Max Holloway kláraði Jose Aldo Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. júní 2017 05:39 Max Holloway í yfirburðarstöðu gegn Jose Aldo. Vísir/Getty UFC 212 fór fram í nótt í Brasilíu. Max Holloway sigraði Jose Aldo í aðalbardaga kvöldsins og er nú óumdeilanlegur fjaðurvigtarmeistari UFC. Jose Aldo byrjaði bardagann vel og tók það Holloway smá tíma að detta í gang. Aldo tók 1. lotuna en Holloway gekk betur í 2. lotu. Það var svo í 3. lotu sem Holloway tók yfir bardagann. Holloway kýldi Jose Aldo niður og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu. Aldo reyndi eins og hann gat að komast undan Holloway en sá síðarnefndi lét höggin dynja á Aldo í gólfinu. Eftir 4:13 í 3. lotu hafði dómarinn séð nóg og stöðvaði bardagann. Fyrir bardagann var Max Holloway bráðabirgðarmeistari UFC og Jose Aldo „alvöru meistarinn“. Beltin voru sameinuð í nótt og er Holloway því óumdeilanlegur fjaðurvigtarmeistari UFC. Þetta var 11. sigur Holloway í röð í UFC og heldur ótrúleg sigurganga hans áfram. Það má segja að tap Jose Aldo sé ákveðinn endapunktur á drottnun hans yfir fjaðurvigtinni. Eftir að hafa verið taplaus í tíu ár hefur hann nú verið rotaður tvisvar á síðustu tveimur árum. Bestu ár hans eru að baki og hefur nýr meistari tekið við keflinu – meistari sem er sennilega ekki að fara á flakk um þyngdarflokka. Það verður gaman að sjá næstu skref Holloway en hinn 25 ára meistari hefur sýnt stöðugar framfarir undanfarin ár. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Búrið: Kíkt aftur til fortíðar hjá UFC Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. kíktu á gamla UFC-bardaga í Búrinu sem verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. júní 2017 16:15 Fjaðurvigtin heldur áfram án Conor McGregor UFC 212 fer fram í nótt þar sem Jose Aldo og Max Holloway mætast í aðalbardaga kvöldsins. Fjaðurvigtarbeltið verður í húfi og getur þyngdarflokkurinn komist aftur í smá jafnvægi eftir ákveðna ringulreið. 3. júní 2017 09:00 Bardaginn við Floyd gæti orðið sá síðasti á ferli Conors Forseti UFC, Dana White, óttast að Conor McGregor muni aldrei berjast aftur ef hann fær bardaga gegn Floyd Mayweather. Engu að síður er hann til í að leyfa Conor að berjast við bandaríska boxarann. 30. maí 2017 23:15 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira
UFC 212 fór fram í nótt í Brasilíu. Max Holloway sigraði Jose Aldo í aðalbardaga kvöldsins og er nú óumdeilanlegur fjaðurvigtarmeistari UFC. Jose Aldo byrjaði bardagann vel og tók það Holloway smá tíma að detta í gang. Aldo tók 1. lotuna en Holloway gekk betur í 2. lotu. Það var svo í 3. lotu sem Holloway tók yfir bardagann. Holloway kýldi Jose Aldo niður og fylgdi því eftir með höggum í gólfinu. Aldo reyndi eins og hann gat að komast undan Holloway en sá síðarnefndi lét höggin dynja á Aldo í gólfinu. Eftir 4:13 í 3. lotu hafði dómarinn séð nóg og stöðvaði bardagann. Fyrir bardagann var Max Holloway bráðabirgðarmeistari UFC og Jose Aldo „alvöru meistarinn“. Beltin voru sameinuð í nótt og er Holloway því óumdeilanlegur fjaðurvigtarmeistari UFC. Þetta var 11. sigur Holloway í röð í UFC og heldur ótrúleg sigurganga hans áfram. Það má segja að tap Jose Aldo sé ákveðinn endapunktur á drottnun hans yfir fjaðurvigtinni. Eftir að hafa verið taplaus í tíu ár hefur hann nú verið rotaður tvisvar á síðustu tveimur árum. Bestu ár hans eru að baki og hefur nýr meistari tekið við keflinu – meistari sem er sennilega ekki að fara á flakk um þyngdarflokka. Það verður gaman að sjá næstu skref Holloway en hinn 25 ára meistari hefur sýnt stöðugar framfarir undanfarin ár. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Kíkt aftur til fortíðar hjá UFC Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. kíktu á gamla UFC-bardaga í Búrinu sem verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. júní 2017 16:15 Fjaðurvigtin heldur áfram án Conor McGregor UFC 212 fer fram í nótt þar sem Jose Aldo og Max Holloway mætast í aðalbardaga kvöldsins. Fjaðurvigtarbeltið verður í húfi og getur þyngdarflokkurinn komist aftur í smá jafnvægi eftir ákveðna ringulreið. 3. júní 2017 09:00 Bardaginn við Floyd gæti orðið sá síðasti á ferli Conors Forseti UFC, Dana White, óttast að Conor McGregor muni aldrei berjast aftur ef hann fær bardaga gegn Floyd Mayweather. Engu að síður er hann til í að leyfa Conor að berjast við bandaríska boxarann. 30. maí 2017 23:15 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjá meira
Búrið: Kíkt aftur til fortíðar hjá UFC Pétur Marinó Jónsson og Steindi Jr. kíktu á gamla UFC-bardaga í Búrinu sem verður sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. 1. júní 2017 16:15
Fjaðurvigtin heldur áfram án Conor McGregor UFC 212 fer fram í nótt þar sem Jose Aldo og Max Holloway mætast í aðalbardaga kvöldsins. Fjaðurvigtarbeltið verður í húfi og getur þyngdarflokkurinn komist aftur í smá jafnvægi eftir ákveðna ringulreið. 3. júní 2017 09:00
Bardaginn við Floyd gæti orðið sá síðasti á ferli Conors Forseti UFC, Dana White, óttast að Conor McGregor muni aldrei berjast aftur ef hann fær bardaga gegn Floyd Mayweather. Engu að síður er hann til í að leyfa Conor að berjast við bandaríska boxarann. 30. maí 2017 23:15