Eldislaxar líklegri til að vera heyrnarskertir Lovísa Arnardóttir skrifar 22. desember 2017 08:00 Laxar úr eldisstöð í Fossfirði í Arnarfirði. mynd/Erlendur Gíslason „Við það að breyta hitastiginu þá breytist þroskaferillinn þannig að fiskarnir eru ekki jafn hæfir til að alast upp í náttúrunni,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnslífríkis hjá Hafrannsóknastofnun. Á Íslandi er á hverju ári tekið klak úr ám og fært í eldisstöðvar. Þar eru seiðin alin þar til þau verða sjógönguseiði. Þar getur verið annað hitastig á vatninu en í ánni. Frá eldisstöðinni eru seiðin svo flutt aftur í ána til að synda með villta laxinum niður í sjó í fæðuleit. Skilahlutfall þessara eldisseiða á Íslandi er talsvert minna en hjá villtu seiðunum.Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnslífríki hjá Hafrannsóknarstofnunvísir/gva„Það eru ekki nema 30 til 40 prósent sem skila sér til baka miðað við villtu seiðin, eða nærri helmingi meiri líkur á að þau deyi í sjónum. Þetta gæti verið ein ástæðan, en það gætu verið fleiri þættir í þessum fyrstu þroskastigum, ef þau eru keyrð of hratt í gegn. Að hafa hærra hitastig á eldisfiski til að hann vaxi sem hraðast er kannski ekki það besta. Sérstaklega ekki ef þú ert að fara að sleppa honum út í villta náttúru,“ segir Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktar hjá Hafrannsóknastofnun. „Laxinn er alinn þannig að á fyrstu stigum er hann í ferskvatni. En síðar getur hann verið bæði í ferskvatni og sjó. Þá er miklu betra fyrir hann að vera í sjó, því þar er meiri fæða. En það er öruggara að vera í ánum, þar eru færri afætur. Þess vegna hefur lax þróast svona. Hann fer upp í árnar til að klekja út eggjum, þar sem öruggt er að vera,“ segir Ragnar Jóhannsson.Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktar hjá HafrannsóknastofnunMynd/Lárus SigurðarsonÍ áströlsku rannsókninni sem birt var í Journal of Experimental Biology á þessu ári var komist að því að hraði vaxtarins á seiðastigi olli því að kvarnir í eyrum fiskanna uxu of hratt og kristallabygging í eyrnavölu þeirra raskaðist þannig að allt að helmingur þeirra varð heyrnarskertur. Eyrnavalan gegnir hlutverki stöðu- og jafnvægisskyns fisksins. Slík breyting hefur því áhrif á færni hans til að rata heim og skynja hættur í villtri náttúru. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira
„Við það að breyta hitastiginu þá breytist þroskaferillinn þannig að fiskarnir eru ekki jafn hæfir til að alast upp í náttúrunni,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnslífríkis hjá Hafrannsóknastofnun. Á Íslandi er á hverju ári tekið klak úr ám og fært í eldisstöðvar. Þar eru seiðin alin þar til þau verða sjógönguseiði. Þar getur verið annað hitastig á vatninu en í ánni. Frá eldisstöðinni eru seiðin svo flutt aftur í ána til að synda með villta laxinum niður í sjó í fæðuleit. Skilahlutfall þessara eldisseiða á Íslandi er talsvert minna en hjá villtu seiðunum.Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnslífríki hjá Hafrannsóknarstofnunvísir/gva„Það eru ekki nema 30 til 40 prósent sem skila sér til baka miðað við villtu seiðin, eða nærri helmingi meiri líkur á að þau deyi í sjónum. Þetta gæti verið ein ástæðan, en það gætu verið fleiri þættir í þessum fyrstu þroskastigum, ef þau eru keyrð of hratt í gegn. Að hafa hærra hitastig á eldisfiski til að hann vaxi sem hraðast er kannski ekki það besta. Sérstaklega ekki ef þú ert að fara að sleppa honum út í villta náttúru,“ segir Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktar hjá Hafrannsóknastofnun. „Laxinn er alinn þannig að á fyrstu stigum er hann í ferskvatni. En síðar getur hann verið bæði í ferskvatni og sjó. Þá er miklu betra fyrir hann að vera í sjó, því þar er meiri fæða. En það er öruggara að vera í ánum, þar eru færri afætur. Þess vegna hefur lax þróast svona. Hann fer upp í árnar til að klekja út eggjum, þar sem öruggt er að vera,“ segir Ragnar Jóhannsson.Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktar hjá HafrannsóknastofnunMynd/Lárus SigurðarsonÍ áströlsku rannsókninni sem birt var í Journal of Experimental Biology á þessu ári var komist að því að hraði vaxtarins á seiðastigi olli því að kvarnir í eyrum fiskanna uxu of hratt og kristallabygging í eyrnavölu þeirra raskaðist þannig að allt að helmingur þeirra varð heyrnarskertur. Eyrnavalan gegnir hlutverki stöðu- og jafnvægisskyns fisksins. Slík breyting hefur því áhrif á færni hans til að rata heim og skynja hættur í villtri náttúru.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Sjá meira