Aðventan nálgast: Dónalegar jólapeysur og dásamlegar dragtir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 21:30 Jólin nálgast nú óðfluga en á mörgum vinnustöðum er komin hefð fyrir því að hvetja starfsmenn til að mæta í sínu jólalegasta pússi á einhverjum tímapunkti á aðventunni. Margir kannast eflaust við svoleiðis hópþrýsting og hafa lent í því að keyra um allan bæ til að finna eitthvað nógu jólalegt, svo maður verði ekki fyrir aðkasti á kaffistofunni. Lífið fór því á stúfana og fann nokkur jólaleg dress sem ættu að geta bjargað þér og þínum frá fullkominni niðurlægingu.Brot af úrvalinu hjá Flottum fötum.Jólaleg uppköst Á vefsíðunni Flott föt er gríðarlega mikið úrval af jólalegum jakkafötum og drögtum sem tekið er eftir. Á vinnustöðum er oft boðið upp á keppni í því hver getur verið jólalegastur, og væri sigurinn vís í svona klæðnaði. Sumir myndu segja að jólin hefðu jafnvelt kastað upp á þig, í eins jákvæðri merkingu þess orðasambands og hægt er.Í efri röð eru peysur úr Rúmfatalagernum en í neðri eru flíkur úr Hókus Pókus.Hallærislegar jólapeysur Jólapeysur þóttu ekkert sérstaklega smart fyrir nokkrum árum en í dag fá þeir aðilar sem klæðast hallærislegustu jólapeysunum mikið hrós á aðventunni. Við fundum mishallærislegar peysur bæði í Rúmfatalagernum og Hókus Pókus og eru þær tilvaldar fyrir þá sem vilja ekki ganga alla leið og klæðast jólalegum alklæðnaði. Hókus Pókus býður meira að segja uppá úrval af dónalegum jólapeysum, ef það er að gera eitthvað fyrir ykkur. Með því að smella sér í eitt stykki jólapeysu tekur maður vissulega þátt í jólagleðinni og kemst nánast samstundis í gott skap.Penir kjólar úr Kjólar og Konfekt.Smart er líka í lagi Svo eru það þær sem vilja vera smart og penar í jóladressinu. Þá er tilvalið að skella sér í kjólabúðina Kjólar og Konfekt þar sem hægt er að versla klæðilega kjóla með penu jólamynstri. Það er þó ekki úr vegi að poppa slíkar gersemar upp með einhverju hallærislegu jólaskrauti til að fara ekki alla leið í smartheitum. Jól Tíska og hönnun Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Jólin nálgast nú óðfluga en á mörgum vinnustöðum er komin hefð fyrir því að hvetja starfsmenn til að mæta í sínu jólalegasta pússi á einhverjum tímapunkti á aðventunni. Margir kannast eflaust við svoleiðis hópþrýsting og hafa lent í því að keyra um allan bæ til að finna eitthvað nógu jólalegt, svo maður verði ekki fyrir aðkasti á kaffistofunni. Lífið fór því á stúfana og fann nokkur jólaleg dress sem ættu að geta bjargað þér og þínum frá fullkominni niðurlægingu.Brot af úrvalinu hjá Flottum fötum.Jólaleg uppköst Á vefsíðunni Flott föt er gríðarlega mikið úrval af jólalegum jakkafötum og drögtum sem tekið er eftir. Á vinnustöðum er oft boðið upp á keppni í því hver getur verið jólalegastur, og væri sigurinn vís í svona klæðnaði. Sumir myndu segja að jólin hefðu jafnvelt kastað upp á þig, í eins jákvæðri merkingu þess orðasambands og hægt er.Í efri röð eru peysur úr Rúmfatalagernum en í neðri eru flíkur úr Hókus Pókus.Hallærislegar jólapeysur Jólapeysur þóttu ekkert sérstaklega smart fyrir nokkrum árum en í dag fá þeir aðilar sem klæðast hallærislegustu jólapeysunum mikið hrós á aðventunni. Við fundum mishallærislegar peysur bæði í Rúmfatalagernum og Hókus Pókus og eru þær tilvaldar fyrir þá sem vilja ekki ganga alla leið og klæðast jólalegum alklæðnaði. Hókus Pókus býður meira að segja uppá úrval af dónalegum jólapeysum, ef það er að gera eitthvað fyrir ykkur. Með því að smella sér í eitt stykki jólapeysu tekur maður vissulega þátt í jólagleðinni og kemst nánast samstundis í gott skap.Penir kjólar úr Kjólar og Konfekt.Smart er líka í lagi Svo eru það þær sem vilja vera smart og penar í jóladressinu. Þá er tilvalið að skella sér í kjólabúðina Kjólar og Konfekt þar sem hægt er að versla klæðilega kjóla með penu jólamynstri. Það er þó ekki úr vegi að poppa slíkar gersemar upp með einhverju hallærislegu jólaskrauti til að fara ekki alla leið í smartheitum.
Jól Tíska og hönnun Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira