í stað við dómum EFTA-dómstólsins. Reynslan sýnir þó að ríki taka sér oft marga mánuði til að breyta lögum í samræmi við niðurstöðuna. „Ef ESA telur að Ísland hafi ekki brugðist við þessu innan hæfilegs tíma þá væri hægt að fara með nýtt samningsbrotamál. Þá myndi það snúast um skyldu Íslands til að hlíta dómi EFTA-dómstólsins. Það er sem betur fer sjaldgæft en það eru dæmi þess. Allavega Noregur hefur verið dæmdur fyrir að brjóta gegn skyldunni til að fylgja eftir dómi EFTA-dómstólsins,“ segir Ólafur. Í tilskipun 89/662, sem íslenska ríkið hefur brotið gegn í mörg ár, er kveðið á um að dýraheilbrigðiseftirlit með tilteknum landbúnaðarafurðum skuli lagt niður á innri markaði Evrópusambandsins. Kjarni málsins er að eftirlit með dýrasjúkdómum hefur þegar átt sér stað inni á innri markaðnum þegar landbúnaðarafurðir eru fluttar til annars ríkis. Tilgangurinn með umræddri tilskipun var að afnema þetta tvöfalda eftirlitskerfi og tryggja samræmt heilbrigðiseftirlit inni á innri markaðnum. Neytendur eiga að geta treyst því að hvar sem er inni á innri markaðnum sé gæða- og heilbrigðiseftirlitið það sama. Þessi einsleitni er í raun rauði þráðurinn í öllu regluverki Evrópusambandsins. Íslensk stjórnvöld mega í raun aðeins gera stikkprufur á innfluttu fersku kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk ef þau hafa rökstudda ástæðu til að ætla að eftirlit hafi verið ábótavant.Ekki valkostur að vera aftur stefnt vegna samningsbrots Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það sé ekki valkostur að íslenska ríkið fái á sig aðra málshöfðun vegna samningsbrots vegna innflutnings á kjöti. „Það eru einungis þrjár vikur síðan dómurinn var kveðinn upp og ráðuneytið hefur á þeim tíma verið að skoða þetta. Viðbrögðin munu mótast af því að við virðum að sjálfsögðu samningsskyldur Íslands við EES-samninginn. Á sama tíma muni við standa vörð um heilnæmi búfjárstofna og varnir við sýklaónæmi og svo framvegis,“ segir Kristján Þór. Fulltrúar bænda eru mjög áhyggjufullir af áhrifum niðurfellingar leyfisveitingakerfisins á þeirra hagsmuni „Það er fullkomlega eðlilegt að menn hafi áhyggjur af þeirri stöðu á meðan það liggja ekki fyrir svör stjórnvalda hér með hvaða hætti við ætlum að bregðast við því. Þá er það skiljanlegt óöryggi,“ segir Kristján Þór.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira