Katalónum vikið úr ESB verði sjálfstæði að veruleika Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. október 2017 20:00 Katalónum verður umsvifalaust vikið úr Evrópusambandinu kjósi þeir að lýsa einhliða yfir sjálfstæði. Þetta sagði Evrópumálaráðherra Frakklands í sjónvarpsviðtali í dag. Forseti Katalóníu mun ávarpa þingið á morgun, en ekki liggur fyrir hvort hann hyggist ganga alla leið og lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Í viðtali dagsins talaði ráðherrann á sömu nótum og ríkisstjórn Spánar hefur gert undanfarna daga, en hún sagði m.a. að þjóðaratkvæðagreiðslan í byrjun mánaðar væri að vettugi virðandi, enda gengi hún gegn stjórnarskrá Spánar. Ef til sjálfstæðisyfirlýsingar kæmi væri hún því marklaus. Þá sagði hún að héraðið ætti ekki framtíð innan Evrópusambandsins ef það lýsti yfir sjálfstæði. Ekki liggur fyrir hvort Charles Puidgemont forseti Katalóníu muni lýsa yfir sjálfstæði héraðsins þegar hann ávarpar katalónska þingið annað kvöld. Upphaflega stóð til að þingið kæmi saman í kvöld og var búist við stuðningi meirihluta þess við sjálfstæði. Spænski stjórnlagadómstóllinn úrskurðaði þá samkomu aftur á móti ólögmæta, rétt eins og kosningarnar sjálfar. Margir hafa spáð því að Puidgemont muni ekki lýsa formlega yfir sjálfstæði, heldur sé frekar von á einhvers konar táknrænni yfirlýsingu. Varaforsætisráðherra Spánar ítrekaði í viðtali í dag að formlegri sjálfstæðisyfirlýsingu yrði mætt af hörku. Þó 90 prósent kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni hafi kosið sjálfstæði telja sérfræðingar þó að afar mjótt sé á mununum meðal Katalóna, enda hafi flestir þeir sem styðja áframhaldandi veru innan Spánar sniðgengið atkvæðagreiðsluna. Báðar fylkingar hafa staðið fyrir fjölmennum mótmælagöngum í Barcelona og víðar, og þó vígahugur sé í sjálfstæðissinnum má einnig greina mýkri tón á götum borgarinnar. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Katalónum verður umsvifalaust vikið úr Evrópusambandinu kjósi þeir að lýsa einhliða yfir sjálfstæði. Þetta sagði Evrópumálaráðherra Frakklands í sjónvarpsviðtali í dag. Forseti Katalóníu mun ávarpa þingið á morgun, en ekki liggur fyrir hvort hann hyggist ganga alla leið og lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Í viðtali dagsins talaði ráðherrann á sömu nótum og ríkisstjórn Spánar hefur gert undanfarna daga, en hún sagði m.a. að þjóðaratkvæðagreiðslan í byrjun mánaðar væri að vettugi virðandi, enda gengi hún gegn stjórnarskrá Spánar. Ef til sjálfstæðisyfirlýsingar kæmi væri hún því marklaus. Þá sagði hún að héraðið ætti ekki framtíð innan Evrópusambandsins ef það lýsti yfir sjálfstæði. Ekki liggur fyrir hvort Charles Puidgemont forseti Katalóníu muni lýsa yfir sjálfstæði héraðsins þegar hann ávarpar katalónska þingið annað kvöld. Upphaflega stóð til að þingið kæmi saman í kvöld og var búist við stuðningi meirihluta þess við sjálfstæði. Spænski stjórnlagadómstóllinn úrskurðaði þá samkomu aftur á móti ólögmæta, rétt eins og kosningarnar sjálfar. Margir hafa spáð því að Puidgemont muni ekki lýsa formlega yfir sjálfstæði, heldur sé frekar von á einhvers konar táknrænni yfirlýsingu. Varaforsætisráðherra Spánar ítrekaði í viðtali í dag að formlegri sjálfstæðisyfirlýsingu yrði mætt af hörku. Þó 90 prósent kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni hafi kosið sjálfstæði telja sérfræðingar þó að afar mjótt sé á mununum meðal Katalóna, enda hafi flestir þeir sem styðja áframhaldandi veru innan Spánar sniðgengið atkvæðagreiðsluna. Báðar fylkingar hafa staðið fyrir fjölmennum mótmælagöngum í Barcelona og víðar, og þó vígahugur sé í sjálfstæðissinnum má einnig greina mýkri tón á götum borgarinnar.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira